Heima er bezt - 01.06.1964, Blaðsíða 17

Heima er bezt - 01.06.1964, Blaðsíða 17
að ýta við hinum, tala við þá og reyna að halda uppi samræðum, einnig að raula vísur og kvæði, en þessu var ekkert vel tekið. Menn vildu fá að vera í friði, en við skeyttum því engu. Mjög sótti á okkur kuldi, svo við urðum stirðir, sér- staklega í knjáliðum, því við lágum í nokkru hnipri. Plássið í hvosinni var lítið fyrir sjö menn, en ekki við- lit að vera á stjái vegna veðurofsans. Sá ég nú eftir því að hafa farið úr buxunum um morguninn eins og fyrr segir. Ég hét að gera slíka flónsku aldrei aftur. Hef ég í heiðri haft hið forna máltæki síðan: „Enginn kann sig of vel, í góðu, heiman að búa.“ Með þessari viðleitni okkar bræðra, tókst okkur sæmi- lega að hamla á móti svefninum, en verra var með kuld- ann, sem sótti æ fastar á, eftir því sem á leið. Við höfð- um svitnað svo á göngunni, að nærfötin voru rök af svita, þegar við lögðumst fyrir. Frost og stormur áttu því auðveldara með að gera þau kaldari og kaldari, þó úr ull væru, og að lokum mundu þau frjósa, ef við héld- um ekki á okkur hreyfingu. Við reyndum því að „berja okkur“ og hreyfa, eftir því sem kostur var á, jafnframt því sem sú hugsun yljaði okkur, að veðrinu mundi slota með morgninum, og við þá geta haldið ferðinni áfram, ófreðnir, ef við héldum hörkunni nokkrar klukkustund- ir. Þeirri lokkandi værð, sem sækir að mönnum við slík tækifæri, og er dauðinn í dulargervi, var varizt með hörku. Ekki er mér kunnugt um, hvað félagar mínir hugs- uðu þarna í kvosinni, hart leiknir af miskunnarlausri stórhríð, eins og svo margir þekkja hana á fjöllum uppi, um hávetur. Þórður, sem var okkar elztur, og sjálfsagt ráðsettastur, hafði orð á því, að við skyldum hafa gott í huga, og hafa yfir hver með sér góðar bænir, því út- litið væri tvísýnt. Var gerður að því góður rómur. Sjálfur hugsaði ég mest heim til foreldra minna, sem þama áttu okkur tvo syni sína, á valdi villtra náttúru- afla, og óvíst um leikslokin. En því hét ég með sjálfum mér, að auðfengin bráð skyldum við ekki allir verða Fossheiði að þessu sinni. Eg var þá eini vinnumaður föður míns, en hann þá orðinn heilsulasinn. Sjálfur átti ég kærustu, þó ekki væri opinbert orðið. Annað hafði ég hugsað um okkar framtíð, en að hún fengi mig heim freðið hræ. Þótti mér trúlegt, að hinir hefðu hugsað eitthvað svipað, en við vorum þarna þrennir bræður, á bezta aldri, og svo Snæbjörn, sem einnig átti foreldra heima. AUar þessar hugsanir juku lífsþróttinn, eða þrána, við að láta ekki undan værðinni og gefast ekki upp. Lengi vel var kveðið og raulað, en smám saman fjaraði það út, og svefninn sótti fastar á. Stöfum okkar höfðum við stungið niður í hjarnið, og bundið sleðann þar við, en lítið fennti að okkur vegna roksins. Tveir hundar voru með okkur, hlupu þeir annað slagið ýlfrandi út í bylinn, eins og þeir væru í leit að leiðum, en stefna þeirra var reikul, svo við þorð- um ekki að treysta þeim. Lengst af hjúfraðu þeir sig niður hjá okkur, hringaðir með trýnið undir skottinu, og skulfu eins og við. Stundum vöknuðu þeir þó hastar- lega við, eins og af draumi, ruku upp með ýlfri og gelti, eins og um gestakomu væri að ræða. Þeir þefuðu í átt- irnar, hristu sig, en lögðust svo niður aftur, sárir eða vonsviknir yfir að þetta hefði aðeins verið draumur. Þannig leið löng nótt. A sjötta tímanum fór að birta af degi, og hríðinni að slota, svo öðru hvoru rofaði til. Hófum við þá tal um, að leita að hinni týndu tösku, sem við töldum að ekki mundi langt undan, það var á brekkubrún, sem hún fauk af sleðanum, svo sennilega mundi hennar að leita undir brekkunni. Veðrið tók nú greinilega að batna til muna, svo við Sturla fórum þá að liðka okkur, sem gekk vonum frem- ur, þótt stirðir værum fyrst í stað. Eftir nokkrar gönííuæfingar við náttstaðinn, hófum við leit að töskunni. Eftir svo sem þrjá stundarfjórð- unga tókst okkur að finna töskuna. Var þá sem við hefð- um heilan fjársjóð höndum tekið, enda var hún það eins og á stóð. Innihald hennar mundi nægja, til að gefa okkur þann þrótt, að við kæmumst allir til byggða, því enginn var kalinn til baga. Við hröðuðum okkur því með töskuna í náttstaðinn, þar sem henni var einnig vel tekið, því allir vorum við þurfandi fyrir morgunverð, og fengum hann, þó lítill væri, en kuldalegur fannst okkur hann. Þegar innihald töskunnar var komið á sinn stað, fóru menn að hreyfa sig og reyna að ganga, sem gekk betur en búast mátti við, eftir 8—9 stunda legu þarna við stein- inn. Kafaldið tók upp og vindur var orðinn hægur, en þokuslæðingur að færast yfir, sem boðaði að orðið væri frostlaust. Eftir stundarkorn sáum við til sólar, var sú sýn mjög kærkomin þessum gönguköldu lífverum, sem bröltu þarna um á hvítri auðninni. Við vorum ásáttir um, að taka stefnu á sólina, því værum við nærri réttri leið, ætti hún að vera yfir Vaðalsdal, með það héldum við af stað. Það voru hægfara en viljasterkir menn, sem þokuð- ust yfir hjarnið, hver með sinn broddstaf, og einn með sleða, sem á var bundin tóm lítil taska. Tveir hundar, sem líka höfðu fengið sinn morgunverð, skokkuðu í kringum hópinn, milli þess sem þeir veltu sér, eða teygðu úr sér og kröfsuðu niður í hjarnið, eins og þeir vildu velta af sér og grafa áhrif liðinnar nætur. Enda held ég þeim hafi tekizt það, þeir voru óðar orðnir hinir sprækustu. Áhrif næturinnar yfirgáfu okkur ekki eins fljótlega, og suma seint. Við höfðum ekki lengi gengið, þegar við tókum eftir því, að við vorum komnir mikið norðar á fjallið, en gert var ráð fyrir, því við vorum komnir fram á svokallaðan Hrafnsskaga, sem er milli Reykja- fjarðar og Norður-Foss. Eftir stundarfjórðungs göngu komum við fram á fellsbrúnina yfir Reykjarfjarðar- bænum. Þegar varð okkur öllum ljóst, að hefðum við Framhald á bls. 227. Heima. er bezt 221

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.