Heima er bezt - 01.06.1964, Page 6

Heima er bezt - 01.06.1964, Page 6
Aftari röð frá vinstri: Ingibjörg, Eggert, Guðjón, Rósa og Þórhildur. Fremri röð frá vinstri: Hallgrimur, Sigurlaug, Steingrim- og Auðun. — Myndin er tekin árið 1951. ust mjög þessa ráðabreytni mína, því að Marðarnúpur var miklu lakari jörð en Hvammur. Margir sögðu, að ég mundi aldrei ráða við þetta, og að það mundi verða mér til ófarnaðar. En mér fannst sem einhver hulin hönd væri hér að verki og benti mér að gera þetta. Mér fannst ég alls ekki einráður í þessu efni. Ég hef í ýms- um öðrum tilfellum haft þessa sömu tilfinningu, að yfir mér væri vakað. Um þetta get ég nefnt þér tvö dæmi. Arið 1912 átti faðir minn hross í vöktun uppi í Litla- Dal hjá hreppstjóranum, sem þá var Jónas Bjarnason. Þetta var seint í nóvember. Ég fór stytztu leið þvert yfir fjallið. Dimmviðri var og sá lítt til leiðar, enda fór svo, að ég steyptist fram af brúnum Svínadalsfjalls og hrapaði allt niður á láglendi, hefði þetta ferðalag eflaust dugað mörgum til aldurtila, en mig sakaði hvergi. Oðru sinni var ég inni á Stórasandi í glórulausri hríð. Þakka ég það alls ekki ratvísi minni, að ég þá komst heill til byggða. Þegar ég flutti að Marðamúpi höfðum við hjónin eignazt 7 börn. Ég vildi því umfram allt vera einn og öðram óháður með fjölskyldu mína og heimilisháttu, en það getur maður aldrei í fjölbýli, enda þótt sam- komulagið sé gott. A Marðarnúpi voru möguleikar til vatnsvirkjunar, en ég hef alltaf þráð að hafa rafmagn. Þegar ég hafði gjört þessi jarðarkaup, voru skuldir mínar ekki meir en það, að ég taldi mér vel viðráðan- legar að öllu óbreyttu. En þá kom þetta ógurlega verð- hrun. Til dæmis fóru lömbin úr 25 krónum niður í 8 krónur. Þetta stóð því ákaflega illa fyrir mér, vegna þess líka, að ég vildi ekki selja eignarhlut minn í Hvammi, ef vera kynni að hann kæmi síðar að notum einhverju barna minna. Alltaf tókst mér þó að standa í skilum með mínar skuldbindingar. Ég fékk kreppu- lán, án þess þó að fá nokkrar eftirgjafir, en svo lenti ég í ábyrgðum, sem féllu á mig, en þó merkilegt megi virðast, þá hafði ég aldrei skaða af því, þótt á mig félli ábyrgð. Skal ég nefna þér dæmi því til sönnunar. Einu sinni kom til mín maður á engjarnar og bað mig að skrifa á víxil fyrir sig. Það var nú engin stór upphæð. Ég gerði þetta, en sunnudaginn næstan á eftir frétti ég að maðurinn hefði gefið sig upp sem gjald- þrota. Nú — einhvern veginn varð ég að ná þessu upp, minn fjárhagur þoldi ekki stórfellt tap. Um haustið voru seld á uppboði hross, sem maður þessi átti. Þá keypti ég 8 eða 10 þeirra og á þeim varð það mikill hagnaður að meiru nam en tapinu. — Annar maður, sem ég gekk í ábyrgð fyrir og lét hana falla á mig, varð mér reiður í nokkur ár, vegna þess að ég skammaði hann fyrir til- tækið. Seinna sagði ég við hann, að við skyldum taka upp betri kunningsskap, „eða getur þú ekki selt mér neitt?“ Jú, hann gat selt mér kvígu, og hana fékk ég á 150 kr. Þetta varð afbragðs kýr, svo að hér fékk ég líka allt tapið uppborið. — Já — þetta voru erfið ár. Þó ég hefði 400 fjár og 5 kýr, þá voru tekjurnar af búinu ekki nema kr. 4000.00. Af þeirri upphæð mátti ég láta 1700 krónur í afborgun og vexti af lánum, svo það var ekki 210 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.