Heima er bezt - 01.03.1965, Side 7
litum, frjálsleg í framkomu, prýðilega greind og stál-
minnug. Börnum sínum hefur hún verið fórnfús og
góð móðir og manni sínum tráustur og ágætur lífs-
förunautur. Hún er hreinskilin og segir meiningu sína
ávallt frjálst og óþvingað. Mér finnst alltaf svo mikil
heiðríkja yfir henni og þess vegna svo gott að blanda
geði við hana. Trúin er hennar hugarstyrkur og hjart-
ans lind.
Dagný starfaði í kvenfélagi sveitarinnar um fjölda
ára og reyndist þar sem annars staðar traust og sönn,
gagnvart því sem hún hefur haft með höndum.
Eftir þau hjón liggur óvenjumikið starf: Komið upp
mörgum efnilegum börnum, ræktað, prýtt og raflýst
jörðina sína. Sambúðin var farsæl og' löng. Það er þeirra
mikli hamingjuauður.
En nú þegar ég er að enda við að festa þessar línur
á pappírinn, þá barst okkur andlátsfregn Gísla í Skóg-
argerði. Gísli var glæsimenni í sjón, bráðgáfaður, prýði-
lega ritfær og unni mjög íslenzkri tungu og öllum
þjóðlegum fróðleik. Hann vár mikilvirkur þátttakandi
í öllum opinberum störfum fyrir sveit sína og Hérað.
Hann var mjög vinsæll og hrókur alls fagnaðar hvar
sem hann kom.
Síðast sá ég þau Skógargerðishjón saman við Ás-
Dagný og Gisli í Skógargerði.
kirkju síðastliðið usmar. Yfir þeim hvíldi ávallt bjarmi
æskunnar, eða svo var það í mínum augum.
Einn fagran, lognkyrran sólskinsdag, síðastliðið haust,
kom Gísli í Skógargerði. Hann dvaldi hér allan daginn.
Ég naut þess sem fyrr að hlusta á hann segja frá mönn-
um og málefnum. Um alla talaði hann af svo miklum
góðleik og hlýju. En síðustu orðin, sem hann sagði við
mig þegar hann kvaddi, endurómuðu í huga mínum
lengi. Þau voru þessi: „Dagný var gæfa lífs míns.“ Nú
skila ég þessum gullfallegu kveðjuorðum til þín, sem
ert sveipuð húmskuggum sorgarinnar. Með innilegri
samúðarkveðju.
BRÉFASKIPTI
Erlendur Sigurðsson, Hólum í Hjaltadal, Skagafjarðarsýslu, ósk-
ar eftir bréfaskiptum við stúikur á aldrinum 15—16 ára.
Þorvaldur G. Ágústsson, Friðbjörn H. Guðmundsson og Guð-
mundur Þórarinsson, allir að Hólum í Hjaltadal, Skagafjarðar-
sýslu, óska eftir bréfaskiptum við stúlkur á aldrinum 17—19 ára.
Aðalsteinn Arnórsson og Guðlaugur Höskuldsson, Hólum i
Hjaltadal, Skagafjarðarsýslu, óska eftir bréfaskiptum við stúlkur
á aldrinum 18—20 ára.
Scevar Stefánsson, Sigurður Ingþórsson og Hrafnkell Jónsson, all-
ir að Hólum í Hjaltadal, Skagafjarðarsýslu, óska eftir bréfaskipt-
um við stúlkur á aldrinum 15—17 ára.
Benedikt S. Steingrimsson og Björn Magnússon, Hólum í Hjalta-
dal, Skagafjarðarsýslu, óska eftir bréfaskiptum við stúlkur á aldrin-
um 16—18 ára.
Sigurjón Tobiasson, Hólum í Hjaltadal, Skagafjarðarsýslu, óskar
eftir bréfaskiptum við stúlkur á aldrinum 19—20 ára.
Aðalheiður Steingrimsdóttir, Kroppi, Hrafnagilshreppi, Eyja-
firði, óskar eftir bréfaskiptum við pilta á aldrinum 17—22 ára.
Ingveldur Vigdís Illugadóttir, Gríshóli, Helgafellssveit, Snæfells-
nessýslu, óskar eftir bréfaskiptum við stúlku í sveit, eins og hún
sjálf er, á aldrinum 12—13 ára. Mynd fylgi fyrsta bréfi.
Ólafia Illugadóttir, Gríshóli, Helgafellssveit, Snæfellsnessýslu,
óskar eftir bréfaskiptum við pilt eða stúlku á aldrinum 17—18 ára.
Mynd fylgi.
Marteinn Einar Viktorsson, Haukadal, Dýrafirði, óskar eftir
bréfaskiptum við pilt og stúlku á aldrinum 14—16 ára. Æskilegt
að mynd fylgi fyrsta bréfi.
Gerður Guðnadóttir, Sæbóli, Sandgerði, óskar eftir bréfaskiptum
við pilt og stúlku á aldrinum 13—15 ára. Æskilegt að mynd fylgi.
Sigríður H. Hannesdóttir, Felli, Sandgerði, óskar eftir bréfaskipt-
um við pilt eða stúlku á aldrinum 10—12 ára. Æskilegt að mynd
fylgi.
Ólafur Eggertsson, Þorvaldseyri, A.-Eyjafjöllum, Rangárvalla-
sýslu, óskar eftir bréfaskiptum við pilta eða stúlkur á aldrinum 12
—14 ára.
Ágústa Katrin Marisdóttir, Þuríðarbraut 7, Bolungarvík, N.-ísa-
fjarðarsýslu, óskar eftir bréfaskiptum við pilt á aldrinum 12—13
ára.
Hafrún Valbjörg Marisdóttir, Þuríðarbraut 7, Bolungarvík, N.-
ísafjarðarsýslu, óskar eftir bréfaskiptum við stúlku eða pilt á aldr-
inum 9—11 ára.
Jóna Sigríður Guðfinnsdóttir, Grundarstíg 12, Bolungarvík, N.-
Ísafjarðarsýslu, óskar eftir bréfaskiptum við pilt á aldrinum 12—
13 ára.
Heima er bezt 87