Heima er bezt - 01.06.1964, Side 5

Heima er bezt - 01.06.1964, Side 5
Hvamm í Vatnsdal, þá er verð þeirrar jarðar kr.7000.00. Henni fylgdu fjögur kúgildi. Helming andvirðisins varð hann að greiða út. Til þess að geta staðið skil á eftirstöðvunum, varð hann enn að draga saman búið og selja fé. Fjárkaup- maðurinn, sem hann skipti við í þetta sinn, hét Sigur- jón og var frá Óslandi í Skagafirði. Verðið var þá 7 kr. fyrir lambið. Föður mínum vegnaði vel í Hvammi, sem sjá má af því, að hann lauk fyrr en til stóð við greiðslu á and- virði jarðarinnar, og byrjar árið 1911 að byggja stærsta og fullkomnasta íbúðarhús sveitarinnar. Var talið að húsið fullklárað mundi kosta 8—9 þúsund krónur. Þá var nú erfið aðstaða til aðflutninga, þar sem sækja varð bæði timbur og sement til Blönduóss og reiða allt á klökkum fram í Hvamm. — Þetta voru Ijótu ferðalög- in. Einu sinni man ég eftir því, að við fórum með 20 hesta, þá var verið að flytja máttarviðina í húsið. Verst af öllu var þó að koma sementinu, það var allt í pok- um, sem vigtuðu 170 pund og þurfti að skipta, svo að hæfilegt væri á hestunum. Hjá föður minum var ég þangað til ég fór í Bænda- skólann á Hólum. Það var nú slcrítin kennsla þar, og get ég ekki sagt að ég lærði mikið miðað við það sem nú mun vera. Mér er minnisstæð ferð, sem ég fór með Sigurði búnaðarmálastjóra, en hann var þá skólastjóri á Hólum. Þar var þá enginn sími, en símstöðin var á Skriðulandi. Þá var það einhvern tíma, að hann vill endilega fá mig þangað með sér og sagðist geta kennt mér margt á leiðinni. Meðal annars sagði hann mér þá, að hann hefði jafnan haft það svo í sínu lífi, að væri hann á ferð með presti, þá yrði aðalumræðuefnið guð- fræði, væri maðurinn löglærður, þá lögfræði og þannig koll af kolli. Á þessu kvaðst hann hafa lært mikið. Aðal- gagn mitt af verunni á Hólaskóla var það, að mér óx áhugi fyrir ræktun og framförum í landbúnaði. Veran þar mun hafa kostað mig eitthvað um 200 kr. Hér tel ég þó milclu betur farið en heima setið, því að „Heimskt er heima alið barn“, og þó ekki sé arVnað Marðarnúpur. Guðjón Hallgrímsson. en ferðast um, þá eykur það þekkingu og víðsýni. Ég tel mig hafa grætt mikið á ferðalögum mínum víða um landið. — Þetta er á við skólagöngu. Það er stórhættu- legt, þegar börn alast upp án þess að fara neitt að heiman og sjá sig um. Hjá föður mínum vann ég í 8 ár og hafði 140 kr. í árskaup. En þegar ég kvæntist, átti ég 100 kindur, 8 hross og 1000 krónur í peningum. Þá hafði ég verið einn vetrartíma á námskeiði í Reykjavík, var það hald- ið fyrir eftirlitsmenn nautgriparæktar og fóðurbirgða- félaga. Ég taldi mér mikinn ávinning að námskeiði þessu, þó ekki væri nema til þess að komast í snertingu við jafn ágætan mann sem Magnús Einarsson dýralækni. Ég hef ávallt talið það minn gróða, að fara út af heim- ilinu og hitta fólk. Þann 19. júní 1916 kvæntist ég. Konan mín er Ingi- björg Rósa ívarsdóttir, alin upp hér í dalnum. Við er- um því bæði Húnvetningar og höfum dvalið allan okk- ar starfsaldur í Vatnsdal. Árið eftir giftinguna byrjuð- um við að búa. Þetta gekk svona sæmilega, bústofninn heldur jókst, og svo þegar faðir minn féll frá árið 1927, keypti ég hálfa jörðina, en það, að ég fékk hana ekki nema hálfa, varð til þess, að árið 1930 réðist ég í að ltaupa Marðarnúp fyrir 17300 krónur. Menn tmdruð- Heima er bezt 209

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.