Heima er bezt - 01.05.1964, Blaðsíða 9
BRÉF
frá Birni J ónssyni, ritstjóra Noráanfara
til Sveins Sveinssonar, Iireppstjóra á Hraunum.
Kristmundur Bjarnason bjó til prentunar.
(Niðurlag)
4. BRF.F.
Akureyri, 4 .júní 1852.
Heiðraði elskulegi vin!
Alltaf er að fjarlægjast millum okkar, fyrst hvað þá
persónulegu nálægð snertir, og svo eru bréfafundirnir
orðnir svo sjaldgæfir, að ég get ekki sagt með vissu,
hver okkar hefur til skuldar að reikna hjá öðrum. En
hvað um það, þá er að segja yður frá erindum við yður
núna, sem er að biðja yður stórrar bónar, og hún er
þessi, að innheimta skuld frá Guðjóni Jónssyni, sem var
á Syðstabæ og nú er sagður hjá yður eða á Hrúthúsum.
Skuldarinnar upphæð er 6 rd. 63 sk., sem Daníelsens
verzlun á hjá honum og sem Guðjón þá og þá hefur
sagzt ætla að borga, en aldrei enn sem komið er, orðið
af.* — Já, ég bið yður innilega fyrir að ná núna skuld
þessari hjá Guðjóni og ráðstafa andvirði hennar inn í
reikning Daníelsens hjá herra kaupmanni Hansen, sem
nú ætlar á morgun vestureftir til ykkar með timbur etc.
Fréttir eru engar héðan merkilegar. Við eigum von
á prentsmiðjuáhöldunum með einu af Guðmanns skip-
um, sem hingað er daglega von. Konungur hefur gefið
leyfi til, að prentsmiðjan megi stofnast og vinna að
prentun þeirri, sem ekki gengur í bága við einkarétt-
indi prentsmiðjunnar syðra. Ennþá er prentarinn ófeng-
inn, því Einar prentari Þórðarson vildi ekki í vetur gefa
sig falan hingað, því hann ekki fékk sjálfur að eiga
prentsmiðjuna og lána féð, sem þegar er gefið til henn-
ar. —
Lítið fréttist um, hvað þeim nöfnum Jónunum hef-
ur orðið ágengt utanlands í vetur. Þó mun það næst,
* Hér er sennil. átt við Guðjón trésraið og skáld. Daníel-
sens v.: Verzlun Þorsteins Daníelssonar á Skipalóni, er Björn
var fyrir. — K. B.
að stjórnskipunarmálið verði lagt enn að nýju undir
nýtt þing í landinu. Verzlunarmáhð á enn að byrja
nýja pílagrímsgöngu, fyrir Ríkisdaginn, svo það er svo
sem ekki fullrætt, og ekki fullséð, hverja endalykt það
fær.
Landi okkar, fyrrum landfógeti Christjánsen* er kom-
inn inn í íslenzku skrifstofuna og líldegastur til að verða
þar contoirchef, þegar lengra líður. Oddgeir Stephen-
sen seztur í sæti Brynjólfs** heitins og orðinn líka júst-
itsráð. Vilhjálmur Finsen orðinn landfógeti vor ....
Ennþá fáum við að behalda greifa Trampe, og er það
borið fyrir, að ekld sé annan duglegri að fá hingað að
sinni. Eftir sem nú eru horfur á, er líklegast, að stjóm-
in muni einvöld hér sem í Slésvík og á Holsetalandi.
Fyrirgefið flaustrið. Heilsið alúðlegast frá mér yðar
góðu konu ásamt þeim af kunningjunum gömlu þarna
ytra, og sér í lagi föður yðar, er kveðju minni vilja
taka.
Yðar sltuldb. elsk. vinur og heiðrari
B. Jónsson.
5. BRÉF.
Akureyri, 20. ágúst 1853.
Mikilsvirti elskaði vin!
Ég man ekki, hvað langt er nú síðan, að ég meðtók
yðar heiðraða, góða bréf til mín og heldur ekki, hve-
nær það var dagsett, því ég get ekki sem stendur náð
til þess, en þar sem ég hef nú meðtekið það, þá þakka
* Kristján Kristjánsson, síðast amtmaður nyrðra. Varð að
láta af landfógetastörfum eftir Peratið svonefnda. — K. B.
** Brynjólfur Pétursson, skrifstofustjóri.
Heima er bezt 177