Heima er bezt - 01.06.1964, Qupperneq 28

Heima er bezt - 01.06.1964, Qupperneq 28
en var nú samt með annarri konu að gera ljótt. Ljóðið Sumarást var sungið í útvarp á gamlárskvöld af Elly Vilhjálms við danslag kvöldsins. Hér birtist það: Svona vertu ekki reiður elsku vinur Gabríel hér verður ráðin bót. Hann verður eflaust skilinn og giftur upp á nýtt um næstu áramót. A Englandi ég sá eitt ennþá verra þó, er hún Kristín Keeler tældi Profumo. Svona vertu eklá reiður elsku vinur Gabríel hér verður ráðin bót. Hún er hætt, við biðjum um náð komdu niður um næstu áramót. Fyllirí og lætin fordæmanlegt er. Ferlega þið syndgið á gamlárskvöldi hér. Svona vertu ekki reiður elsku vinur Gabríel hér verður ráðin bót. En í öllum bænum sýndu náð og komdu ekki niður um næstu áramót. Hér kemur svo enn eitt nýtt Ijóð, sem heitir Sól og vor. Böðvar Guðlaugsson hefur gert þetta Ijóð við sam- nefnt sænskt lag: Eg man það sem það hefði gerzt í gær, hve golan ilmi þrungin, vinur kær, um mína vanga lék og ljósgult hár og léttan strauk um mínar brár. Þann dag við áttum okkar fyrsta fund og fylgdumst tvö ein út í grænan lund, þar söng í laufi ungu unaðsblær, og ég var ung og saklaus mær. Við stigum ung og ör með ástarljóð á vör beint út í daginn, dúnmjúk spor. Vora villtu þrá bar vængjum léttum á með ilmblæ út í sól og vor. Hinn græna lund við saman áttum ein og aldrei sól í heiði glaðar skein, og þyt í laufi vakti vorblær hlýr ó, vinur, hvílíkt ævintýr. Ungur sveinn á mig leit einhvern tíma í vor. Augun blá ör og heit áttu líf og þor. Líka ég leit á hann logandi af þrá. Og hugur spann og hjartað brann en hnappheldunni slapp hann frá. Sumarlangt sveif ég í sælu endalaus. Syngur fugl, suðar bý, svo var komið haust. Alein ég eftir sat ægilega fýld hann náði í aðra nýkomna úr síld. Já, svona fer hver hlutur hér og hverful sumarástin er en söknuð enginn sér á mér ég syng með bros á vör. Hér er svo að lokum gamalkunnugt ljóð og lag. Höf- undurinn er Theodór Einarsson. Enn er þetta ljóð eftir- læti margra. Það heitir: Á hörpminar óma. Á hörpunnar óma við hlustum í kvöld, mín hjartkæra draumfagra meyja. Tunglskinið hefur sín töfrandi völd, meðan tónarnir síðustu deyja. í hillingum sjáum við sólfagra strönd, þar svífum við tvö ein um draumfögur lönd. Tunglskinið hefur sín töfrandi völd, og tónarnir síðustu deyja. Og nóttin er heiðrík með litfögur ljós, sem leiftrar um himinsins veldi, þá gef ég þér ást mína, heiður og hrós og hamingju á þessu kveldi. Við dönsum og syngjum mitt seiðandi lag. Nú sjáum við roða hinn komandi dag, og þá áttu ást mína, heiður og hrós og hamingju frá þessu kveldi. Enn hefur verið beðið um nokkur ljóð, sem ég hef ekki getað fundið, en vel geta þau komið síðar í leit- irnar. Stefán Jónsson, Skeiðarvog 135. 232 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.