Heima er bezt - 01.06.1964, Blaðsíða 25

Heima er bezt - 01.06.1964, Blaðsíða 25
Bjarnarhöfn. komu heim að Hrauni, voru þær, að þeir voru lokkaðir niður í baðstofu, sem gerð hafði verið sem kjallari graf- in í jörð niður. Síðan var gefið inn um glugga á bað- stofunni sjóðheitt vatn, svo að ólíft var í baðinu. — Reyndu berserkirnir þá að brjótast upp úr kjallaran- um, en þá hafði verið borið grjót á uppgönguhlerann og breidd hráblaut uxahúð kringum uppganginn. Þar hjá stóð Styr vel vopnaður og varð banamaður beggja berserkjanna. Halli fékk brotið hlerann, en féll á nauts- húðinni, og Styr hjó hann banahögg. Sömu för fór Leiknir. Litlu síðar fastnaði Styr Snorra góða Ásdísi dóttur sína og gerðist hún húsfreyja að Helgafelh. Voru þessi fjörráð við berserkina talin ráð Snorra goða. En hvað er að segja um veginn, sem berserkirnir ruddu? Oft hef ég farið þessa götu yfir hraunið, en ekki man ég fyrir víst, hve leiðin er löng, en ég held að leiðin sé 15—20 mínútna gangur. Svo er að sjá sem þessi gata sé mun betur rudd, en aðrar hraungötur fyrr á árum. Er gatan furðu breið og krókalítil. í hrauninu sjást leifar af gömlum grjótgarði, en ekki veit ég til að hann hafi verið athugaður sérstaklega, en þegar sagan var skráð á fyrri hluta þrettándu aldar seg- ir ákveðið, að enn sjáist merki um garðhleðsluna. Ég mun þá ekki halda lengra að sinni eftir hinni fögru, söguríku strandlengju Breiðafjarðarhyggða, en ef til vill gefst mér tækifæri til að halda síðar lengra á sömu braut. Og vík ég þá að öðru efni. 2. í SUMARLEYFI í ELLIÐAEY. Sólin klár á hveli heiða hvarma gljár við baugunum. Á sér hár hún er að greiða upp úr bárulaugunum. Sig. Breiðfjörð. Ekki er mér það kunnugt, hvar Sigurður Breiðfjörð hefur verið staddur, er þessi fagra staka varð til, en vel gæti ég hugsað mér, að hann hefði þá verið staddur úti í Elliðaey og horft þaðan á þessa dýrðarsjón út til hafs- ins, sem hann lýsir í stökunni. Víða er fagurt sólsetur á voru landi, en við Breiðafjörð hef ég séð það fegurst og dýrlegast. Þetta litla ljóð Sigurðar Breiðfjörðs lýsir þessari dýrðarsjón betur en nokkur órímuð lýsing, og reyni ég ekki að keppa við það fagra form á náttúru- lýsingu. Haustið 1923, er ég var fyrir nokkru kominn heim úr utanför til Norðurlanda, þar sem ég hafði þurft að spara allan ferðaeyri og lifa við rýran kost, því að ann- að en mat, svo sem fargjöld og gistingu, var ekki hægt að spara, veiktist ég af brjósthimnubólgu. Það vita all- ir, sem þann sjúkdóm hafa fengið og lifað hann af, að lengi er maður að ná sér að fullu og tekur það oft 2— 3 ár. Vorið 1925, þegar skólastarfi lauk, þorði ég ekki að ráða mig í erfiðisvinnu, en vildi þó heldur vera úti við, en við inni vinnu. Þá bjuggu í Elliðaey hjónin Ólafur Jonsson frá Garðsstöðum við ísafjarðardjúp og Teo- dora Daðadóttir, dóttir hinnar háöldruðu heiðurs konu Mariu Andrésdóttur í Stykkishólmi, sem nú er nær því 105 ára, hress og glöð í anda. Voru þau hjón, Ólafur og Teodóra, annáluð fyrir gestrisni og höfðingsbrag. Þau voru góðir vinir mínir. Eitt sinn, er komið var fram í byrjun júlímánaðar, var Ólafur í Elliðaey staddur í Stykkishólmi, og hitti ég hann þá að máli. Kom þar tali okkar, að ég sagði honum að ég væri í eins konar veikindaorlofi, en þyrfti þó helzt að vera úti við og reyna eitthvað á mig. Olaf- ur var jafnan fljóthuga og fljótur að ákveða sig. „Ég ræð þig bara fyrir kaupamann í nokkrar vikur. Þú get- ur slegið fyrir mig túnið.“ Sjálfur mátti Ólafur ekki vinna erfiðisvinnu. Þá bar þarna að Sigurð Birkis söngv- ara, sem var í sumarleyfi hjá bróður sínum Jóni Eyj- ólfssyni. Hann grípur strax inn í samtalið og segir: „Ég ræð mig líka í kaupavinnuna.“ Þessu var þarna slegið föstu á stundinni og við ákváðum að fara út með Ólafi þá strax um kvöldið. Var burtför ákveðin kl. 5—6, en þá var útfall og straumur hagstæður. Klukkan fimm er- um við tilbúnir að stíga út í bátinn, sem lá við bryggj- una. Var það fallegur, vélarlaus bátur af þeirri stærð, er nefnt var fjögra manna far. Veður var kyrrt, svo að varla stóðu segl, en þó var ljúfur byr, það sem hann var. Við Sigurður Birkis vorum litlir sjómenn og máttum heldur ekki reyna mjög á okkur, en Ólafur settist við stýrið, þar sem hann einn þekkti leiðarmerkin, en leið- Heima er bezt 229

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.