Heima er bezt - 01.06.1964, Síða 14

Heima er bezt - 01.06.1964, Síða 14
Gunnlaugur Kristófersson og kona hans Sigríður Ólafsdóttir. Kommóðan, sem ekki mun hafa verið undir 50—70 kg., var sett á tunnustafasleða, sem til þess hafði ver- ið smíðaður, og þóttu þeir sleðar léttir og liðlegir í slíkar ferðir. Þeir voru gerðir af tveim eða þrem stöf- um úr steinolíutunnum, sem allar voru úr eik hér áður fyrr. Þær þóttu hin beztu ílát til ýmsrar brúkunar, und- ir slátur, skyr, hval, kjöt, fugl, fisk og fleira. En áður en þær voru notaðar, varð að brenna þær innan, svo ekki kæmi olíubragð af því, sem í þær var látið. Þegar þessi ílát fóru að ganga úr sér, gjarðir að springa af ryði og laggimar að fúna, svo á kom leki, voru staf- irnir úr þeim notaðir í sleða, og líka í skíði fyrir böm og unglinga. Til sleðagerðarinnar voru venjulega not- aðir 3 stafir, var þeim raðað hlið við hlið með nokkru millimili, og ofan á stafina svo negldar þverslár á báða enda, og tvær langfjalir milli þverslánna út við yztu rendur stafanna, þá var sleðinn tilbúinn. Til skíðagerð- ar var sett hespa yfir rist skíðamannsins, önnur bind- ing var ekki. Sá endi stafanna, sem fram átti að vísa venjulega, voru aðeins mjókkaðir fremst, þar með skíð- in tilbúin. Þetta var mjög hentugur efniviður til þess- ara hluta, og mikið notaður, einnig í ýmislegt annað, sem unnið var á heimilum. Við fórum vel nestaðir frá foreldrum okkar, var það bæði kjöt, smurðar kökur o. fl. Við höfðum þetta í tösku, sem einnig var bundin á sleðann. Eftir að hafa kvatt heimafólkið, að þeirra tíma sið, með kossi, og gengið frá sleðanum, brugðum við böndum á axlir og héldum léttstígir af stað. Mun þá kl. hafa verið um hálf níu. Leiðin, sem við bræður ákváðum að fara, var það sem kallað er „að fara fyrir EIaukabergsfeU“. Sú leið var sjaldan farin, og þá ekki nema af kunnugum mönn- um í björtu veðri, því vörður eða götuslóði var enginn til að átta sig á í dimmviðri. Meiningin var, að fara skemmstu leið yfir fjallið, og koma niður í Dufansdal í Arnarfirði. Sú leið mun vera um fjögra stunda gang- ur fyrir lausgangandi mann í góðu færi. Ferðin sóttist okkur vel, því brekkur eru ekki bratt- ar þessa leið frá Barðaströnd, en þó allt á fótinn. Við vorum báðir á mannbroddum, sem nú mundi sennilega kallað, að maður væri á keðjum, ef slíkur búnaður sæ- ist, og svo var annar með broddstaf. Við neyttum okk- ar því vel við dráttinn, og vorum hinir ánægðustu yfir hvað vel gekk. Svitinn draup þó af okkur, en það var ekki fengizt um það. Lífsbaráttan kostaði marga svita- dropa hvort eð var. Markmiðið var, að komast heim aftur um kvöldið, við það átti að standa, þótt á annan veg færi. Þegar norður á fjöllin yfir Dufansdal kom, var áður- nefndur bakki farinn að færast upp á loftið, gáfum við honum hornauga hvor í sínu lagi, en töluðum ekki um. Ósjálfrátt munum við þó hafa hert gönguna. Þegar halla tók niður í Dufansdalinn, lentum við í smáerfið- leikum. Hjarnið var svo hart, og allmikið brattlendi, létum við þá sleðann renna á undan okkur, og gættum þess vel, að missa ekki fótanna, því þá gat illa farið á flughálu hjarninu. Sérstaldega kom það í hlut þess sem 'broddstafinn bar, að gæta rennslis sleðans, svo hann kippti okkur ekki með sér, því hann lá nokkuð þungt í. Þannig þokuðumst við hægt en slysalaust niður brekk- urnar. Segir ekki af okkar ferð fyrr en við komum að bæn- um Dufansdal. Þar var okkur tekið mjög vel, eins og venja var hjá þeim hjónum, Eiríki Kristjánssyni og konu hans, Sigríði Bjarnadóttur. Við báðum þau að geyma kommóðuna, sem var auðsótt, og var hún tekin með okkur til stofu, sem var ekki upphituð hversdags- lega, því almennt var lítið um upphituð hús í þá daga. En við vorum vel heitir af göngunni, svo gufan stóð upp af okkur þegar inn kom, eins og af nýuppfærðri soðningu í sjóbúð. Eftir að hafa þegið þarna góðgerðir, hugðumst við leggja á fjallið sömu leið til baka. En þegar við kom- um út á stéttina, brá okkur nokkuð, því þá var komið fíngert fjúk, og veðurútlit orðið tvísýnt. Töldum við eins og komið var, óráðlegt að fara sömu leið til baka, og ákváðum að fara heldur Fossheiði, því á henni var vörðuð leið, og mun betra að rata, að því er Sturla og Eiríkur sögðu. Mun þar vera fjögra og hálfs tíma gang- ur yfir fjallið. Nú var ekki til setu boðið, svo við kvöddum í skyndi og héldum af stað inn með firðin- um að Fossi. En frá þeim bæ er farið á heiðina. Þetta lengdi leið okkar verulega, svo við hröðuðum 218 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.