Heima er bezt - 01.06.1964, Blaðsíða 23
Jónu, sem starfar við banka í Reykjavík. Árný Stef-
ánsdóttir var Jóni sérstaklega nærgætin og stök kona á
hans síðustu árum. Taldi hann það að njóta samvistum
við hana sérstakt lán, sem honum hefði auðnazt að njóta.
Jón Þorsteinsson var tæplega meðalmaður á hæð, en
þrekinn og kraftalegur, rjóður í kinnum, dökkhærður
og hærðist seint og lítið. Hvasseygur var hann, þá er úr
einhverju var að ráða, sem íhygíi krafðist, annars var
svipurinn mildur og skapgerðariegur. Orð hans voru
sem eiður, þá er um samskipti var að ræða. Hann var
listrænn í sér og gekk vel og snoturlega um alla hluti
þá, er honum stóðu nærri. Léttur var hann að jafnaði á
að hitta, en þó duldist engum, sem einhver kynni höfðu
af honum, að hann var alvörumaður, en flíkaði lítt til-
finningum sínum. Trygglyndur var hann einstaklega og
fylgdi mönnum hljóðlega og hávaðalaust til enda.
Jón Þorsteinsson mun eflaust hafa haft hæfileika til
margra hluta fleir, en hér hefur verið á minnzt. Hann
hefði að sjálfsögðu sómt sér vel sem skipstjóri á stærri
fleytum en „Víkingi“ og „Kúða“. En það er eigi sagt,
að fararheill hans um Drafnarslóðir hefði orðið þar far-
sælli en brimróðurinn í Mýrdalnum. Þar var hann rétt-
ur maður á réttum stað. — Það er nú að verða aldaraf-
mæli þessa liðna heiðursmanns.
Aldrei hefur slík breyting átt sér stað á ótal sviðum
sem á liðinni öld meðal íslendinga. Væri Jón Þorsteins-
son með sína hæfileika og atgervi að byrja lífið um
þessar mundir, þá væri þor í hans skála, hátt til lofts og
vítt til veggja.
Hann andaðist í Reykjavík 27. júlí 1947.
Fvrsta ferð mín um Fossheiði
j
Framhald af bls. 221. ----------------------------
haldið áfram um nóttina, og lent þarna fram af, mundi
enginn okkar hafa sagt frá tíðindum.
Þarna þekktu allir sig nema ég, Reykjarfjörð hafði
ég ekki séð áður. Þegar okkar ferð var þarna komið,
var komið bjart veður, og líðan manna eftir vonum,
svo stefnan var tekin á þann stað, sem við töldum að
baggarnir væru. Tókst okkur vel að finna þá. Þeir voru
allir settir á sleðann, sem við drógum til skiptis, eftir
getu, þar til fór að halla niður í byggðina á Barða-
strönd. Þá var kominn bloti, og dragfæri verra, svo við
ákváðum að skilja þar allt eftir og fá aðra til að sækja.
Orkan var á þrotum. Segir svo ekki af okkar ferð, fyrr
en við komum að Haga, en þar átti Þórður heima. Kona
hans Steinunn Júlíusardóttir, tók okkur þar tveim hönd-
um. Mun þá klukkan hafa verið um hálf tvö.
Eftir góða hvíld og viðurgjörning í Haga, hélt hver
heim til sín. Enginn ætlaði að trúa því, að við hefðum
gist Fossheiði síðastliðna nótt og sloppið lifandi frá
þeim náttstað í slíku veðri, nema maður einn í Haga,
sem hafði kvöldið áður þegar hann fór að hátta, látið
orð að því falla, að svo segði sér hugur um, að nú lægju
þeir fimm úti á Fossheiði.
Ekki varð okkur varanlega meint af þessari ferð, nema
hvað Snæbjörn Guðjónsson veiktist af brjósthimnu-
bólgu um vorið. Hún snerist svo upp í berkla, og lézt
hann af því nokkru síðar. Talið var, að hann hefði ekki
þolað þá raun, að vera um nóttina á heiðinni.
Kommóðan sem enn er til, og hefur kannske átt sinn
þátt í því, að ekki fór verr en fór, eða verið orsök þess
að svona fór, það veit maður aldrei, var svo um vorið
flutt sjóleiðis frá Dufansdal að Görðum, en hestar báru
annað af búslóð bróður míns.
Látrum, 26. des. 1963.
GLÚMUR HÓLMGEIRSSON:
DRAUMUR SIGRÍÐAR
Faðir minn, Hólmgeir Þorsteinsson, bóndi, Vallakoti,
var kvæntur Aðalbjörgu Jónsdóttur, systur Benedikts
frá Auðnum.
Þegar faðir minn dó, var Benedikt dáinn fyrir nokkr-
um árum, þá 93 ára gamall.
Sigríður, sem dreymdi eftirfarandi draum, er dóttur-
dóttir Benedikts. Hún býr á Ökrum, sem standa að aust-
anverðu í Reykjadal, en Vallakot að vestanverðu í daln-
um í suðvestur frá Ökrum.
Á milli bæjanna rennur Reykjadalsá, og er lygn og
alldjúp; var oftast að sumrinu sett mjó göngubrú yfir
ána niður við Akra.
Daginn, sem faðir minn var jarðsunginn var Sigríður
lasin og fór því ekki að jarðarförinni. Hún lúrði um
daginn og sofnaði. Þá dreymir hana að afi hennar kem-
ur til hennar og segir: „Eg skrapp frá jarðarförinni til
að vita hvernig þér liði.“ Þá dettur Sigríði í hug brúin
yfir ána, og að ekki væri gott fyrir svo gamlan mann að
ganga hana (í draumnum man hún ekki að afi hennar er
dáinn), og segir því: „Gekk þér ekki illa að ganga
brúna?“ En afi hennar svarar: „Nei, nei, ég er nú svo
léttur á mér núna.“
Skrifað eftir sögn Sigríðar.
BRÉFASKIPTI
Þorsteinn G. Guðmundsson, Króksstöðum, Miðfirði, V.-Húna-
vatnssýslu, óskar eftir bréfaskiptum við pilt eða stúlku á aldrinum
14—16 ára.
Jóna Kristin Jónsdóttir, Ytra-Felli, F.yjafirði, óskar eftir bréfa-
skiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 12—14 ára. Æskilegt að
mynd fylgi.
Heima er bezt 227