Heima er bezt - 01.06.1964, Page 35

Heima er bezt - 01.06.1964, Page 35
HEIMA_______________ BEZT BOKAH I LLAN H. Montgomery-Hyde: Dularíulli Kanadamaðurinn. Reykjavílc 1963. Isafoldarprentsmiðja. Hér segir frá Kanadamanninum William Stephenson, sem var af íslenzkuin ættum, og eftir að hafa unnið mörg afrek á sviði uppfundninga og viðskipta gerðist forystumaður í leyniþjónustu Breta í Ameríku öll heimsstyrjaldarárin. Á þeim vettvangi vann hann slík afrek, að talið er að hann hafi átt drjúgan þátt í far- sællegum endalokum styrjaldarinnar. Annars kynnist lesandinn ekki mikið manninum sjálfum, en því meira er fjallað um hvernig hann starfaði og hélt hinum mörgu leyniþráðum í sinni hendi. Starfsþrek hans hefur sýnilega verið með fádæmum, og hug- kvæmni og hyggindi ekki síður. Allt þetta hlýtur að gera bókina vænlega til lestrar, en hins vegar fæ ég ekki varizt því, að mér þykir frásögnin vera alltof lit- og líflaus, hvort sem þar er um að kenna frumritinu eða hinum íslenzka búningi. Þýðandinn er Her- steinn Pálsson. Þrjár skenuntisögur. Heima er bezt hafa borizt þrjár þýddar skáldsögubækur frá sl. hausti og skal hér kvittað fyrir þær. Allar eru þær í hinum létt- ara stil. Ein þeirra er Undrið mikla eftir Jack London, er það nýtt bindi í því safni sagna hans, sem ísafold gefur út. Þetta eru nokkrir þættir úr líí'i Kitta Storms, hressandi lestur um hrekki og hetjudáðir, ástir og umbrot í ískulda heimskautalandanna. Hinar tvær bækurnar eru frá Leiftri. Önnur er Forvitna brúðurin eftir Erle Stanley Gardner, spennandi leynilögreglusaga, en hin er Ást- ir leikkonu eftir hinn gamla sagnameistara Sommerset Maugham, en þýdd af Steinunni Briem og prýdd nokkrum myndum, og verð- ur hún vafalaust vinsæl eins og fyrri bækur þess liöfundar. Tímarit Þjóðræknisfélags Vestur-íslendinga 45. árg. Winnipeg 1964. Það er alltaf notalegt að fá í hendurnar Tímarit Þjóðræknisfé- lagsins. Það kemur eins og hlvleg kveðja frá frændum vorum vest- an hafs og flytur oss í senn fróðleik og fréttir. Þessi árgangur er með sama myndarbrag og fyrri bræður hans, en Tímaritið hefur verið fastheldið við hið sama form allt frá upphafi. Ritstjórar eru nú Gísli Jónsson og Haraldur Bessason. í riti þessu minnist Ric- hard Beck 45 ára afmælis Þjóðræknisfélagsins og rekur sögu þess, einkum þó síðustu 20 árin. Er þar sem vænta mátti greinagott yf- irlit um störf þessa merka félags og hversu það hefur haldið uppi íslenzku menningarlífi og menningarerfð í Vesturheimi. Hjörtur Pálsson skrifar um hina gömlu Jörfagleði. Haraldur Bessason birtir nokkur bréf frá Stephani G. og Sigfúsi Blöndal, og er að þeim góður fengur. Þá er þar eitt af leikritum Guttorms J. Gutt- ormssonar þýtt á ensku. En tvær greinar aðrar eru þar á enskri tungu og mega þær kallast þungamiðja ritsins að þessu sinni. önnur er um samskipti Engilsaxa og Islendinga í fornöld eftir Tryggva Oleson, en hin um Bertel Thorvaldsen eftir Hólmfríði Danielsson, bráðskemmtileg grein. Loks eru í heftinu nokkur kvæði og bókafregnir að ógleymdum annál Vestur-íslendinga eftir Ric- hard Beck, sem nú eins og fyrri er ómetanleg heimild um per- sónusögu og atburði í samfélagi frænda vorra þar. Eins og sjá má af þessu, er Tímaritið fjölbreytt að efni og til þess vandað í hví- vetna. Það er fullkomið afrek af Vestur-fslendingum að halda úti svo góðu riti með þeim myndarbrag sem á því er, og mikið mein hversu lítið það er útbreitt hér heima. Robert J. Donovan: John F. Kennedy skipstjóri á PT 109. Reykjavík 1963. ísafold. Bókarkorn þetta segir stuttan þátt úr ævi hins nýlátna Banda- ríkjaforseta, er hann gegndi herþjónustu í Bandaríkja flota í heimsstyrjöldinni. Nafn bókarinnar tryggir henni vinsældir, og hún gefur ofurlitla innsýn inn í einn þátt styrjaldarrekstursins. Vér kynnumst þar John F. Kennedy sem ungum manni, djörfum, þolgóðum og þrekmiklum, en umfram allt sjáum vér þar mann- úðarmanninn, sem vinnur traust og vináttu allra, sem komast í kynni við hann. Þau kynni gera bókina hugþekka. Þýðandi er Hersteinn Pálsson. Norræn málaralist. Reykjavík 1963. Ríkisútvarpið og Helgafell. f bók þessari eru ritgerðir um þátt úr listasögu Norðurlandanna fjögra, þróun og sigur expressionismans, ásamt sýnishornum af norrænni málaralist, 8 litmyndir frá hverju landi auk allmargra Ijósmynda í texta. Bók þessi er samnorræn útgáfa og hefur Björn Th. Björnsson annazt ritstjórn hinnar íslenzku útgáfu. Enginn vafi cr á, að bók þessi verður kærkomin öllum þeiin, sem einhvern hug hafa á myndlist, því að bókin er í senn fræðandi og augna- yndi. Það er ekki margt, sem gefið hefur verið út hér á landi um erlenda myndlist, og skilgreining á listastefnum með sýnishorn- um kunnáttumanna er fróðleg og vekjandi. Þannig er bók þessi til skilningsauka ófróðum lesendum og ánægja hverjum, sem ann litum og listum. Slíkar bækur eru menningarauki og ber því að fagna þeim. Jörð. Tímarit, ritað af Þorsteini Gylfasvni og Sveni Hólmarssyni. Reykjavík 1963. Tveir ungir menntamenn hafa hafið útgáfu nýs tímarits á veg- um Helgafells, og eru þegar komin út tvö hefti. Skrifa þeir það allt sjálíir og verður ekki séð, hvað hvor ieggur til þess. Ritið er ferskt að framsögn og stíl. Víða er komið við og höfundum tekst að vekja lesandann til hugsunar um málin, sem rædd eru, en það eru nær eingöngu bókmenntir. Það er létt að verða þeim ósam- mála um margt, en um leið verða menn að leggja það á sig að finna hvers vegna. Það væri æskilegt að hinum áhugasömu og hugsandi höfundum megi takast að halda riti sínu áfram, því að margt má spretta á þeirri Jörð. St. Std.

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.