Heima er bezt - 01.06.1964, Blaðsíða 16

Heima er bezt - 01.06.1964, Blaðsíða 16
Ólafur Jónsson. skilja baggana eftir við vörðuna, svo finna mætti þá síðar, en halda svo ferðinni áfram til Barðastrandar. Ekki var það þó af góðu gert, að skilja við sig baggana, því í þeim voru ýmsar nauðsynjar, ætt og óætt, fyrir mörg heimili, ýmislegt smávegis, sem ekki var hægt að vera án, og var búið að kosta fjármuni og fyrirhöfn. Ég held, að okkur hafi þarna við vörðuna öllum ver- ið það ljóst, að við vorum að lenda í erfiðleikum, sem gátu haft illan enda. En við vorum ýmsu vanir, ungir og harðir strákar, svo við því var ekkert að segja. Eng- inn hafði orð á að snúa við. Frá vörðunni var tekin sama stefna, en hrein hend- ing mundi þá, að hitta aðra vörðu, því kominn var blindbylur með frosti og stormi. Við þokuðumst áfram fet fyrir fet, gegnum álútir, og beittum skallanum sem mest í veðrið til að skýla, svo sem hægt var, augum og andliti fyrir veðrinu, því snjór fraus á augnabrúnum og víðar á andlitum okkar. Annars skipti það ekki svo miklu máli, hvort við höfðum augun opin eða lokuð, því aðeins stöku sinnum sást nokkur skref frá okkur. Við gættum þess þó alltaf að halda hópinn. Allir voru nú lausgangandi nema við bræður, sem skiptumst á að draga sleðann með töskunni, og vissum ekkert af því. Þegar við höfðum paufast þannig áfram alllengi, tök- um við eftir því, að vindurinn er kominn á eftir. Hef ég fyrst máls á því við Sturlu, að við munum farnir að villast, og taldi hann það rétt vera. Þetta var svo rætt við hina, en þeir tóku því heldur fjarri. Ég sagði þá, að ég hefði aldrei vitað skipta svo fljótlega um átt, að ekki slæi niður augnablik á milli, en einmitt því hafði ég ver- ið að veita eftirtekt, og ekki orðið var við það, heldur en þeir. Það væri því við, sem hefðum óafvitandi breytt um stefnu, en vindáttin væri sú sama. Þessu var ekki sinnt, svo við héldum áfram undan veðrinu. Það var ólíkt betra, og okkur munaði vel áfram, hreint hrakti undan veðrinu. A þessu undanhaldi okkar, skeði það í einni rokunni, að nestistösku okkar bræðra tók af sleðanum, en við höfðum þá enn ekki snert nestið. Öllum þótti sárt að sjá af töskunni út í myrkrið, en við því varð ekkert gert eins og á stóð. Hún var þegar horfin, þar með vonin um að fá nokkuð matarkyns fyrr en í mannabyggðum. Með sjálfum mér þóttist ég vita, að við værum ekki að nálgast þær með haldinni stefnu. Rétt á eftir missi töskunnar bar okkur að stórum steini, sem enginn kannaðist við að ætti að vera nærri okkar leið. Kringum stein þennan hafði myndazt hvolf í hjarnið, eins og gerist þar sem stórir steinar standa á bersvæði, svo þarna var að fá nokkurt skjól fyrir harð- asta veðrinu. Éegg ég þá til, að við höldum ekki lengra í bili. Var fallist á það, þar sem allir voru orðnir sann- færðir um, að við værum komnir í villu. Er þarna var komið okkar ferð, var ástand okkar þannig, að við vorum mjög hvíldar og hressingar þurfi, en hvorugt var fyrir hendi. Menn voru misjafnlega slæptir eins og gengur, en þó allir um of, til að setjast þarna að í stórhríð og frosti, svo til á bersvæði. Áhætt- an var því veruleg, en um annað var ekki að ræða, að okkar allra dómi, enda var það vel ráðið, eftir því sem síðar kom í ljós. Við reyndum að hola okkur niður í hvosina, hlémeg- inn við steininn, því ekki voru tök á að grafa sig í snjó. Hjarnið var svo hart, en hinn nýfallni snjór var í einu iðukófi kringum steininn, svo okkur lá við að taka and- köf í mestu rokunum. Klukkan mun hafa verið um 10 að kvöldi þegar við lögðumst fyrir við steininn svo þétt saman sem kostur var, í svartamyrkri, bæði af nóttu og byl. Þegar við vorum þarna komnir, og svefn tók að sækja á mig sem aðra, fór ég að hugsa um það, að ég hafði bæði heyrt og lesið, að ef menn sofnuðu undir svona kringumstæðum, væru mestar líkur til, að þeir vöknuðu ekki aftur til lífsins. Tala ég þá um það við Sturlu bróður minn, en hann var næstur mér. Við vor- um alltaf mjög samrýndir. Hér þurfum við að láta jafnt yfir alla ganga, og leyfa engum að sofna, og skulum við hjálpast að því. Féllst hann á það. Fórum við svo 220 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.