Heima er bezt - 01.05.1964, Blaðsíða 13

Heima er bezt - 01.05.1964, Blaðsíða 13
ast, svo að ég get ekki nema að takmörkuðu leyti not- ið einu skemmtunar síðari ára — lesturs — hefi ég, til að eyða tímanum á andvökustundum, brotið heilann um þetta efni og leyfi mér nú — þrátt fyrir fáfræði mína — að bera fram nokkrar athugasemdir og spurningar, sem ég finn ekki svör við. Röksemd Snorra Jónssonar fyrir því að Jökulsá hafi gert Ásbyrgi er tjörnin: Ryrgisbotninn, sem hann telur myndaða af fossi. Dr. Sigurður er sömu skoðunar. Og hann færir einnig fleiri rök fyrir máli sínu. Ekki dettur mér í hug að neita því, að Byrgistjömin eða Byrgistjarnirnar — því að þær eru tvær — séu mynd- aðar af fossum. Tveir grunnir farvegir, er liggja frá Byrgisbrúninni og að Jökulsá norðan við Hljóðakletta, benda til þess að Jökla hafi um skeið runnið til Ás- byrgis og myndað tjarnirnar, ásamt mildu leysingar- vatni frá jöklinum, er hann tók að hörfa í lok Isaldar. En það mun hafa tekið langan tíma. En aðalrök dr. S. Þ. fyrir því að Jökulsá hafi frá því fyrsta og til tiltölulega skamms tíma fallið til Ásbyrgis og gert það, eru öskulögin þrjú frá Heklu, sem finnast í jarðveginum báðum megin Ásbyrgis og á Eyjunni, en ekki í Byrgisbotninum eða Ásbyrgisfarveginum. Þessi öskulög virðast sannfæra hann um, að Jökulsá hafi ekki farið að renna í sinn núverandi farveg og gera gljúfrin neðan við Ásbyrgisfarveginn fyrr en eftir að síðasta öskulagið féll fyrir um 2700 árum, og telur hann að Jökulsá hafi ekki skipt um farvegi fyrr en um það bil fyrir 2500 árum. Að vísu finnst honum ólíklegt, að Jökulsá hafi getað grafið hin gríðarmiklu 6 kílómetra löngu gljúfur frá Vestara-Landi og að Ásbyrgis-far- veginum á svo skömmum tíma — 2500 árum — því að hann segir orðrétt: „Ætla mætti að Jöklu hefði ekki veitt af nær öllum þeim tíma, sem liðinn er frá Isaldarlokum og þótt lengra væri, til að grafa það gljúfur, og ætti þá að hafa yfir- gefið Ásbyrgi fyrir að minnsta kosti 10.000 árum. Þetta Jökulsárgljúfur. Frá Ásbyrgi. myndi ég hafa fyrir satt, ef ekki væru öskulögin ljósu, sem hafa aðra sögu að segja.“ Eg ætla mér ekki þá dul að slá neinu föstu um feril Jöklu eða öskulögin þrjú. En mér finnst að hægt væri að hugsa sér lausn á gátunni um þau, sem — ef rétt reyndist — staðfesti það álit dr. S. Þ., að Jökulsá hefði þurft 10.000 ár eða meira til að grafa hið langa og mikla áðurnefnda gljúfur norðan við Ásbyrgis-farveginn. Ef til vill eru það elliórar mínir. En ég vil þó leyfa mér að láta í Ijós skoðun mína, en hún er þessi: Jökulsá hefur frá upphafi vega sinna runnið eftir þeim farvegi, sem hún fellur eftir í dag, og hefur þeg- ar byrjað að grafa sín 6 kílómetra löngu gljúfur. En hún er ekki við eina fjölina felld. Breytingarnar á vatnsmagni hennar eru afar miklar. Vatnsrennslið úr Jökulsá í Ásbyrgi hefur verið tímabundið. Þegar hita- bylgjur ganga yfir landið, færist Jökla mjög í aukana. Og meðan hún hafði ekki náð að gera gljúfrið fram að Ásbyrgis-farveginum, hefur farvegurinn, sem vatnið rann eftir þangað, ekki lengur rúmað hið mikla leys- ingavatn frá jöklunum, svo það hefur flætt yfir bakk- ana og fallið til Ásbyrgis, allt þar til Jölda hefði náð að brjóta gljúfrið að farvegunum, sem þangað liggja. Þótt ekki sé víst að hinir miklu leysingavextir í Jök- ulsá hafi getað hreinsað alveg öskulögin úr Ásbyrgis- farvegunum og Byrginu, tel ég að Jöklu hafi ekki — þrátt fyrir það — þurft að verða skotaskuld úr að bæta um verk sitt og hreinsa öskuna úr hvort tveggja að fii11ii. Svo sem vitað er hafa komið mörg geysimikil jökul- hlaup — vatnsflóð í Jöklu, sem orðið hafa vegna elda í jöklunum, eða að vatn í stórum geymum þar hefur brotizt fram. Vil ég benda hér á nokkrar staðreyndir um stórflóð í Jökulsá á 17. og 18. öld. I Árbók Ferðafél. íslands 1941 er snjöll og skemmti- leg ritgerð eftir Árna Óla' blaðamann. Er það saga og lýsing fóstra okkar Árna — frænda — Kelduhverfis. í Heima er bezt 181

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.