Heima er bezt - 01.06.1964, Blaðsíða 12

Heima er bezt - 01.06.1964, Blaðsíða 12
ríður, gift Sigmari Jörgensyni b. í Krossavík, Ólafur, lengi b. á Dúki í Sæmundarhlíð, en síðast að Vindfelli í Vopnafirði, eignaðist níu börn með f. k. sinni, Stein- unni Steinsdóttur frá Stórugröf, en með seinni konunni, Margréti Ólafsdóttur, vopnfirzkri, ekkert, og Sigríður, sem ég hygg að hafi náð nokkrum aldri, en hef ekki náð í upplýsingar hvað um varð. K. 2. Margrét Jóns- dóttir, skagfirzk, og var þeirra sonur Gunnar, gáfaður maður, lézt við nám í prestaskólanum í Reykjavík 1905. — Sæmundur þótti valmenni, hagur í höndum, og var ágætur söngmaður. Aðalheimild: Ættir Austtirðinga. VIII. INGUNN, f. 1837, giftist Jóni b. í Lækjardal í Refasveit Jóhannssyni á Holtastöðum Jónssonar. Þau voru barnlaus, og er Ingunn hið eina skilgetna barn Arna, sem ekki eignaðist afkvæmi. Heim.: M. Bj. Hrakhólar og höfuðból. Þriðja kona Árna, g. 1847, var Steinunn Arnórsdótt- ir prests á Bergsstöðum, Árnasonar biskups á Hólum, Þórarinssonar. Þau eignuðust tvö börn, og dó annað þeirra, Arnór Þorgrímur, ungt, en hitt var IX. MARGRÉT, f. 1855, d. 1928, giftist Sveini Gunn- arssyni b. á Mælifellsá. Af fimmtán börnum þeirra náðu þrettán fulltíða aldri, eða svo til, og eiga þau flest af- komendur. Verða þau elcki nafngreind hér, en vísast til ísl. æviskráa, og einkum til bókarinnar „Gleym mér ei“, eftir Gunnþórunni Sveinsdóttur frá Mælifellsá. Fjórða kona Árna, g. 1856, var Sesselja Halldórsdótt- ir b. í Stapa Snæbjarnarsonar pr. í Grímstungu, Hall- dórssonar biskups á Hólum Brynjólfssonar. Var hann 66 ára en hún 22 er þau giftust. Þeirra börn: X. ÞORBJÖRG, f. 1857, tvígift, 1. m. Benedikt sonur Jóns b. á Hólum í Hjaltadal Benediktssonar próf. Vig- fússonar. Bjuggu á Hofi, en skildu brátt samvistir, og fór hann til Vesturheims. Þeirra dætur: Þóra sem fór til Vesturheims og Sigríður kona Arngríms Sigurðssonar oddvita í Litlugröf á Langholti. 2. m. Sigfús Vigfús- son frá Geirmundarstöðum, og voru þau barnlaus. XI. SVEINN, f. 1858. Hann var ekkert við bú í Skaga- firði, en nokkur ár austur í Múlasýslu, í Húsavík, Álfta- vík og kannske víðar þar. Kom svo aftur að austan und- ir aldarlokin, og fór til Vesturheims árið 1900 með konu sína, Þórunni Jóhannsdóttur, og böm þeirra tvö, Árna Jóhannes og Kjartan. Sveinn var spaklyndur mað- ur, í meðallagi á vöxt, þó allþrekinn, og var sagður hraustur. Framhald. Guðjón Hallgrímsson .... Framhald af bls. 213. ------------------------------- að ég hafi ekki eignazt neina óvini, enda þótt ég hafi ekki alltaf verið á sama máli og sveitungar mínir. Ég var um árabil oddviti og skattanefndarmaður í Ás- hreppi, líka hef ég átt nokkurn þátt í að stjórna verzl- unar- og afurðasölumálum Austur-Húnvetninga. Þá mun ég hafa setið 9 fundi hjá Stéttarsambandi bænda. Þar hefi ég kynnzt mörgum ágætum mönnum, sem ánægjulegt hefur verið að skrafa við. -------Það eru sumir að segja að engir draugar séu til. Þetta er fjarstæða. Skinnpilsa er í Vatnsdal. Hún er nú orðin nær 100 ára gömul, upprunnin undan Jökli. Hún hefur stundum heimsótt mig, blessuð stelpan, en aldrei gert mér neitt, nema ef hún leysir kýrnar. En þá fer ég bara í fjósið aftur og bind þær, þegar hún er far- in. — Já, — það er eins og séra Árni Þórarinsson sagði — áreiðanlega til eilífðarverur. Ég hef enga ástæðu til að kvarta, þótt stundum hafi verið erfiður róður. Mér hefur tekizt að standa við all- ar mínar skuldbindingar og búa sæmilega um mig. Ingibjörg tengdamóðir mín, sem lengi var á Kötlu- stöðum, það er nú eyðibýli hér í Vatnsdal, var yndis- leg manneskja, sem ekkert aumt mátti sjá og vildi hvers manns vandræði leysa, enda þótt hún væri bláfátæk. Einu sinni hafði maður orðið fyrir því að eiga barn fram hjá konu sinni og vissi engin ráð til þess að sjá því fyrir samastað. Þá leitaði hann til Ingibjargar og hún tók barnið. Öðru sinni var hór aumingi á hrakhólum og fékk hvergi inni. Ingibjörg tók hann. Hún hafði hlýtt hjarta konan sú. Ég tel það mitt rnesta lífslán, þegar ég fékk dóttur Ingibjargar fyrir konu. Við höfum verið samhent hjón- in, enda þótt við séum ekki skaplík. Ég held að synir okkar hafi erft meir skaplyndi móður sinnar, en dæturn- ar mitt, en þó munu börn mín öll sækja sínar beztu eðliseigindir til móður sinnar og ömmu. Það er mikils virði að móðernið sé gott. — Ekkert er þýðingarmeira fyrir þjóðina en góðar mæður. Það er gott að búa í Vatnsdal, en þó veit ég ekki, hvort hann hefur mikla möguleika umfram aðrar sveit- ir, en ég trúi ákaflega miltið á Svínadalinn, þar sem ég er fæddur og uppalinn. Þar eru miklir möguleikar, frjór jarðvegur og beitilönd góð. Það er mikið hæft í þeim talshætti, „að hver sé sinn- ar gæfu smiður“. Ef menn aðeins trúa á guðlega for- sjón, þá mun vel fara. Það þýðir hvorki að trúa á flokk- inn eða mátt sinn og meginn. „Ef guð byggir ekki húsið, erfiða smiðirnir til ónýt- is. “ 216 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.