Heima er bezt - 01.05.1964, Side 23

Heima er bezt - 01.05.1964, Side 23
Kirkjufell. geta jafnvel sjálfir sýnt glannaskap og ógætni. En þessi óhappasaga er þannig: Aður en brúin kom yfir fjörðinn lá bílfær vegur í kringum hann. í sjálfan fjarðarbotninn féll á. Hún var ekki vatnsmikil og sjaldan ófær af þeim sökum, en um flæði féll sjórinn alllangt upp í ána, svo að áreyrarnar fóru í kaf og fór þá sjórinn langt upp fyrir vaðið á ánni. Þetta þótti farartálmi og tefldu menn oft á tæp- asta vað, er sjór féll í ána, og drápu þá jafnvel á bíln- um og varð bíllinn þá að sitja þar yfir flóðið. F.n til þess að vaðið yrði lengur fært, þótt sjór væri fallinn upp í árósinn, var lögð eins konar vatnsbrú í vaðið úr grjóti, sem sjórinn skolaði ekki í burtu, og ef bílhnn þræddi þessa vatnsbrú, þá gat hann sloppið yfir, þótt beggja vegna við væri of djúpt. Eitt sinn var ég þarna á ferð í mínum nýja jeppabíl. Með mér var ágætur maður, sem líka var bílstjóri. Nafn hans segi ég ekki, því að þetta er engin frægðarsaga. Við vorum tæpir á fjörunni og var sjór fallinn yfir all- ar áreyrar, er við komum að fjarðarbotninum. Veður var gott, en nokkuð frost. Við héldum hiklaust út í og allt gekk vel, þar til við komum að árósnum, þar sem brúin lá yfir í botni árinnar. Voru þá aðeins 5—10 mtr. á þurrt land. Og út í var haldið, en vitanlega lentum við utan við „brúna“ og bíllinn drap samstundis á sér. Var þá sjórinn þarna vel í mitti og þóttumst við sleppa vel, að geta öslað til lands. Rek ég þessa sögu ekki lengur, en söguna segi ég ekki mér til frægðar, heldur til þess að þeir, sem þetta lesa verði ef til vill ekki eins ógætnir. Til þess eru vítin að varast þau. (Framhald.) Nú líður að þeim tíma, er hinn hlýi vorþeyr strýkur sinni mjúku, hlýju hönd yfir byggðir íslands, gróður- lendi, dali, fjöll og jökla. Nokkrir lesendur þessa þátt- ar hafa beðið um ljóðið Blómabæn. Höfundur þessa fagra Ijóðs er Jakob V. Hafstein, og hann hefur líka sungið ljóðið á hljómplötu. Mér finnst þetta ljúfa ljóð hæfa vel vorblænum og hinum hlýja fjallaþey. Fram á heiðardalnum brosir eyrarrósin rjóð, réttir blöð mót sólunni og kyssir hennar glóð, fífusundin blikandi og blágresið í hlíð, blóðbergið á melunum og lambagrösin fríð, og sumar sóley, svo sæl og glöð, og fjallafífill, með hin fögru blöð — þið eigið landið með lyng í mó, og ljósar nætur og birkiskóg. Vefjið dali, fjöll og engi fögrum litakrans, fegrið sérhvern blett, með gróðri, okkar kæra lands, nóg er enn af berangri, sem blómum skrýða má, brunasár í hlíðunum og holtin víð og grá. Þið klæðið landið ó ljúfu blóm, þið breytið blænum í blíðan róm, þið grænu hlíðar og grónu tún, og gullinn víðir í fjallabrún. Gróðursettu, ungi vinur, grenikvist í hlíð, gættu vel að blómunum, er skreyta löndin fríð, ilmurinn úr moldinni er áfengur sem vín, ævintýrin rætast, þegar blessuð sólin skín, er blómin brosa, og birkið hlær, og ljósið leiftrar og laufið grær. Þá sérð þú ávöxt, því iðin hönd gaf ungu blómi ný gróðrarlönd. Heima er bezt 191

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.