Heima er bezt - 01.06.1964, Síða 4
Þorsteinn Matthíasson:
Guðjón Hall grímsson
bóndi aé Mardarnúpi í Vatnsdal A.-Húnavatnssýslu
■y
BÓNDINN, sera kleif Heklutind með brezka lávarðsdóttur við hlið $
sér, svo hún mætti þaðan líta fegurð Islands, ®
— sem heyrir kliðmjúkan óm frá ljóði Jónasar Hallgríms- "ý
sonar, þegar hann reikar einn um afréttalönd Amar- ý5
vatnsheiðar, #
— sem, þrátt fyrir langan og erfiðan vinnudag, litur <js
björtum augum til framtíðarinnar og hefur óbilandi
trú á guðlega forsjón.
M'argir mæla, að Þing og Ásar séu meðal feg-
urstu byggða á Norðurlandi, þeirra er að
þjóðbraut liggja. Það gleður auga náttúru-
skoðarans, að líta frá Vatnsdalshólum um
grösug engi, sem silfurband árinnar vefur mjúkum lín-
um, sjá geislablik rísandi eða hnígandi sólar í tæru auga
Hóps og Húnavatns. Eygja í fjarska víðáttu norður-
hafsins og brúnir bergrisanna, sem brjóta ölduna og
gefa smásævinu griðland við mjúkan sand Þingeyra. —
En að baki hólanna, þar sem vegfarandinn ekld sér, býr
þó að margra dómi ekki minni fegurð, þar liggur Vatns-
dalur, sem skráðar sagnir telja einn fegursta fjalldal á
íslandi. Og hér er ég svo kominn á drottins degi, seinni
hluta febrúarmánaðar, í slíkri veðurblíðu, að gróðurnál
má sjá í túni og búsmali leikur sér í haga eins og um
vor væri.
Marðarnúpur, býli Guðjóns bónda Hallgrímssonar,
stendur í dalnum austanverðum, framarlega nokkuð,
vestan undir bröttu fjalli og ber hátt.
Ég er hér kominn þeirra erinda, að biðja Guðjón
bónda að leyfa mér að skyggnast inn á sögusvið langr-
ar og starfsamrar ævi og bregða þaðan upp nokkrum
svipmyndum.
En blessaður vertu, ég hef ekkert að segja. Hvað
heldur þú að svona bóndakarl geti sagt. Annars er þetta
velkomið góði.
Ég er fæddur að Snæringsstöðum í Svínadal 17. nóv.
1890. Faðir minn, Hallgrímur Hallgrímsson, bjó þar í
40 ár. Þeir voru systkinasynir hann og Björn Eysteins-
son í Grímstungu. Móðir mín var Sigurlaug Guðlaugs-
dóttir frá Sölvabakka. Amma mín, móðir föður míns,
var Margrét frá Holti, systir Guðmundar Magnússon-
ar prófessors. Hallgrímur afi minn, var óreglumaður, en
amma mín var ágætiskona. Hann flutti vestur um haf
um aldamótin síðustu, en þangað höfðu nokkur barna
hans farið og setzt að. Eitt það átakanlegasta, sem ég
man frá æsku minni er, þegar þrjár dætur ömmu minn-
ar, Ragnheiður, Ingiríður og Margrét, sem allar fóru
til Ameríku, komu til að kveðja. Það var gömlu kon-
unni erfið stund. Hún dvaldi síðan hjá föður mínum
lengi —■ var komin til hans jarðskjálftaárið 1896 og var
hjá honum til dauðadags.
Faðir minn var um sex ára skeið vinnumaður hjá séra
Eiríki Briem, sem þá var prestur í Steinnesi, af honum
lærði hann margt, því að Steinnesheimilið var talið eitt-
hvert mesta myndarheimili sinnar tíðar. Séra Eirík-
ur hélt búreikninga og fylgdist því nákvæmlega með
rekstri búsins, t. d. sagði hann að meðalull væri 2 pund
87 kvint af kind. Síðar, þegar hann hafði sótt um kenn-
arastöðu við prestaskólann í Reykjavík og þurfti þeirra
hluta vegna að fara til námsdvalar í Englandi, lagði hann
áherzlu á það við föður minn, að hann skrifaði hjá sér,
ef einhverjar nytjar yrðu af gripum, sem kynnu að mis-
farast. Enda þótt þessi ferð séra Eiríks yrði nokkuð dýr,
þá mun sá kostnaður ekki hafa þrengt mjög kosti hans,
því að hann græddi stórmikið á hverju ári. Ég segi frá
þessu í sambandi við það, hvað heimilin geta mótað
fólkið mikið. Hjá foreldrum mínum var alltaf vitnað
til séra Eiríks Briem og heimilisháttanna þar.
Faðir minn keypti Snæringsstaði í Svínadal með tveim
kúgildum, fyrir rúmar 3000 krónur. Hann mun hafa
verið fremur eignalítill þá, en fengið lán eða aðstoð við
lánsútvegun hjá séra Eiríki. En einu eða tveim árum
eftir að hann er fluttur að Snæringsstöðum kemur fjár-
kaupmaðm- að hausti til. Verðið, sem hann býður er 16
krónur fyrir sauði og geldar ær. Þá seldi faðir minn svo
margt af fé sínu, að hann gat borgað jörðina að mestu.
Af því sem eftir stóð þurfti hann að greiða 54 kr. ár-
lega í afborgun og vexti. Eftir að þessari skuld lauk,
held ég mér sé óhætt að segja, að hann hafi ekki þurft
að borga mikla skuldavexti.
Þegar hann svo flytur frá Snæringsstöðum og kaupir
208 Heima er bezt