Heima er bezt - 01.05.1964, Blaðsíða 5

Heima er bezt - 01.05.1964, Blaðsíða 5
Gömlu bœjardyrnar í Blöndudalshólum. Blöndudalshólar i dag. aði burtu mörgu því, sem mikil eftirsjá var í og skil- aði á fjörur ýmsu öðru, sem ekki var eftirsóknarvert. Þegar sjötugir menn líta nú um öxl til liðins tíma, verður löngum svo, að efst í huga þeirra er undrun yfit' því, hvað allt er öðruvísi en áður var og horfa fram á veginn með uggkenndri gleði, vona að vel skipist um framtíðarþróunina, en fjarri. því að vera vissir um það. Kjölfestan ef til vill minni í byrjun vegferðar nú á dög- um en hún var þegar við, sem nú erum á áttunda tugn- um, lögðum upp í okkar ævigöngu og gengum heimin- um á hönd. Hugsanir þessu líkar, sem hvorki eru nýjar né frum- legar, sóttu mjög að mér er ég fór að rifja upp kynni mín af gömlum samferðamanni og starfsbróður í ýmsu, Bjarna Jónassyni í Blöndudalshólum. Um hann mætti margt segja, ævi hans og margvísleg störf. Hér verður þó farið fljótt yfir sögu, enda hefur hans verið áður minnzt á tímamótum í ævi hans, nú síðast, er hann varð sjötugur (árið 1960) og gamall lærisveinn hans ritaði vel um hann, af hlýhug og þakklæti. Það var upphaf að kynnum okkar Bjarna, að við hittumst á barnaprófi, ég þá kennari en hann prófdóm- ari, og fór þegar vel á með olekur. Síðan höfum við rnargt átt saman að sælda og unnið saman að hugðar- málum okkar beggja. Bjarni fæddist í Þórormstungu í Vatnsdal 24. febr. 1891. Foreldrar hans voru bæði af kunnum og góðum ættum. Jónas B. Bjarnason, faðir hans (fæddur 20. sept. 1866), er enn á lífi á Blönduósi, kunnur maður og merk- ur, bjó lengi í Litladal og var forystumaður í héraði. Bjarni í Þóronnstungu, faðir hans, var Snæbjarnarson, Snæbjarnarsonar prests í Grímstungu, Halldórssonar biskups á Hólum Brynjólfssonar. Ætt frá séra Snæbirni í Grímstungu er fjölmenn og nefnist Snæbjarnarætt í Húnaþingi. Fyrri kona Jónasar Bjamasonar og móðir Bjarna var Élín Ólafsdóttir frá Guðrúnarstöðum í Vatnsdal Ólafssonar, af Steinárætt, en kona Ólafs og móðir Elínar var Guðrún dóttir Guðmundar hrepp- stjóra og alþingismanns á Guðlaugsstöðum, Arnljóts- sonar. Þau vora systkin Elín móðir Bjarna og Guð- mundur Ólafsson alþingismaður í Asi. Ættir þessar má rekja til margrá stórmenna fyrri tíða. Bjarna fór ungur til náms og gekk í Kennaraskólann á fyrstu árum hans og útskrifaðist þaðan tvítugur. Þar naut hann kennslu þeirra ágætu kennara og skólamanna, séra Magnúsar Helgasonar skólastjóra, Björns Bjarna- sonar frá Viðfirði og Ólafs Dan Daníelssonar, allir mikl- ir gáfumenn og fjölvitrir. Fræðsla þeirra og áhrifin frá þeim, varð Bjarna drjúgt veganesti er út í lífið kom og störfin, er biðu hans. Það var vorið 1911, það merkisár, aldarafmæli Jóns Sigurðssonar, að Bjarni kvaddi Kennaraskólann og hélt heim á æskustöðvarnar. Vorhugur, ættjarðarást, þjóð- erniskennd og rómantík lágu í loftinu og fylltu hugi Verkfœraskemma og bílaverkstœði. Heima er bezt 173

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.