Heima er bezt - 01.05.1964, Blaðsíða 25
Framhaldssaga eftir Kristján Jóhannsson
FIMMTI HLUTI
Dagurinn mikli í lífi stúdenta — 17. júní, var runn-
inn upp. Hann bauð faðni sinn, þrunginn sólskini og
ilmvatni. Osköp þótti nýútskrifuðu stúdentunum gam-
an að lifa. Þeir litu sigri hrósandi á stafla slitinna náms-
bóka og nutu þeirrar hugsunar að þurfa nú ekki leng-
ur að muna, heldur mega gleyma — gleyma. Óskap-
lega ætluðu allir að vera fljótir að gleyma — og strax
þegar stúdentarnir gengu í fylkingu upp á íþróttavöll-
inn, voru fræðin tekin að hrapa í djúp dulvitundarinn-
ar. Og skólasystkinin sátu og horfðu á íþróttamenn-
ina, og það voru blóm á hverjum barmi — og það sem
var enn betra — það glóðu gullhringar á höndum þeirra,
sem bundizt höfðu heitorði á þessum góða degi. Og
svo kæmi kveldið og nóttin, þegar dansinn yrði stig-
inn.
Þórir vaknaði snemma morguns. Hann fylgdist með
dagskomunni og sá, að netjuskýin dreifðust eftir því
sem sólskin steig hærra á loft. Hann fann greinilega
ilminn af trjánum, sem barst með svalanum inn um
gluggann. Öðru hvoru ók bifreið fram hjá sjúkrahús-
inu með daufum þyt, eftir volgu malbikinu — og er
leið fram á morguninn heyrðust köll barna, sem áttu
leið yfir hæðina. Kannski voru þau á leið út í mjólkur-
búð fyrir mömmu, eða höfðu þau vaknað svona snemma
af einskærri tilhlökkun — ekki ráðið við sig og drifið
sig á fætur til að skoppa um úti — og hlaupa.
Þórir bylti sér. Það var ekki gott að hugsa um börn-
in — hlaupandi um — kannski með bolta.
Sjúldingarnir vöknuðu. Einn af öðrum geispaði og
neri handleggina. Einn brá sér fram á, seildist eftir
hækjum og hoppaði með hjálp þeirra út úr stofunni.
Hann var með gips upp að nára á öðrum fæti. Þórir
horfði á eftir manninum. Þannig myndi hann hoppa
um í framtíðinni — ef vel gengi.
Borgin vaknaði smám saman. Flugvél hóf sig á loft
og fór með þungum gný skammt ofar húsþökunum,
sveigði síðan í vestur í átt til Ameríku. Straumur bif-
reiðanna eftir strætinu varð þyngri og þyngri. Fólk
gekk eftir stígnum með fram sjúkrahúsinu. Þórir hlust-
aði á fótatakið. Hann heyrði, hvort fólkið var gamalt
eða ungt. Sérstaka athygli hans vakti létt og frísklegt
fótatak — þar var ung stúlka á ferð, lífsglöð og ákveð-
in, ef dæma mátti eftir hljóðinu þegar hælarnir smullu
á gangstéttina. Þessi stúlka myndi sjálfsagt dansa í nótt
og ekki verða meint af erfiðinu. Ósjálfrátt fór Þórir að
leiða getum að útliti hennar. Hún væri há og grönn,
með blá augu — ákaflega hýr og björt. Hún væri með
dökkt hár — dálítið óstýrilátt. Hann hitti hana seinna
í dag. Nei — ekki hugsa um Elínu.--------
Vinur hans kom eftir hádegið og ók honum niður á
Austurvöll. Þar var mikið um að vera. Fjöldi fólks
hlustaði þögull á ræðu forsætisráðherrans. Það var
óþægilegt málmhljóð í hátalaranum. Þórir bað vin sinn
að aka sér nær staðnum, þar sem stúdentarnir fylktu
liði fyrir skrúðgönguna. Þarna voru þau bekkjarsyst-
kinin hans. Þau voru dálítið hátíðleg — sum feimin, því
að vinir og aðstandendur voru að horfa á þau. En þau
voru auðsæilega mjög glöð og brosin voru mjög auð-
vakin — þau liðu yfir andlit þeirra eins og sólskin yfir
engi á vordegi.
Og fylkingin seig af stað við undirleik lúðranna.
Þarna var Elín. Hún var föl og eins og skuggi yfir and-
litinu, en hún brosti við foreldrum sínum. Hún gekk
við hlið Felix skálds, sem hún hafði hjálpað af móður-
legri hlýju í gegnum hin erfiðu próf. Hann var dálítið
kostulegur ásýndum — hafði með naumindum getað
hamið svartan hárlubbann undir húfunni. Prófin höfðu
augsýnilega tekið mjög á hann, og fötin vildu alls ekki
samþýðast horuðum líkamanum. Þau hólkuðust utan á
honum.
Hljómsveitin lék fjörugan marz, og fólkið fjarlægð-
Heima er bezt 193