Heima er bezt - 01.06.1964, Page 10
Þormóður Sveinsson:
Arni í
Stokknólma og nokkrir niéjar nans
r
febrúarhefti „Heima er bezt“ er grein um Eyjólf
Hannesson hreppstjóra á Bjargi í Borgarfirði eystra.
Er þar meðal annars gerð nokkur grein fyrir fram-
ætt hans, og karlleggurinn rakinn til langafa hans,
Arna Sigurðssonar í Stokkhólma í Skagafirði, og sagt
ofurlítið frá honum.
Grein þessi minnti mig á loforð, sem ég hafði fyrir
nokkrum árum gefið einum, eða jafnvel fleirum þeim,
sem vissu sig vera afkomendur Árna, eða í venzlum við
þá, um að reyna að hafa upp nöfn á börnum hans, og
einhverja frekari vitneskju um þau, svo og hann sjálf-
an og konur hans. — Af þessu hefur þó ekki orðið enn.
En nú vil ég leitast við að sýna ofurlítinn lit þar á.
Mér hefur lengi verið kunnugt um, að ýmsa niðja
Árna hefur langað til að vita nokkru gleggri skil á þess-
um merka og mikla ættföður sínum, og frændliði því
sem frá honum er komið, en fyrir hefur legið. Og þó
að hér verði aðallega gerð grein fyrir höfuðstuðlunum,
þá vænti ég þess, að það verði flestum þeim, er hug
hafa á, nothæfur vegvísir til frekari kynna á þessum
fjölmenna ættbálki, og gefi jafnframt lítið eitt raunhæf-
ari mynd af manninum sjálfum en þá, sem hingað til
hefur verið kunn, en hún hefur verið næsta óljós, munn-
mæla- eða jafnvel þjóðsagnakennd.
Með útkomu Skagfirzkra ættar- og æviskráa, en prent-
un þeirra er nú að hefjast, verður hægt að fylgja sum-
um ættliðunum lengra niður á við en hér er gert, t. d.
iiðunum I, IV, VII, IX og X. — Þá munu og Vestur-
ísl. æviskrár koma að góðu gagni viðkomandi fólki, sem
þangað fluttist af þessum kynstofni.
Árni er fæddur í Keflavík syðra 5. febr. 1791, eftir
því sem kirkjubækur herma. Foreldrar hans voru Sig-
urður, búsettur þar, en fæddur á Mælifellsá í Skagafirði
1762, Árnason b. þar Ásgrímssonar á Syðstu-Grund og
Uppsölum, Nikulássonar, og kona hans Sólveig Snorra-
dóttir, sunnlenzk.
Ekki hef ég kynnt mér feril Árna í uppvextinum. En
þegar allsherjar manntal var tekið hér á landi 1816, er
hann kominn til Skagafjarðar, og þar er hann æ síðan.
Hann dó hjá dóttur sinni á Hofi 6. ágúst 1871.
Árni var fjórkvæntur eins og réttilega segir í grein-
inni. Hins vegar er nokkuð á reiki um það, hve mörg
börn hann eignaðist. Nefna sumir töluna 22, en aðrir
allt upp í 26, og svo þar á milli. Verður vikið nánar að
því síðar.
Fyrsta kona Árna, gift 1819, var Þorbjörg Eiríksdótt-
ir prests á Staðarbakka Bjarnasonar. Hjónaband þeirra
varð stutt. Hún lézt eftir tæplega tveggja ára sambúð.
Einkabarn þeirra var
I. MARGRÉT, f. 1820, d. 1897, giftist frænda sínum
Bjarna bónda á Hofi í Vesturdal, syni séra Hannesar
prests og skálds á Ríp, en hann var albróðir séra Eiríks
á Staðarbakka. Þeirra börn sem upp komust: Þórey,
tvígift: 1. maður Þorlákur b. á Hofi Eljálmarsson b. í
Bakkakoti Árnasonar, og voru þeirra böm: a) Hjálm-
ar b. á Þorljótsstöðum, síðast lengi í Villingadal í Eyja-
firði, og b) Guðrún 1. kona Eiríks Guðnasonar í Vill-
inganesi, — 2. m. Lárus Þorsteinsson b. Tunguhálsi. Af
þeirra bömum komust upp: a)Herdís, dó ógift og barn-
laus, b) Rut, giftist Magnúsi Kristjánssyni frá Hólum
í Eyjafirði, bjuggu að Sandhólum, og c) Elinborg,
kunnur skáldsagnahöfundur í Reykjavík. Hcmnes dó
roskinn, ókv. og bl., og Þorbjörg, giftist Sveini Eiríks-
syni b. Skatastöðum, og vom börn þeirra: Erlingur b.
á Ytri-Víðivöllum í Fljótsdal, Þormóður, skrifstofumað-
ur á Akureyri, Aldís, var gift Kristni Jóhannssyni b. á
Hjaltastöðum í Skagafirði, Árni b. á Kálfsstöðum, Anna
gift séra Sigurjóni Jónssyni presti að Kirkjubæ, og Guð-
rún gift Gísla Magnússyni b. í Eyhildarholti. Eru þau
systkini öll á lífi enn.
Önnur kona Árna, g. 1821, var Margrét Magnúsdótt-
ir b. í Syðra-Vallholti í Skagafirði Péturssonar, en kona
Magnúsar var Ingunn Ólafsdóttir frá Frostastöðum, al-
kunnUr ættleggur. Albróðir Margrétar var Pálmi b. í
Valadal, forfaðir Valadalsættarinnar síðari, og eru í
henni orðlögð karlmenni og gervilegar konur. Aleð
Margréti eignaðist Árni flest sín börn, eða 15 alls, eftir
því sem bezt verður vitað, á ámnum 1822—37, þ. e. eitt
á ári hverju. Af þeim dóu 8 í bernsku, þó eitt nokkurra
ára gamalt, flest úr barnaveiki. Nöfn þeirra voru: Þor-
björg, iVlagnúsar tveir, Einar, Sigurlaugar tvær, Ingi-
gerður og Helga. Hin sem upp komust voru:
II. HJÁLMAR, f. 1822, d. 1866, bjó í Skagafirði, síð-
ast að Skarði í Sauðárhreppi. Kvæntur Halldóru Brands-
dóttur frá Stórholti í Fljótum. Þau eignuðust nokkur
börn, og voru fjórir synir þeirra á lífi þegar faðirinn dó:
Arni Sigurdór, hefur líklega farið til Vesturheims, Pét-
ur Björn, bjó í Sólheimagerði, ókvæntur, Magnús Páll,
214 Heima er bezt