Heima er bezt - 01.05.1964, Side 8
HINRIK í MERKINESI:
í DJÚPAVOGI
egar þessi frásaga gerðist, vann ég við bátasmíði
í Ytri-Njarðvík. Mánudagsmorgunn einn, þeg-
ar ég kem til vinnu, segir Þorleifur Björnsson
frá Þórukoti við mig, að ég hefði átt að vera
kominn í Djúpavog í fyrrakvöld (þ.e.laugardagskvöld),
þá hefði ég getað skotið tófu. Spyr ég hann sem ýtar-
legast, hvaðan hún hafi komið, hvert farið og hvað
klukkan hafi verið. Leysir hann greiðlega úr þessu öllu,
sagði tófuna hafa komið norðan frá en haldið suður-
eftir og klukkan var hálf tólf.
Leið nú vikan og varð mér oft hugsað til dýrsins í
Djúpavogi. Laugardaginn næsta, þegar ég kom heim,
er mágur minn, Oddur Oddsson, staddur þar. Veður
var unaðslegt, norð-austan andvari, næturbirta hin
ákjósanlegasta, enda komið frarn í miðjan júní, og óljóst
hugboð sagði mér, að ekki væri ómögulegt að sú lág-
fætta gengi um sömu slóðir á svipuðum tíma, sem fyrra
laugardag. Þegar Oddur mágur býst til ferðar er klukk-
an orðin hálf ellefu, svo að ég snara mér í mosagrænan
samfesting, gríp byssuna mína (gömul belgisk byssa
nr. 12 með Máser læsingu), og nokkur skot, og segi við
Odd, að ég ætli að vera með honum inn í Ósabotna,
það hafi sést tófa í Djúpavogi, og mig fýsi að vita, hvort
hún gangi þar ekki um í nótt. Þegar Oddur hefur hleg-
ið rækilega að mér, segir hann mér ekki of gott að sitja
í bílnum, en spyr, hvort að ég haldi í alvöru að tófan
sé þar enn þá eftir heila viku. Nei, ekki bjóst ég við
því að hún hefði haldið kyrru fyrir þar allan tímann,
en það sé aldrei að vita nema hún gangi þar um á hverju
kvöldi, tófurnar séu stundum svo merkilega vanafast-
ar, og verði ég einskis var, sé engu spillt.
Þegar við erum komnir inn að svonefndri Hunangs-
hellu, bið ég hann að stanza, því að nú fari ég þvert
fyrir voginn, allt inn í Djúpavog. Kveðjumst við nú
með virktum og Oddur óskar mér hlæjandi góðrar
veiði, og hafði auðheyrilega litla trú á fyrirtækinu. Eg
geng nú sem leið liggur fram hjá Draugavogi og í
Seljavog, fyrir botn hans og fram hjá Hestaskjóli, yfir
að Djúpavogi miðjum. Inn undir botni vogarins eru
nokkur hross og þekkti ég þar rauðstjörnótt mertryppi
tvæveturt, sem ég átti.
Alla leiðina hafði ég hlustað eftir mófuglum, og haft
vakandi eftirtekt, en einskis ófriðar orðið var, allt var
í stakasta friði og spekt. Lambærnar voru til og frá
álengdar, lömbin ýmist lágu eða voru að leik tvö til
fimm saman. Æðurin kókti ýmist uppi á fjörustein-
unum eða lét sig berast nokkra faðma með fram strönd-
inni, og elti unga sína, sem tifuðu um og leituðu að
æti af mikilli ákefð. Ég leit á klukkuna, hún var tutt-
ugu mínútur yfir ellefu. Datt mér þá í hug að ganga
til hrossanna, bæði það, að lítið myndi bera á mér inn-
an um þau, og svo hitt, að mig langaði til að ná í
„Stjörnu“, en hún var röltstygg. Eftir litla stund hafði
ég náð henni, og á meðan ég er að klóra henni og kjassa
heyri ég ákaft ófriðarhljóð í spóa norðan við voginn.
Heyri ég að hljóðið færist nær. LTpp frá voginum að
sunnanverðu, er brött brekka, nokkuð há, og uppi á.
brún hennar klapparmúli, um fimmtán faðma langur,
sem er nokkuð hærri en aðalbrúnin. Að norðanverðu
er ávöl bunga, melur, með rofabörðum, en vogsdragið
gengur frekar langt inn, og endar við stóran hól, grasi
gróinn að mestu.
Horfi ég fast á bunguna að norðanverðu, og sé loks
eins og þokuhnoðra bærast til og frá, og kemur með
drjúgum hraða niður hlíðina. Hvað er nú til ráða? Ég
er á bersvæði hjá hrossunum, og ekki er að vita, hvort
hún fer þvert yfir voginn eða beygi fram með honum
og komi þá til móts við mig. En ég þarf ekki að vera
lengi í vafa, bráðlega er hún komin niður í vogsdragið
og byrjar strax að spinna sig upp suður hlíðina. Vega-
lengdin á milli okkar er yfir 100 faðmar, vindinn legg-
ur á mig, og ég er eins líkur jörðinni sem verða má. Eg
verð að reyna að hlaupa á ská fyrir hana og neyta þeirr-
ar einu aðstöðu sem ég hef, og vona að hún sjái mig
ekki.
Ég tek sprettinn upp snarbratta brekkuna, sé örlítið
lautardrag útundan mér, án þess að líta af dýrinu, og
nota það unz það þrýtur, og er aftur á bersvæði, en
leiðir okkar hafa mikið nálgast. Þá stanzar tófan, lítur
til baka og horfir yfir. Þessu hafði ég búizt við, og
stirðna bókstaflega lútandi áfram, með annan fótinn á
lofti, en þetta er ekki nema augnablik, þá heldur dýr-
ið áfram, og fer engu hraðara, svo að ég álykta að hún
hafi ekki séð mig. Dýrið hefur stefnu austast á ldappar-
múlann, en ég vestast. Verð ég nú ofsaspenntur, hvort
hún muni renna fram með hæðinni mín megin, eða fara
fyrir ofan múlann og verða í hvarfi. Fari svo, á ég sterk-
an leik, ef ég kemst nógu fljótt upp, en hlaupi hún mín
megin, hefi ég litla von, hún hlýtur að sjá mig, eða
heyra í mér. En þetta er minn dagur, því hún hverfur
handan við klapparmúlann. Ég er að niðurlotum kom-
Framhald á bls. 183.
176 Heima er bezt