Heima er bezt - 01.06.1964, Qupperneq 31
um að loknu dagsverki, og það hefur enginn gert bet-
ur en hún. En líklega kann hann bezt við að sofa einn í
rúminu það sem eftir er ævinnar, eins og hingað til.
Svanhildur hefur lokið við verk sitt og ætlar þegar að
ganga fram úr herberginu án þess að yrða á Þorgrím.
En hann rýfur þá sjálfur þögnina og segir:
— Farðu ekki strax fram, Svanhildur, ég þarf að ræða
dálítið við þig í einrúmi.
Hún finnur stálgrá voldug augu hans hvíla á sér og
veit, að nú er hin örlagaþunga stund runnin upp, sem
faðir hennar bjó hana undir að mæta. En hún hefur heit-
ið því að taka henni köld og róleg og fórna framtíð sinni
fyrir fátæka foreldra sína, fyrst hún er krafin svo stórr-
ar fórnar. Svanhildur snýr sér að Þorgrími og segir
festuleg og ákveðin:
— Hvað er það, sem þú þarft að ræða við mig, Þor-
grímur, ég hefi ekki tíma til að tefja hér lengi.
Þorgrímur brosir örlítið glettnislega. — Búkonan hef-
ur auðvitað alltaf nóg að starfa. En ég skal komast að
efninu formálalaust. Hefur faðir þinn ekki sagt þér frá
því, að ég hefi hugsað mér að gera þig ríkustu konu
þessarar sveitar?
— Jú, en það er nú einmitt það, sem ég óska ekki eft-
ir að verða.
— Svo —? Langar þig þá ekki til þess að geta rétt fá-
tækum foreldrum þínum hjálparhönd?
— Jú, vissulega vildi ég vera þess megnug að geta það,
en það er önnur saga.
— Nei, það er einmitt ekld önnur saga. Ef þú giftist
mér, Svanhildur, byrjum við með því að kaupa Ytra-
Núp handa foreidrum þínum. Hvernig lízt þér á það?
— Þetta á þá að verða nokkurs konar verzlun, Þor-
grímur, sem sagt: ég fyrir kotið.
Þorgrímur rís á fætur, og svipur hans þyngist:
— Nei, Svanhildur, þetta er engin verzlun. Ég bið þig
að giftast mér og býð þér auðinn á Fremra-Núpi, svo
getur þú hjálpað fátækum foreldrum þínum til betri
lífskjara. Finnst þér húsfreyjusætið hér ekki fullboðleg
framtíðarstaða fyrir þig? Gefðu mér ákveðið svar.
— Ég lofaði föður mínurn að hafna ekki bónorði þínu,
bærir þú það fram við mig. Það loforð stend ég við með
því skilyrði, að þú efnir þín loforð við foreldra mína um
fjárhagslega aðstoð, og þá hefur þú svar mitt.
— Ég efni mín loforð við foreldra þína, og þig mun
aldrei iðra þess svars, Svanhildur. Ég hefi ákveðið að
byrja strax á komanda vori að byggja stórt og fullkom-
ið steinhús hér á Fremra-Núpi handa okkur í framtíð-
inni, og þig skal ekkert skorta hjá mér. Gefðu mér nú
hönd þína heitorði þínu til staðfestingar.
Svanhildur réttir Þorgrími höndina eins og í leiðslu.
Hann tekur þétt um hönd hennar og ætlar að draga
hana að sér, en Svanhildur óskar ekki eftir neinum
blíðuatlotum að þessu sinni. Hún kippir snöggt að sér
höndinni, býður Þorgrími góða nótt með sínu venju-
lega látbragði og gengur svo rösklega fram úr herbergi
hans.
Þorgrímur stendur eftir á miðju gólfi og horfir á eft-
ir Svanhildi. — Jæja, hún er bara farin! Þetta varð hálf
snubbótt trúlofun. En hann er ánægður samt. Hún er
þó heitbundin honum! Um ástaratlot hennar mun hann
ekki verða mjög kröfuharður, en það er bústjómin, sem
er aðalatriðið hjá honum, og á því sviði veit hann, að
Svanhildur muni uppfylla kröfur hans. — Þorgrímur
háttar þegar með sigurbros á vöram ....
Svanhildur hraðar sér fram í eldhúsið. Heimilisfólk-
ið hefur allt lokið kvöldverði og er farið úr eldhúsinu.
Þar ríkir djúp kyrrð kvölds og þagnar. Svanhildur tek-
ur matarílátin af borðinu og fer að þvo þau. En einver-
an kallar brátt fram í vitund hennar hið nýafstaðna sam-
tal þeirra Þorgríms og hennar, og heitið sem hún hefur
unnið honum. Það birtist henni nú í nöktum raunveru-
leikanum, kalt og miskunnarlaust. Hún er heitbundin
Þorgrími tii æviloka!
Brennandi sársauki fer um hverja hennar taug. Henni
finnst framtíðin hljóti að verða einna líkust ljósvana
vetrarnótt, þar sem engin stjarna, ekkert Ijósblik nær að
skína fram úr skýjarofi. Hún er dæmd frá allri gleði og
hamingju á vori lífsins, dæmd til að fórna öllu. En hún
gerir það fyrir pabba og mömmu, gerir það til þess að
létta af þeim þyngsta oki sárrar fátæktar, og þess vegna
skal hún reyna að ganga köld og einbeitt gegnum þessa
eldraun. Sjálfsagt verður henni hjónabandið með Þor-
grími þungbært fyrstu árin, en svo hlýtur allt þetta að
komast upp í vana. — Guð minn góður hjálpaðu mér!
Svanhildur hefur lokið uppþvottinum og þar með
skyldustörfum þessa örlagaríka dags. Hún hnígur niður
á stól við eldhúsborðið, byrgir andlitið í höndum sér
og léttir þunga hugans með heitum tárum. Hún veit
ekki sjálf, hve lengi. En skyndilega hrekkur hún við og
Iítur upp. Hönd er mjúklega lögð á herðar henni, og
nafni hennar er hvíslað þýðri röddu. Steinvör stendur
hjá henni.
— Fyrirgefðu, góða mín. Er ég að gera þér ónæði?
Svanhildur horfir társtokknum augum á Steinvöru.
— Nei, þú gerir mér ekki ónæði, Steinvör mín.
— Ég var háttuð og gat með engu móti sofnað. Þú
komst ekki inn að hátta, þó áliðið væri orðið, og ég
heyrði engan umgang í bænum, svo mér fannst endi-
lega að ég yrði að fara fram og vita eitthvað um þig,
hvort þú værir í bænum.
— Þú ert svo góð, Steinvör mín. Rödd Svanhildar
titrar af óstöðvandi grátklökkva. — Seztu hérna hjá mér.
Svanhildur bendir Steinvöru á stól við borðið. Steinvör
tekur sér sæti og segir síðan blíðlega:
— Osköp ertu hrygg, góða mín. Get ég nokkuð gert
fyrir þig?
— Það er ekki hægt að breyta því, sem orðið er, en
það er gott að mega eiga þig fyrir trúnaðarvin, Stein-
vör mín. Ekki einu sinni foreldrar mínir skilja tilfinn-
ingar mínar nú.
— Hvað hefur komið fyrir þig, Svanhildur mín? Get-
ur þú trúað mér fyrir því?
Svanhildur hallar höfðinu að barmi Steinvarar eins og
örþreytt bam og segir sársaukafullri röddu:
Heima er bezt 235