Heima er bezt - 01.06.1964, Page 22

Heima er bezt - 01.06.1964, Page 22
kunningjar og vinir Halldór Jónsson og Jón Þorsteins- son. Líklegt má telja, að Halldór hafi hvatt vin sinn til þess að koma austur yfir „Fjallið“, þar sem hann hafði mikla og vaxandi þörf fyrir starfskrafta hans við for- mennskuna í þágu verzlunarinnar. Jón byggði sér lítið, en snoturt timburhús fyrir aust- an Víkurá. Var það í þjóðbraut þeirra, er austan yfir Sand komu. Þaðan stundaði hann svo formennsku, bæði við vöru-uppskipun, og einnig til fiskiróðra. Skepnur átti hann einnig sér til lífsbjargar, eina eða tvær kýr, og svo sauðfé og hesta eftir þörfum. Jón Þorsteinsson var því enginn „tómthúsmaður“ þama í Víkinni, heldur má frekar segja, að hann hafi verið útvegsbóndi í nýju umhverfi. Árið 1908 breytir Jón til og tekur sig upp úr Vík og flytur til Vestmannaeyja. Það hefði þótt að líkum, eins og þá var ástatt í Vestmannaeyjum, að hann sneri sér að formennsku þar og útgerð. Vélbátaútvegurinn var þá í hraðri uppgöngu. En sú varð ekki raunin á með Jón Þorsteinsson. Bóndinn var of ríkur í honum til þess. Ofanleiti var laust til ábúðar, og þar settist hann að með fjölskyldu sína. Búseta Jóns varð eigi löng á Ofanleiti, aðeins eitt ár. Ýmis óhöpp steðjuðu að búi hans, sérstaklega var það sauðfé, sem hann hafði flutt með sér að austan, sem olli því, að um lengri búskap varð eigi að ræða. Féð sótti í björgin og hrapaði þar til dauðs í hrönnum. Það sagði Jón síðar, að hefði verið sín yfirsjón að selja ekki féð eystra og kaupa síðan landvanan stofn, þá er til Eyja kom. Eftir eins árs dvöl að Ofanleiti brá hann þar búi og flutti aftur austur í Vík. Það mátti skilja á honum löngu síðar, að honum hefði ekki verið það sársaukalaust að skilja við Vestmannaeyjar, úr því hann kom þar við á annað borð. En „römm er sú taug, sem rekka dregur, föðurtúna til“. Sannaðist það áþreifanlega á Jóni, því æ síðan var hann Skaftfellingur af lífi og sál. Jón tók svo við aftur, þar sem frá var horfið í Vík, átti skepnur og stundaði sjó, unz aldur og þreyta tók að færast yfir. Þótt hann væri sérstakt karlmenni til allra áræða, þá vissu þeir, er gerzt þekktu til, að hann hafði eigi gengið heill til skógar, frá því er hann bjó í Reynis- dal. Þar hafði hann orðið fyrir því að hrapa í Reynis- fjalli í fýlaferð um 1895. Mátti það sérstök mildi heita, að hann skyldi lífi halda við það atvik. Allur sagðist hann hafa verið lemstraður útvortis sem innvortis eftir það áfall. Það sagði hann mér, að aldrei hefði hann orð- ið samur sláttumaður síðan. Jón var orðlagður sláttumaður í Mýrdal alla tíð, en sjálfur mun hann bezt hafa fundið, hvar skórinn kreppti eftir áfallið í „Hnjúknum“ sumarið er hann hrapaði þar. Ég mixmist þess fyrir meira en fjörutíu árum, þá er Jón var að fara á engjarnar vestur yfir Reynisfjall, því alla tíð átti hann partinn í Reynisholtinu. Hann kom iðulega á æskuheimili mitt Reynisdal, þá er hann var í þeim ferðum. Heyrði ég það á tali hans, að honum var ekki sama, hverju fram yndi um hagi þeirra Mýrdæla á þeim árum. Var hann fullur fjörs og áhuga um allt það, er til framfara mátti telja, og efst var á baugi á hverjum tíma. Það var ætíð eitthvað hressilegt að sjá og heyra Jón Þorsteinsson segja frá og leggja sínar skoðanir til málanna, þótt það væri eigi með neinum bægslagangi framsett. Það mátti gerla sjá og heyra, að þar var maður að baki, sem gerla vissi deili á hlutunum. Um 1930 hefst nýr þáttur í ævistarfi Jóns Þorsteins- sonar. Þá fer hann að verzla í Vík. Aldur var tekinn að færast yfir hann og þyngra orðið um vik með aðra bjargræðisvegi. Verzlun Jóns var að vísu ekki neitt stór- fyrirtæki, smásöluverzlun sem kallað var. En nokkuð var þröngt um hans athafnasvið, þar sem tvær stór- verzlanir voru fyrir í kauptúninu og önnuðust vöru- dreifingu um héraðið. Kreppan fór í hönd, og lítil pen- ingavelta manna á meðal þar, sem og víðast annars stað- ar um þær mundir. Eigi varð sagt, að verzlun Jóns væri litin neitt hýru auga af keppinautunum, en þó fór allt þeirra á milli sæmilega fram. Sem kaupmaður var Jón Þorsteinsson eigi dýrseldur og hárábyggilegur í öllum viðskiptum. Vörur hafði hann ávallt nægar eftir því sem hann verzl- aði með, en landvörur hafði hann eigi tök á að kaupa. Þessa verzlun rak hann til dauðadags, og síðustu árin með góðum hag, enda viðskiptalíf sífellt vaxandi. Marg- ur var sá, er fékk lánað hjá Jóni um stundarbil, var hann þó ófús að reka verzlun sína með því sniði, enda fjár- hagur hans eigi svo styrkur, að út á þá braut væri far- andi nema sem skemmst. Á heiðarleik viðskiptamanna treysti hann þó ávallt, og því trausti hygg ég, að eng- inn hafi brugðizt. Ein var sú iðja, er Jón Þorsteinsson lagði stund á, það var silfursmíði. Þá iðn mun hann hafa lært ungur. Eigi man ég hvar, enda skiptir það eigi iniklu máli. Silfur- smíði Jóns var traust og áferðarfalleg, það er ég sá eftir hann. Svipur og silfurdósir voru það algengasta, sem hann smíðaði og seldi. Þó má vera, að hann hafi smíðað fleira, svo sem ístöð og beizliskjálka, þótt eigi sæi ég slíka gripi eftir hann manna á meðal. Jón Þorsteinsson var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Guðríður Brynjólfsdóttir frá Litluheiði. Var hún manni sínum samhent í öllu því, er hann vildi áorka. Þau eign- uðust þrjá syni, Jón, Þorgrím og Guðlaug Brynjólf. Þorgrímur dó ungur í foreldrahúsum, en þeir Jón og Guðlaugur urðu nafnkunnugir athafnamenn. Jón Jónsson lærði silfursmíði og málmsteypu. Stund- aði hann þá iðn í Vík, þar sem hann átti lengst af heima, ásamt annarri vinnu, er til féllst fyrir hagleiksmann. Hann flutti til Reykjavíkur síðar, þar sem stærsta verk- svið kallaði að. Jón er látinn fyrir nokkrum árum. Guðlaugur Brynjólfsson var um langa hríð stórat- hafnamaður í Vestmannaeyjum. Rak hann þar útgerð, bakarí og fleira. Hann er nú búsettur í Reykjavík og rekur þar heildverzlun. Síðari kona Jóns Þorsteinssonar var Árný Stefáns- dóttir frá Litla-Hvammi. Eignuðust þau eina dóttur, 226 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.