Heima er bezt - 01.03.1965, Blaðsíða 4
BIRNA ÓLAFSDÓTTIR:
oöarge
Dagný Pálsdóttir húsfreyja í Skógargerði er
fædd 4. dag marzmánaðar 1885 að Hólum í
Hornafirði. Foreldrar hennar voru þau Páll
Þorsteinsson frá Núpum í Fljótshverfi, bóndi
að Fossi á Síðu og víðar og kona hans Margrét Ólafs-
dóttir bónda frá Syðri-Steinsmýri.
Ekki voru þau Fosshjón auðug af þeim verðmætum,
sem mölur og ryð fá grandað. En þau voru atorkusöm
og treystu forsjón guðs.
Dagný var 13. barn þeirra hjóna. Var eigi að undra
þótt þeim hefði eyðzt fé, með slíka ómegð. Harðinda-
árið 1881—82 hafði orðið þeim þungt í skauti. Vorið
1883 flytja þau svo sem vinnuhjú að Hólum í Horna-
firði og þar dvelja þau í 3 ár. Flytja svo austur á
Fljótsdalshérað. Eru þar á ýmsum stöðum. En vorið
1893 flytjast þau að Krossi í Fellum. Þar andast Páll
maður Margrétar í febrúar 1894, úr hinni skæðu „in-
flúensu“, sem geisaði um Héraðið, og margir dóu úr.
Um þetta leyti voru 4 börn þeirra hjóna, Páls og
Margrétar, komin austur hingað. Þau voru þessi: Páll,
Ólafía, Margrét og Agnes.
Eftir þetta var Margrét með Dagnýju, dóttur sína, á
vegum Páls sonar síns, sem fljótlega fór að búa. Fyrst
að Barnafelli í tvíbýli við föður minn og síðan að
Krossi og bjó þar á meðan hann lifði.
Margrét Ölafsdóttir var einstök myndar og atgerfis
kona. Mikilvirk við alla tóvinnu og vefari með ágæt-
um. Var þekkt um allt Hérað fyrir hinar fallegu salon-
ofnu rúmábreiður sínar. Margar þeirra vann hún að
fullu og öllu. Verkið lofaði meistarann. Margrét andað-
ist á heimili Páls sonar síns á Krossi í september 1922.
Haustið 1903 fór Dagný í Kvennaskólann á Blöndu-
ósi. Sumarið áður var hún kaupakona að Rangá til að
vinna sér inn farareyri. Stundaði nám á Blönduós-
Skógargerðishjón með 8 börn af ellefu.
84 Heima er bezt