Heima er bezt - 01.09.1963, Side 35

Heima er bezt - 01.09.1963, Side 35
HEIMA_______________ BEZT BÓKAH 1 LLAN Hannes Pétursson: Stund og staðir. Reykjavík 1962. Helgafell. Hannes Pétursson hefur þegar hlotið viðurkenningu sem einn hinn fremsti hinna ungu skálda. Naumast bætir þessi nýja bók nokkru við hróður hans, þótt vel sé gerð. Hann þreifar enn fyrir sér með ýmis form bæði rímuð og rímlaus, og kann vel með hvorttveggja að fara, en þó má Ijóslega finna, að betur lætur hon- um rímið. Kvæðastíll hans er stuttorður og meitlaður, og þarf oft vel að skyggnast um til að finna, hvað að baki liggur. 1 tilbrigð- unum um þjóðsögurnar tekst honum vel að ná óhugnaði og ógn- un sagnanna, en hvers vegna semur hann ekki tilbrigði við hinar bjartari hliðar? Af einstökum kvæðaflokkum þykir mér mest koma til Sonnettanna. Arnór Hannibalsson: Valdið og þjóðin. Reykjavík 1963. Helgafell. f bók þessari er skýrt frá þróun mála í Rússlandi frá bylting- unni 1918 til nútímans, og gefið yfirlit um helztu viðburði í stjórnmálum, hagkerfi og andlegum málum þar í landi. Höfund- urinn er ungur menntamaður, sem stundað hefur nám í Rúss- landi, og því getað aflað sér upplýsinga af eigin sjón og raun og eftir rússneskum frumheimildum. Hann hefur fulla samúð með marxistiskum kenningum, og þarf enginn að væna hann um hlut- drægni Rússum í óhag. Enda virðist hann gera sér far um að segja söguna sem réttast og sannast. Hann hefur kynnt sér ræki- lega ádeiluna á Stalin og stjórnarfar það er hann skóp, og hefur þeirri ógnaröld ekki verið betur lýst í annan tíma á íslenzku. Hins vegar verður ekki fyllilega ijóst, hvort höf. hyggur að sagan geti endurtekið sig, hvenær sem vera skyldi undir hinu kommún- istiska skipulagi. Bók þessi er vel faliin til að vega og meta kosti og galla hins kommúnistiska skipulags, og er því lærdómsrík fyrir oss, og undarlega mega þeir menn vera gerðir, sem taka sovét- skipulagið fram yfir hið vestræna lýðræði, þrátt fyrir galla þess. 1 bókinni er fengur, til þess að hreinsa til í öllu því moldviðri, sem annars er að jafnað þyrlað upp um hið austræna stórveldi. Hermann S. Pálsson: Hrafnkels saga og Freysgyðlingar. Reykjavík 1962. Þjóðsaga. Það hefur nú um skeið verið tízka hinna lærðu bókmennta- og sagnfræðinga vorra, að verja lærdómi sínum, til að leiða rök að því, að fornsögur vorar séu flestar skáldsögur, og margar þeirra séu dulbúin níðrit eða varnarrit um samtíðarmenn höfundanna. Jafnframt þessu hefur verið hafin leit að höfundum sagnanna. Ekki ætla ég mér, leikmaður í þessum fræðum, þá dul að gagn- rýna eða hrekja þessar kenningar fræðilega. Þar verður hver að trúa því sem honum þykir trúlegast. En þó hygg ég mörgum muni fara sem mér að enn þurfi fleira fram að koma, til þess að þeir láti sannfærast um að sögur vorar séu fyrst og fremst skáldskap- ur, enda þótt sannfræði þeirra sé víða ábótavant. 1 þessari bók tekur höfundur Hrafnkels sögu til meðferðar. Fylgir hann þar skoðun Sigurðar Nordals, að sagan sé skáldskap- ur, en leitast hér við að færa rök að því, að Brandur biskup Jónsson sé höfundur hennar, og sagan fjalli raunverulega um at- burði í sögu og örlög frænda hans, Svínfellinganna. Færir höf- undur mörg rök og fimleg fyrir máli sínu, og er bókin því skemmtileg aflestrar eins og ætíð þegar snjallir menn og lærðir halda á penna. Hún er fjörlega rituð, þótt hvergi sé slakað á fræðilegri framsetningu. Richard Beck: Vilhjálmur Stefánsson o. fl. — Tímarit Þjóðræknisfélagsins. Nýlega hefur mér borizt ritgerð um Vilhjálm Stefánsson, hinn fræga landkönnuð, sem Richard Beck hefur skrifað í Tímarit Þjóðræknisfélags Vestur-íslendinga. Rekur hann þar í stuttu máli sögu Vilhjálms og þýðingu sem landkönnuðar og vísindamanns. Einnig færir hann til ummæli og dóma ýmsissa merkra manna um Vilhjálm, störf hans og persónuleika. Ritgerðin er ljóst skrifuð og gefur í stuttu máli furðu fullkomið yfirlit um ævi og störf þessa merka Vestur-íslendings, sem frægastur hefur orðið sinna samtíð- armanna af íslenzkum stofni. Og vel fer á því að kalla greinina Skáld athafnanna, því að Vilhjálmur var skáld bæði í orði og at- höfn. Einnig hefur Beck skrifað stutta grein um Ættjarðarljóð Einars Páls Jónssonar, ritstjóra, en þau voru mikilvægur þáttur í ljóðagerð hans og mörg hin bezti skáldskapur. En Einari Páli hef- ur verið miklu minni gaumur gefinn sem skáldi en hann átti skil- ið, því að flest sem frá hans hendi kom í þeim efnum var fágað- ur ijóðrænn skáldskapur. Grein Becks er rituð af skilningi og hlýju, eins og honum er ætíð tamt. En um leið og ég minnist þessara ritgerða, vil ég einnig fara nokkrum orðum um Timarit Þjóðrœknisfélags Vestur-lslendinga, en 44. árgangur þess kom út á þessu ári. Auk áðurnefndrar rit- gerðar Becks um Vilhjálm Stefánsson flytur þessi árgangur rit- gerðir, ljóð, leikrit og sögur eftir frændur vora þar vestra, að ógleymdum annál ársins, um heiztu viðburði er gerast meðal Vest- ur-lslendinga á ári hverju. Ritið er vandað að efni og frágangi og furðu fjölbreytt. Því er haldið út af frábærum dugnaði og fórn- fýsi, og það er mikilvægur þáttur í að balda uppi íslenzkri menn- ingarstarfsemi vestan hafs. Annállinn gefur í stuttu máli betra yf- irlit um hvað gerist þar með frændum okkar, en nokkurs staðar er annars að fá. Hér heima ættum vér að veita riti þessu meiri at- hygli en gert er. Enginn ,sem það kaupir og les, er svikinn af efni þess, en um leið og hann kaupir ritið styður hann þjóðernis- og menningarbaráttu frænda vorra í Vesturheimi. Ritstjórar Tíma- ritsins eru þeir Gísli Jónsson og Haraldur Bessason. St. Std. LEIÐRÉTTING. í kvæði Hallgríms frá Ljárskógum, Fögur er Hlíðin, sem birt- ist í júlíhefti Heima er bezt hefur síðari hluti fjórðu vísu brengl- ast nokkuð. Réttur er hann svona: Heimþrá vaknar. Blómin anga ------áin niðar, fossar falla, frjóir, bleikir akrar kalla. Hvítir jöklar, hvassir tindar, heitir, ferskir sumarvindar krefja í tign og hvísla í hljóði, — hending björt úr frónsku ljóði. Opinn faðmur æskusveitar innst að hjartarótum leitar. Utanferð og sýkna af sökum söina fyrir þessum rökum. Höfundur og lesendur eru beðnir velvirðingar á þessum mis- tökum. Heima er bezt 331

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.