Heima er bezt - 01.03.1965, Blaðsíða 13

Heima er bezt - 01.03.1965, Blaðsíða 13
endar gígaröðin við móbergsfjallið Hnútu, en hverfur til norðausturs upp undir jökul. Ekki verður sagt, að þetta landslag sé tilbreytingarmikið, ef ekki væri Eld- hraunið. Fjallahringur er hinsvegar víður, en fjöliin flest svo fjarri, að þau tapa mikilleik sínum. Lengst í austri sér til Öræfajökuls, en í suðvestri byrgja hvel Mýrdals- jökuls sýn. í norðri er Síðujökull, en suðvestur frá hon- um eru fjallgarðarnir vestan Skaftár gróðurlitlir til- sýndar og með furðu fáum matarholum, en með mörg- um skörðum og tindum. Hæst ber þar Sveinstind, en vel sóma þeir sér einnig Gjátindur, sem er norðurgafl Eldgjár, Uxatindar og Grettir. Ekkert þessara fjalla setur svip á landið á líkan hátt og Eiríksjökull gerir á Arnarvatnsheiði og nágrenni hennar, til þess eru þau of fjarlæg. En það er annað, sem gefur Síðumannaafrétti svip, sem á engan sinn líka um öræfi íslands og það er Eldhraunið milda frá 1783 og gígaröðin, sem Síðueld- ar brunnu í. Ef vér stöndum uppi á einhverri sjónarhæð á þessum slóðum, Laka eða þó enn heldur Hnútu, þar sem endi- löng gígaröðin í allri sinni fjölbreyttni blasir við, og sýn gefur yfir meginhluta vesturálmu hraunsins ofan byggða fáum vér nokkurt hugboð um, hverjar hamfar- ir þarna voru að verki. Vér skynjum í huganum eld- strókana, sem tugum saman standa upp úr gígunum hækka eða lækka í sífellu, sjáum fyrir oss hvæsandi hraunflóðið belja fram og tortíma öllu, sem á vegi þess verður. Hraunelfurnar breiðast yfir grösug heiðalönd- in, fylla vötn og tjarnir, og steypast að lokum ofan í hið geigvænlega gljúfur Skaftár, sem þær fylla fyrr en varir, og brenna síðan býlin niðri í sveitinni hvert af öðru. En jafnframt því sem hraunið streymir spúa gíg- arnir eitri og ólyfjan yfir landið. Andrúmsloftið spill- ist, gróður jarðar sölnar og verður eitraður og sýkir búpeninginn, jafnvel í fjarlægum byggðarlögum. Og sunnan undir fjöllunum býr fólkið haldið angist, ekki einungis vegna þess, sem það sér og heyrir daglega, heldur í sífelldum ótta við, að jarðeldurinn, eins og menn hugðu þá, að eldgosið væri, mundi læsa sig gegn- um fjöllin og steypast beint yfir byggðina. Og hugur- inn reikar víðar, og við sjónum blasir síra Jón Stein- grímsson, sem stendur eins og klettur upp úr eldhaf- inu og öllum hörmungunum. í sínu óbilandi trúar- trausti og með hinum styrka persónuleika, sem aldrei brást, meðan mestu ógnirnar dundu yfir, má segja að hann héldi lífi og viti í fólkinu. Vafasamt er, hvort saga vor á annan meiri persónuleika. Þegar vér nú förum í lystireisur til Surtseyjar eða að Öskjueldi, hvarflar oft að mér, hversu ólík séu við- horfin og var þegar Síðueldar brunnu og sendu ólyfj- an um landið allt og ollu með því Móðuharðindum. Það er að vísu eðlilegt, að menn vilji skoða jafn stór- fengleg náttúruundur og eldgos eru, og víst mundi náttúruskoðendum hafa þótt forvitnileg sýn og til- komumilál að líta alla eldana við Laka brenna, en ekki hefðu þeirrar tíðar menn haft þá atburði í gamanmál- um, og furðulegt má kallast, að nokkúr skuli geta haft Éta verður. Móðuharðindi á vörum, þótt hann þurfi að leita sam- líkinga, til að koma höggi á andstæðinga. Það eru minningarnar um þessa atburði, sem gefa Síðuheiðum svip og skapa sérstakan hugblæ, þegar vér förum þar um. Sá maður er úr skrýtnum steini, sem fer um Eldhraun eða virðir fyrir sér Lakagíga án þess að verða snortinn af þeirnr Verksummerkin eru hér svo alltof ljós, steinarnir tala of skýru máli, til þess að vér fáum daufheyrzt við raust þeirra, þótt gígarnir séu vitanlega löngu kulnaðir og hraunið stirðnað, og gráhvít mosabreiðan hafi klætt það allt í mildari hjúp. Engu að síður liggur hraunbreiðan enn eins og illa gró- ið sár eða öllu heldur hryllilegt ör um grænar heið- arnar. Annars eru Síðuheiðar með allra grösugustu afréttum Iandsins. Allur sunnanverður afrétturinn má kallast mýrlendur, en mýrarnar eru víða þurrar, svo að í þeim er gott haglendi og milli þeirra öldur með mosaþemb- um, sem þó eru allvel grónar. Fúaflóar munu naumast vera þar til, né hrjóstrugt og harðhnjóskulegt kvist- lendi, sem búpeningur fær varla hagnýtt sér, heldur eru hér hvarvetna raunveruleg beitilönd, þótt vitanlega séu þau misjöfn að gæðum. Urkoma er hér geysimikil, og hefur það átt sinn þátt í að varna uppblæstri, en hinsvegar grunar mig, að ösku- og vikurlög í jörðu ásamt tiltölulega jöfnum halla víðast hvar, valdi því, að vatn hefur ekki staðnað í mýrunum, og hér komið fram hálfdeigjur í stað flóa, og af sömu orsökum eru mýr- arnar furðu greiðfærar yfirferðar, og undraði mig oft, hversu víða bílamir flutu yfir þær. Láta mun nærri, að samfelld gróðurlendi hverfi þegar kemur í um 500 m hæð yfir sjó, enda kemur það greinilega fram um norð- anverðan afréttinn, þegar landið hækkar, þá hverfa mýrlendin, en melar og sandar verða drottnandi í svip- móti landsins. Og það er grunur minn, að á þeim slóð- um hafi raunverulega aldrei verið um samfelldan gróð- ur að ræða. Vestan Skaftár eru þó aðrar eldstöðvar enn stórkost- legri á að líta, en það er Eldgjá, 30—40 km löng, 100— 200 m á dýpt og víða yfir hálfan km á breidd. Frá Síðumannaafrétti hefur mér orðið tíðlitið vestur á bóg- Heima er bezt 93

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.