Heima er bezt - 01.03.1965, Page 10
frá Þingvallabyggð. Fékk hann leyfi til að byggja kofa
skammt frá.
Þórður Kolbeinsson hvíldi sig nokkra daga og hélt
svo áfram með hjörð sína og uxakerru til Portage la
Prairie. Fréttum við síðar, að hann hefði losað sig við
gripina og setzt að þar í bænum.
Nálægt tveim mánuðum eftir að faðir minn kom til
Vatnslanda, höfðu Peterson- og Eyvindson-fjölskyld-
urnar komið þangað frá Þingvallabyggð. Þær settust að
3 mílur fyrir norðan Indíánasvæðið, tæpa mílu frá vatn-
inu. Þetta voru fyrstu íslendingarnir, sem námu land á
ströndinni norðan Indíánasvæðisins. Frú Eyvindson var
systir Peterson-bræðranna, Vilhelms og Magnúsar (sjá
eftirmála).
Brátt bárust mér til eyrna nöfn margra Vatnslanda-
búa. Sumir voru skozkir, aðrir enskir eða írskir, enn
aðrir höfðu flutzt frá Ontario-fylki eða Bandaríkjun-
um og voru ýmislegs þjóðernis. Nöfnin, sem mér eru
ljósust í minni, eru þessi:
Robert (Bob) Paul átti kvartinn sunnan við okkur
í sömu landdeild og við og bjó þar. A kvartinum vest-
an við hann bjó Peter Dell og fjölskylda hans. Kvart-
inn vestan við okkur átti Alex Christie, einhleypur mað-
ur, sem vann á nautabúi Hendersons. Þar fyrir vestan
bjó allmargt landnema, þ. á. m. sumir þeir, sem fyrst
námu land á þessu svæði fyrir mörgum árum, aðrir ný-
komnir. Voru býli þeirra á strjálingi um landsvæði, er
var sem næst 10 mílna langt og 3 V2 mílu breitt. Tak-
markaðist það að austan af vatninu, en að vestan af háa-
hryggs (Big Ridge)-brautinni, sem stundum er kölluð
Kínósóta-hæða-brautin eða Ríkisstjórnar-hæðabrautin.
Hæðaálma þessi byrjar suður við Hvítu-Leirá, liggur
jafnhliða vatnsströndinni og teygir sig 60—65 mílur
norður á móts við Kínósóta, þar sem Hudson Bay-
stöðvarnar voru á þeirri tíð. Önnur bungulengja, köll-
uð Lághryggur (Little Ridge, — ölduhryggur Mani-
tóbavatns endur fyrir Iöngu, að sögn. Þýð.), liggur
eftir endilangri Vatnslandabyggð og er 1 rníla (1.6 km)
á milli hryggjanna. Báðir eru þeir mestmegnis sandur
og möl, en moldarlag yfir.
Næstu grannar okkar að norðanverðu voru Thomas
Robertshaw', kona hans og börn. Aðrir bændur, sem ég
man, voru: Dick George, S. L. Bott, J. Hicks, J. Strong,
Robert Wellwood, F. Hill, J. J. Lackey, Joe Craig,
Wm. Cowan, F. Alexander, A. Giles, P. Logan, Holl-
ings Mayor, D. Mclnnes, M. R. Millar, J. Holland.
Hér fer á eftir skrá yfir íslenzku landnemana, sem
settust að á vesturströnd Manitóbavatns fyrir norðan
Sandy Bay-Indíánasvæðið árin 1894—1897. Margt af
þessu fólki fluttist síðar (vegna vatnsflóða) til Big Point
(Miklaness).*)
*) Sjá ritgerð frú Helgu J. Hannesson: „Tribute to Soldiers
of the Langruth District," 1950. (Þáttur um hermenn og
frumbyggja Langruth-byggðar). Höf.
1. Tryggvi Ásgeir Jónasson og fjölskylda.
2. Jakob Jónasson og fjölskylda, fluttist til Big Point.
3. Einar ísfeld og fjölskylda, fl. til s. st.
4. Erlindur Erlindsson og fjölskylda, fl. til s. st.
5. Ingimundur Erlindsson og fjölskylda, fl. til Reykja-
víkur-byggðar (allmikils skaga, sem gengur að vest-
an í vatnið, í norðaustur frá Narrows. Þýð.).
6. Guðjón Erlindsson og fjölskylda, fl. til s. st.
7. August Jónsson og fjölskylda, fl. til s. st.
8. Paul Arnason og fjölskylda, fl. til Marshland.
9. Christian Jónsson og fjölskylda, fl. til s. st.
10. Magnús Jónsson, einhleypur, fl. til Grassy River.
11. Jón Loftson og fjölskylda, fl. til s. st.
12. Einar Sudford (Suðfjörð) og fjölskylda, fl. til Big
Point.
13. Lárus Beck, póstafgreiðslumaður í Beckville.
14. Sigfús Bjarnason og fjölskylda, fl. til Big Point.
15. Jóhann Jóhannson og fjölskylda.
16. Ólafur Árnason og fjölskylda, fl. til Marshland.
17. Grímur Guðmundsson og fjölskylda, fl. til s. st.
18. Thidrik Eyvindson og fjölskylda, fl. til Big Point.
19. Magnús Peterson, einhleypur, fl. til Westbourne.
20. Vilhjálmur (Vilhelm) Peterson, fl. til Big Point.
21. Pétur Einarson og kona hans, fl. til Westbourne.
22. Jón Sigurðson og kona hans, fl. til s. st.
23. Sigurjón Jónsson og fjölsk., fl. í nágrenni Lundar.
24. Ólafur Ólafsson og fjölskylda, fl. til Lakeland.
25. Ögmundur Ögmundsson og fjölskylda, fl. austur
fyrir Winnipeg.
26. Jón A. Magnússon og fjölskylda, fl. til Marshland.
27. Friðfinnur Thorkelson og fjölskylda, fl. til Big
Point.
28. Helgi Bjarnason og fjölskylda, fl. til Lakeland.
29. Guðbrandur Guðbrandsson og fjölskylda, fl. til
Marshland.
30. Jóhannes Baldvinson og fjölskylda, fl. til Langruth.
31. Jón Thorsteinson og fjölskylda, fl. til Winnipeg.
32. Sigurður Bergson og fjölskylda.
33. Friðbjörn Sigurðsson og fjölskylda.
34. Indriði Jóhanrison og fjölsk., fl. til Winnipeg.*)
Eftir því sem ég veit bezt, er framanrituð skrá tæm-
andi. Hafi eitthvað fallið úr, er það mjög á móti vilja
mínum, og bið ég þá velvirðingar á minnisleysi mínu.
*) Nafnastafsetningu höfundar er haldið hér. Mörg ísl.
nöfnin voru ofvaxin framburðargetu óíslenzkra manna.
Breyttu þá sumir nöfnum sínum til hentugra forms, þótt
aðrir tækju það ekki í mál (Vilhjálmur Stefánsson!). Sumir
smíðuðu sér ættarnöfn. Um þetta leyti, sem Vatnslandabyggð
var vel á veg komin, voru mörg gömlu íslenzku föðurnöfnin
í rauninni ekki lengur föðurnöfn, heldur orðin ættarnöfn,
og felldu þá margir niður eignarfalls-s-ið. Þýð.
Framhald.
90 Heima er bezt