Heima er bezt - 01.05.1964, Blaðsíða 22

Heima er bezt - 01.05.1964, Blaðsíða 22
A Hellissandi. Um Þrælaskriðuna í Búlandshöfða er þessi saga í Eyr- byggju: Þeir bændurnir Þorbjörn digri á Fróðá og Þórarinn í Mávahlíð urðu ósáttir út af hestum frá Fróðá, er týnzt höfðu, en illar tungur töldu að Þórarinn í Mávahlíð hefði stolið. Út af þessum illmælum börðust þeir Þor- björn og Þórarinn í túninu í Mávahlíð. A vist með Þórarni var skozkur maður, er Nagli hét. Auk þess er getið í sögunni tveggja þræla Þórarins, er voru að smala inn undir Flöfðanum. Nagla brá svo við, er í bardagann kom, að hann missti kjarkinn og hálftrylltist og hljóp til fjalla á leið inn undir Búlandshöfða. Þar rakst hann á þrælana, og sagði þeim að húsbóndi þeirra væri áreiðanlega fallinn, og þá trylltust þeir líka af hræðslu. Bardaginn var harður, en stóð stutt. Er honum var lokið, tóku þeir Þórarinn og hans menn hesta Þorbjarnar, er hann og sumir hans manna voru fallnir, en hinir flúnir, og þeystu á þeirn heim í Mávahlíð. Sjá þeir þá, að Nagli hleypur sem óður væri inn undir Höfðann ásamt þrælunum. Er Nagli og þeir þrælarnir komu þar í Höfðann, sem nú heita Þrælaskriður, var Nagli nær sprunginn af mæði, og fengu þeir tekið hann þar, en þrælarnir hlupu þar fram af og týndust báðir „sem von var“, segir í Eyr- byggju. „Því að Höfðinn er svo hár, að allt hefur bana, það er þar fer ofan“. Ef við hefðum nú ekið frá Hellissandi um nýju leið- ina undir Ólafsvíkurenni í gegnum kauptúnið Ólafs- vík og þaðan eins og leið liggur fram hjá Fróðá og um Mávahlíð og inn fyrir Búlandshöfða, þá birtist okkur fögur útsýn. Fyrst myndum við veita athygli hinu sér- kennilega Kirkjufelli, sem Danir kölluðu „Sukkertopp- en“. Er danska nafnið vissulega réttnefni, séð frá þeirra sjónarmiði, og skilja það allir, sem muna eftir toppa- sykrinum, sem inn var fluttur fyrir þremur til fjórum áratugum. Kirkjufellið finnst mér einn sérkennilegasti og fegursti fjallstindur á íslandi. Fellið rís þarna upp úr láglendi án nokkurra tengsla við aðalfjallgarðinn, eins og hátíðlegur kirkjuturn, sem bendir til himins. Ef ekið er áfram þjóðveginn inn fyrir Grundarfjörð og kringum Kolgrafarfjörð, er ekið um söguríka byggð, eins og í Fróðárhreppi, þar sem næstum hver þúfa, holt og hlíðarslakki eru sögulega merkir staðir. Framan undir Fyrarfjalh er t. d. Eyri, þar sem Stein- þór bjó, en sögur segja hann vopnfimasta mann á Sögu- öldinni, næstan Gunnari á Hlíðarenda. Enn komum við að einum firðinum, sem skerst nokk- uð langt inn, mjór og langur. Er það Hraunsfjörður. Þar sem fjörðurinn er mjóstur heitir Mjósyndi. Þar hef- ur verið gerð brú yfir fjörðinn. Er brúin sjálf ekki löng, en mikil uppfylling beggja megin bríiarinnar. Mun þetta vera fyrsta og eina fjarðarbrúin á Islandi. Brúin styttir leiðina mjög. Innan við brúna er langur fjörð- ur og falla í hann smáár og fjallalækir. Líklega verður í framtíðinni starfrækt þarna fiskiræktarstöð. Uppeldis- stöð fyrir lax og silung. Ég hafði þá ánægju að vera viðstaddur þessa brúar- vígslu. Þarna hafði verið framkvæmd merkileg nýjung í vegamálum. Mér varð hugsað til þess, hve oft ég hafði farið þennan langa krók í kringum fjörðinn og mænt löngunaraugum yfir Mjósyndi. Og einu sinni henti mig óhapp inni í fjarðarbotninum, sem ég hálfskammast mín fyrir að segja frá og ætla þó að láta það flakka. En þessi saga mín sannar það, að sumir þeir, sem eru var- kárir og hafa ráð undir hverju rifi, þegar þeir eru að leggja unglingum og sér yngri mönnum lífsreglurnar, Ólafsvik. 190 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.