Heima er bezt - 01.06.1964, Qupperneq 34
— Síðan í fyrrahaust.
— Er hún Steinvör mín ekki hér ennþá?
— Jú, hún er hérna, en hún datt og fótbrotnaði síð-
astliðið haust, og þá kom Svanhildur hingað.
— En er Steinvör ekki orðin heil heilsu aftur?
— Jú.
— En verður þá þessi unga stúlka bústýra hér áfram?
— Já, hún verður hér í framtíðinni. Þorgrímur lítur
eins og ósjálfrátt á son sinn, ungan og glæsilegan, og
einhver óþægileg kennd vaknar í sál hans: Svanhildur
og Trausti! Þar eru hlutföllin í réttu samræmi, þýtur
gegnum vitund hans, en hann hrekur þá hugsun óðar
burt úr vitund sinni, rís snöggt á fætur og segir hvat-
lega:
— Við skulum ekki láta kaffið verða kalt.
— Nei, það skulum við ekki gera. Trausti rís þegar á
fætur og fylgir föður sínum fram í eldhúsið.
Eldhúsið á Fremra-Núpi er í gömlum stíl, en stórt
og rúmgott, og það er jafnframt borðstofa heimafólks-
ins. Þangað hefur gestum einnig verið boðið til að neyta
góðgerða frá fyrstu tíð, nema stórhöfðingjum svo sem
sýslumanni og hans jafningjum, en þeim hefur verið
borinn beini í gestastofunni. Umgengni í eldhúsinu hef-
ur ætíð verið með hinni mestu prýði, en þó hefur Svan-
hildi tekizt að gera það enn vistlegra en nokkru sinni
áður. Þar er allt svo hreint og fágað hjá henni, að slíkt
hlýtur að vekja eftirtekt og aðdáun þeirra, sem þangað
koma.
Feðgarnir ganga nú fram í eldhúsið, og Trausti lit-
ast þar um eftir langa fjarveru. En þetta gamla eldhús
hefur aldrei verið eins vistlegt í augum hans og nú.
Undir glugganum stendur stórt dúkað borð með fram-
reiddu veizlukaffi fyrir þá feðgana, og það minnir hann
helzt á stórveizlur hér heima á æskudögum hans, en þær
voru alltaf með mesta myndarbrag.
Þorgrímur býður syni sínum sæti við borðið, og þeir
setjast saman að kaffidrykkjunni. Svanhildur var ein í
eldhúsi, er feðgarnir komu þangað, og Þorgrímur spyr:
— Er vinnufólkið búið að drekka kaffið, Svanhildur?
— Já, það er búið að drekka og farið út aftur.
— Sagðir þú því ekki, hver kominn væri?
— Nei, ég gerði það nú ekki.
Trausti brosir til Svanhildar. — Það var ágætt. Mér
þykir líka mest gaman að koma því öllu að óvörum. Ég
fer strax að kaffinu loknu út og heilsa því.
Svanhildur hefur ekkert sérstakt að starfa í eldhús-
inu núna þessa stundina. Kanna með nægu kaffi stend-
ur á borðinu hjá þeim feðgum, svo að þeir geta drukk-
ið eftir vild, og hún vill lofa þeim að vera í næði. Hún
gengur því inn í búr, sem liggur inn af eldhúsinu og
dvelur þar, meðan feðgamir ljúka kaffidrykkjunni.
Svanhildur hlustar lítið eftir samræðum þeirra feðg-
anna undir borðum, en hún heyrir þegar þeir ganga
fram úr eldhúsinu og út, og nú er hún aftur ein í bæn-
um. Hún hraðar sér fram í eldhúsið og fer að rýma
kaffiborðið. En eins og ósjálfrátt verður henni litið út
um eldhúsgluggann, og hún sér þá feðgana ganga sam-
an suður túnið. Augu hennar fylgja þeim eins og í
leiðslu. Mikið eru þeir ólíkir menn. Þorgrímur fremur
lágur vexti, þrekinn og stirðlegur í hreyfingum, en son-
ur hans hár og grannvaxinn, en þó karlmannlegur að
vallarsýn, og hreyfingar hans allar léttar og fjaður-
magnaðar. Hann er klæddur Ijósgráum ferðafötum með
Ijósan hatt á höfði, og það er eitthvað frjálst og fram-
andi í framkomu hans og jafnframt heillandi. Hann er
á að gizka svona mitt á milli tvítugs og þrítugs að aldri,
líklega fjórunr— fimm árum eldri en hún. — Og hún
er tilvonandi stjúpmóðir þessa manns!
Framhald.
Frá byggðum Breiðafjarðar
Framhald af bls. 231. -------—--------------------
inu. Þrautin var unnin og nú var aðeins eftir að damla
í land. Það voru kampakátir veiðimenn, sem heilsuðu
húsfreyjunni, er í land kom í Elliðaey. Flyðran reynd-
ist hátt á annað hundrað pund, er hún var vegin.
Þetta eru einu flyðruveiðarnar, sem ég hef tekið þátt
í um mína daga og er mér veiðiförin ógleymanleg. Sér-
staklega er mér minnisstætt, er ég sá flyðruhöfuðið
koma upp við borðstokkinn, og ég verð að segja það,
að þá hefði ég kosið að báturinn sem við vorum á, hefði
verið dálítið stærri. Ég hélt að þessi fagri, sprettharði
fiskur yrði okkar banabiti. Báturinn okkar litli var eins
og smáskel, þegar til átaka kom við flyðruna.
En allt fór þetta vel, og þakka ég það sjómannsleikni
Ólafs, en hann hafði stundað sjó á sínum æskuárum við
ísafjarðardjúp á smáum og stórum bátum. En örugg
handtök og leikni og lag á sjó, veitir meira öryggi en
miklir kraftar sé þeim ekki rétt beitt.
Sumarleyfinu í Elliðaey var Iokið. Ég kom heim úr
sumarleyfinu hress og endurnærður og miklu fróðari
um hið fjölbreytta líf eyjamanna, en ég áður var. Og
mörg kvöldin hafði ég hugfanginn dáðst að hinni und-
ursamlegu kvöldfegurð við Breiðafjörð.
Stefán Jónsson.
LEIÐRÉTTINGAR.
MaiblaS.
Magnús Bjarnason er ekki höfundur greinarinnar um Bjarna
Jónasson í Blöndudalshólum, heldur Magnús heitinn Björnsson á
Syðra-Hóli.
Á bls. 171, neðstu línu, aftari dálki, stendur: „fóstra", les:
„fóstru".
Á bls. 182, undir mynd efst á síðu, stendur: „Taglið", les: Eyjan.
Á bls. 183, 13. 1. a. n., fyrri dálki, stendur: „Bláskógaheiði", les:
„Bláskógaháls".
í Húsmæðraþætti í apríl-hefti, bls. 157 segir að Hólmfríður Pét-
ursdóttir, Víðihlíð við Mývatn, sé formaður orlofsnefndar i Þing-
eyjarsýslu, en það er Elín Aradóttir, Brún, Reykjadalshreppi, sem
er formaður nefndarinnar.
238 Heima er bezt