Heima er bezt - 01.06.1964, Page 9

Heima er bezt - 01.06.1964, Page 9
ekki tíma til að lesa. — Hugsa og lesa. — Bara þræla. Það er engin framtíð fyrir íslenzka bændastétt. Pen- ingagræðgin er of mikið sett á oddinn. Vinnugleðin, starfslöngunin verður að striti. Fjáraflasjónarmiðið of fast bundið. Landbúnaðurinn er í deiglunni. Ég held að íslenzki bóndinn hafi aldrei verið fáfróðari én í dag, miðað við þær aðstæður, sem hann þarf að samhæfast eftir þá bylt- ingu, sem orðið hefur á síðustu 20 árum. Ég tala stundum við sveitunga mína um Bjart í Sum- arhúsum. Það er nú sögupersóna, sem ég held upp á. Sjálfstætt fólk er í mínum augum eitthvert mesta lista- verk, sem ég hefi kynnzt af skáldverki til. Eins og ég hef áður sagt, keypti faðir minn Hvamm í Vatnsdal árið 1903 af Benedikt Blöndal. Benedikt áskyldi sér að vera á jörðinni til fardaga. Það kom því oft fyrir að hann bankaði upp á hjá mér, blessaður karlinn, sérstaldega, ef póstur var nýkominn og las ég þá stundum fyrir hann. Benedikt var virtur og mildls ráðandi maður og þurfti ekki að lúta í lægra haldi fyrir neinum. Þetta fyrsta vor mitt í dalnum er eitt það dá- samlegasta, sem ég nokkru sinni hef lifað. Yndisleiki náttúrunnar og gleðistundirnar með Benedikt. Það var mikill misskilningur hjá honum, að hann skyldi ekki áskilja sér rétt til að vera í Hvammi sín æviár. Ég hygg, að hann hafi aldrei fundið sig heima á Komsá. Þessi gáfaði og skemmtilegi maður var þar einangraður og hafði minni samskipti við fólk. Björn á Marðarnúpi og Þorbjörg kona hans voru mikil sæmdarhjón. Um Björn sagði Benedikt Blöndal, að hann væri eini bóndinn í sveitinni, sem hann gæti tekið ofan fyrir. Þrifnaði og myndarskap þeirra hjóna var viðbrugðið, og enda þótt þau væra alla tíð leigu- liðar á amtsjörð, þá voru hvergi í Ashreppi unnar meiri jarðabætur en á Marðarnúpi. Já, það era breyttir tím- ar nú frá því sem þá var. Hin merka kona, Ingibjörg á Torfalæk, dóttír, Björns, sagði mér frá því, þegar faðir hennar stundaði heyskap á svokölluðum Dýjaflám í sel- inu austan við fjallið, og reiddi heim eldiviðinn á laug- ardögum. Nú heyjar maður allt á ræktuðu landi, og áin malar ljós og yl í bæinn. Sem dæmi um hinn framúrskarandi þrifnað Björns á Marðarnúpi má nefna það, að meðan slátrað var heima og kjötið flutt á hestum í kaupstaðinn, var það ætíð bezt frá honum. Hann vætti pokana, sem hann hafði utan um skrokkana, svo þar sást aldrei hár á, hvað þá heldur óhreinindi. Þorbjörg, kona Björns, var mikil hetjukona og skarp- gáfuð. Hún var lengi ljósmóðir í sveitinni. Þegar Björn á Marðarnúpi féll frá, þá talaði Bjöm á Komsá yfir líkbörum hans, en það vissi ég hann aldrei gera fyrr né síðar. Sýnir þetta eitt út af fyrir sig hverr- ar virðingar Marðarnúpsbóndinn naut. Jónas, sonur Björns á Marðarnúpi, og Kristín kona hans voru bræðrabörn. Þau voru mjög mætar mann- eskjur. Jónas er sá allra harðduglegasti maður, sem ég Guðjón Hallgrimsson og Rósa ívarsdóttir. hefi nokkum tíma kynnzt og þjóðhagasmiður. Hann var ákaflega hreinskiptinn og mátti ekki vamm sitt vita í neinu. Þegar ég keypti jörðina hafði Jónas auglýst hana til sölu, og sagði að hún yrði seld hæstbjóðanda á tilteknum degi. Við þetta stóð hann og hafði engin undirmál. Samskipti okkar urðu hin ágætustu. Eftir að Jónas seldi Marðarnúp, fluttu þau hjón að Stóru-Giljá. Kristín var þá orðin heilsubiluð. Jónas stundaði smíðar alla tíð eftir þetta. Þegar ég kom í Vatnsdal, voru þar margir ákaflega glæsilegir menn, t. d. Jón á Hofi, Guðmundur Olafs- son í Asi, Björn á Kornsá og Jón Hannesson. Þetta voru allt bráðgreindir menn. Þá má ekki gleyma þeim bræðr- um Þorsteini á Eyjólfsstöðum og Guðmundi á Guðrún- arstöðum. Guðmundur var bróðir Kristins Magnússon- ar, sem nú stjórnar kjörbúð Kaupfélags Húnvetninga hér á Blönduósi. — Þetta voru öndvegismenn, óágengir og elskulegir á allan hátt. Það var mikill mannskaði, þegar Guðmundur féll frá. Þótt ekki væri hann fjár- aflamaður, var hann félagsmálamaður, vel þroskaður og liðtækur á allan hátt. Það er ekki svo að skilja, það eru ennþá margir ágætir menn í Áshreppi, ungir menn og efnilegir og fésýslumenn miklir. Meðan ég vann nokkuð að opinberum málum, átti ég stundum í smáerjum eins og gengur, þegar sjónar- mið manna eru ólík. Ég hef aldrei hugsað um það, hvort ég yrði vinsæll af verkum mínum, aðeins reynt að vera það, sem ég hef álitið réttast í hverju máli, og ég held Framhald á bls. 216. Heima er bezt 213

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.