Heima er bezt - 01.03.1965, Qupperneq 2

Heima er bezt - 01.03.1965, Qupperneq 2
STÓRHUGUR Naumast verður annað sagt, en stórhugur einkenni mörg orð og athafnir vor Islendinga. Eftir aldalanga kúgun og niðurlægingu, |>egar þjóðin sá ekkert nema eymd og hörmungar, var sem hugur hennar leystist úr læðingi með fengnu frelsi, og henni þætti allt fært. Skýrast dæmi urn stórhug þjóðarinnar var, þegar ráðizt var í að stofna fullvalda ríki 1918, fámenn, fátæk, og reynslulítil þjóð, og síðan var haldið áfram á sömu braut með lýðveldisstofnuninni 1944 eins og eðlilegt var. Og enn hefur oss tekizt að vernda þann stórhug. En því miður kemur stórhugur vor ekki ætíð fram í hinni æskilegustu mynd. Stundum brýzt hann fram meira í líkingu við ofurkapp og yfirlæti en heilbrigðan metnað. Vér gerum mildar kröfur, viljum fylgjast með tízku og tíma, en gleymum oft í því kapphlaupi að fylgja reglunni gömlu „að sníða stakk eftir vexti“. Þetta sýnir Laxness áþreifanlega í dæmi Bjarts í Sumarhúsum, þegar hann tók að byggja upp bæinn. Þá var ekki um annað að gera en að byggja stórt. En stórhýsið varð aldrei fullgert. Vér þurfum ekki að skyggnast víða um, til þess að sjá þessa mynd. Stórt er byrjað, en framkvæmdin dregst óhóflega, og þegar loks verkið er fullunnið, er það byrði á þeim, sem þess eiga að njóta. Þessi saga endur- tekst, hvort sem í hlut á einstaklingur, sveitarfélög eða ríkið sjálft. Sá er þó munurinn að ríki og sveitarfélög geta jafnað metin með því að seilast ögn dýpra en áður í vasa skattþegnanna. En afleiðingin verður sú sama, •óþörf eyðsla, sem skapar stöðnun á öðrum sviðum framkvæmda, og verður þjóðinni fjötur um fót, þegar sætleiki fyrstu vímunnar er runninn brott. Vér höfum hlotið að endurbyggja húsakost þjóðar- innar á fáum áratugum ásamt því að sjá ört fjölgandi þjóð fyrir húsnæði. Um síðustu aldamót mátti landið kallast húsalaust, og framkvæmdir fyrstu áratuganna voru með þeim hætti, að fæst af því, sem þá var unn- ið, má nú kallast nýtilegt, hjálpaðist þá að, fátækt van- kunnátta og nægjusemi liðinna alda, sem þá var stund- um næstum því sjúkleg. En svo hafa tímarnir breytzt, að nú kunnum vér oss vart hóf í þeim efnum. Allir vilja byggja stórt, og sem betur fer fjölgar þeim ört, sem geta eignazt sín eigin híbýli. Elinsvegar er það ekkert launungarmál, að skipulagsleysi og óhóf í þess- um efnum er ein meginorsökin til þess vanda, sem hús- næðismálin skapa í þjóðfélagi voru, og raunar í verð- bólgumálunum yfirleitt. Þar sjáum vér dæmi þess, hversu stórhugurinn leiðir menn út í öfgar. Þar kemur einnig til sú einstaklingshyggja, að hafa húsakynni öðruvísi en nágrannans, og helzt svolítið stærri. Afleið- ingin verður sú, að einstaklingurinn sjálfur skapar sér örðugleika, og minna er reist af húsum fyrir það fé, sem þjóðfélagið getur varið til þeirra hluta. Það er þannig ekki einkamál hvers og eins, hvernig slíku fé er varið, heldur er það mál alþjóðar. Ég hef hér nefnt húsabyggingar sem dæmi þess stór- hugs sem oft gengur í öfgar vor á meðal, af því að það dæmi er auðskilið og áþreifanlegt. En hið sama má sjá á fjöldamörgum öðrum sviðum. Atvinnurekandi, sem gengið hefur vel um skeið og komið ár sinni vel fyrir borð, þykist hafa of lítið umleikis, og ræðst í stórfellda fjárfestingu, án þess að gera sér ljóst, að hinn aukni stofnkostnaður er ekki í nokkru samræmi við þær auknu tekjur, sem atvinnureksturinn getur fært honum. Þetta er alltof algeng saga. Kappið er meira en forsjáin, metnaðurinn sterkari en raunhyggjan og ákafinn í skjótfenginn gróða meiri en möguleikarnir, sem fyrir hendi eru að afla hans. Hið opinbera stendur ekki einstaklingunum að baki um þetta kapp, enda er óspart ýtt á ráðamenn þjóðar- innar um þá hluti. Ráðist er í fjölda nýbygginga og framkvæmda af miklum stórhug og myndarbrag, sem vissulega ber að fagna, en alltof margir ýta á samtímis, enginn vill bíða, svo að oft verður byrjunin einungis til þess að gera framkvæmdina dýrari og verri en hún hefði þurft að vera. Aftur kemur að skorti á skipulagi, og þeim þegnskap að kunna að bíða. Eins verður því eltki neitað að meira er oft borið í húsakost og aðrar framkvæmdir en þörf gerist, þótt vel væri fyrir öllu séð. Enginn hneykslast á þeim manni, sem kemur klæddur vinnufötum til starfa sinna, ef þau eru þokkaleg og hagkvæm. Það býst enginn við honum í skartklæðum. En í ýmsum framkvæmdum vorum virðist það líkara því, að vér hugsum um það eitt að búast skartklæðum, þar sem vinnufötin hæfðu betur. Slíkt er ekki stórhug- ur, heldur oflátungsháttur. Og í ofurkappi nýsköpunar- innar gleymist oss of oft að halda við því gamla, en látum það grotna niður. Vér förum mikið til útlanda og sækjum þangað fyrir- myndir og lærdóma, sem oss er nauðsynlegt. Hinsveg- ar gleymum við því oft, í kappi voru, að vér eigum ekki að gleypa allt hrátt, sem að oss er rétt, en sam- ræma lærdóminn innlendri reynslu og staðháttum. Vér sýndum stórhug, þegar vér hófum oss til sjálfs- S2 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.