Heima er bezt - 01.03.1965, Page 5

Heima er bezt - 01.03.1965, Page 5
Frá vinstri, standandi: Sigriður, Hulda og Sólveig. Sitjandi: Margrét og Guðlaug. Fjórir œttliðir. Frá vinstri: Dagný, Hulda, Dagný (yngri) og Hulda(yngri). kvennaskóla í tvo vetur, en var á sumrin kaupakona að Ási í Vatnsdal. Haustið 1915 kemur Dagný heim á æskustöðvarnar, austur á Hérað. Dvelur svo hér á ýms- um stöðum. En nú verða þáttaskil í lífi Dagnýjar. 3. dag nóvem- bermánaðar 1908 giftist hún Gísla bónda Helgasyni í Skógargerði; miklum atorkumanni og bráðgreindum. Gísli hafði keypt jörðina og búið fyrir nokkru. Hafði tekið þar við búsforráðum eftir að faðir hans, Helgi Indriðason, lézt. Hann dó 1914. En móðir Gísla, Ólöf Helgadóttir frá Geirólfsstöðum, hafði haft umsjón með Fjórir attliðir: Gísli, Helgi, Gísli og Helgi. heimilinu ásamt dætrum sínum, þar til Gísli kvæntist. Ólöf var falleg kona, vel gefin, prýðilega hagmælt og hafði mikla og fallega söngrödd. Hún lézt í Reykja- vík 1919. Þessi glæsilegu og ungu hjón, Dagný og Gísli, sýndu brátt hvern manndóm þau höfðu til að bera. Þau voru bæði harðdugleg. Og verkefnin voru sannarlega nóg utan bæjar og innan. Gísli stóð í miklum framkvæmd- um að rækta og bæta jörðina á allan hátt. En á Dagnýju hlóðust húsmóðurstörfin með vaxandi þunga. Og ekki alltaf margar hjálparhendur. En börnin þeirra tóku brátt að létta undir, þegar þau stálpuðust. Þau Dagný og Gísli eignuðust 13 börn. Eina dóttur, Björgheiði, mestu efnisstúlku, misstu þau. Það var for- eldrunum og allri fjölskyldunni sár harmur. Hún hafði verið heimilinu svo mikið. Hún var líka góða systirin, sem alltaf var boðin og búin að leggja systkinum sínum lið ef með þurfti. Hér fara á eftir nöfn barna þeirra Skógargerðishjóna: Margrét, fædd 19. ágúst 1909. Gift Sigurði Einars- syni, starfsmanni hjá K. H. B. Eiga 3 böm. Helgi, fæddur 22. ágúst 1910. Bóndi að Helgafelli, verkstjóri og oddviti Fellahrepps. Kvæntur Gróu Björnsdóttur alþingismanns Rangá. Eiga 3 böm. Páll, fæddur 18. janúar 1912. Bóndi Aðalbóli. Kvænt- ur Ingunni Einarsdóttur hreppstjóra frá Fjallseli. Eiga 9 böm. Hulda, fædd 15. apríl 1913. Gift Sigurgeir Jónssyni bifreiðarstjóra Akureyri. Eiga 3 börn. Björgheiður, fædd 21. marz 1915. Hún andaðist sum- arið 1955. Átti 1 dreng. Heima er bezt 85

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.