Heima er bezt - 01.03.1965, Qupperneq 15
lokist yfir höfðum manna. Slíkt landslag er sem skapað
til þess, að til verði sögur um hulin pláss og yfirskyggða
dali, sem kynnu að opnast aftur einhvers staðar langt
uppi í jöklum, og hefðu þá að geyma frjóar byggðir
útilegumanna. Því miður er ég ekki kunnugur í Mýr-
dal, og veit lítið um þjóðsagnir Mýrdælinga, en óvíða
held ég að frjótt ímyndunarafl hefði meiri hentugleíka
á að skapa ævintýrasögur en í landslaginu þar.
Yfirleitt er þar grösugt, nema þar sem hlíðar gilja og
grófa verða svo brattar, að gróðurinn missir fótfestu.
Mest ber á vallendi eða skyldu gróðurfari, en sums
staðar þar sem flatlent er eru mosaríkar mýrar. Uppi á
fjallakollunum eru gulgráar mosaþembur. Víða í
hvömmum og klettasyllum eru skrúðmikil blómstóð.
Fjölbreyttni landslagsins er takmarkalaus, en gróður-
svipur er víðast einleitur. Engin tvö gil eru eins og
myndirnar í móbergshömrunum óteljandi. Annars varð
ég að neita mér um að fara eins víða og mig lysti og
að ganga upp á fjöllin, því að ég varð að halda mig
þar sem gróður var samfelldastur, til þess að fá yfirlit
um þau gróðurlendi, sem máli skipta, en láta útskækl-
ana fremur eiga sig.
Fyrsta daginn, sem við vorum í Vík var húðarrign-
ing, svo að ekki var viðlit að vinna að kortagerð. Hins
vegar varð okkur það að ráði að aka inn undir jökul,
til þess að kanna bílaslóðir, og sjá hvað fært yrði næstu
daga og spara með því tíma. Við tókum fyrst leiðina
inn með Múlakvísl, svo langt sem komizt yrði.
Kvíslin rennur í víðu gili eða þröngum dal áður en
hún spýtist fram á sandinn ofan við Höfðabrekkuheiði,
nálægt því sem gamla brúin var á henni. Okkur hafði
verið sagt, að þegar engir væru vatnavextir, væri til-
tölulega greiðfært inn eftir gili þessu langleiðina inn í
botn þess. Hinsvegar yrðum við að fara æðioft yfir
kvíslina, en stuðning myndum við geta haft af eldri
slóðum. Við lögðum því ótrauðir af stað inn eftir gil-
inu í tveimur bílum, trukk og jeppa. Nú hafði rignt
og það mikið alla nóttina, svo að við vorum engan veg-
inn öruggir um ána, ekki sízt af því enginn okkar var
vatnamaður. Sakir aldurs og reynslu var það ákveðið
að ég skyldi velja vöðin, og fórum við Páll því á und-
an í trukknum. Satt að segja er ég fremur fákunnandi
í þeirri list, en taldi mig þó mundi geta rifjað eitthvað
upp af því, sem Pálmi Hannesson kenndi mér endur
fyrir löngu. Bar ég mig því hið bezta. Brátt komum
við að fyrstu beygjunni. Sannast að segja leizt mér ekki
of vel á ána, en vel þó brot, sem ég taldi að væri vel
fært og segi Páli fyrir um stefnuna, sem hann skuli
taka. Ekki treysti ég mér samt til að segja honum,
hversu djúpt mundi verða, en taldi allt hættulaust. Páli
þótti leiðsögnin ekki nógu örugg og snarar sér í bússur
og vill vaða og kanna brotið, bæði dýpt og botn. Ég
vildi reyndar vaða sjálfur, en hann átti bússurnar og
hlaut því að ráða. Að vísu var hann svo hógvær, að
láta sem hann vildi hlífa mér við erfiðinu, en grunur
minn er, að hann hafi fyrst og fremst langað til að
svamla í ánni, þótt öðru bæri hann við, og lái ég hon-
um það ekki, því að ég sáröfundaði hann. Allt gekk vel,
og eftir þetta treysti Páll á leiðsögn mína án þess að
vaða, nema þar sem okkur grunaði að sandbleyta væri
í botni. Ekki man ég hversu oft við fórum yfir kvísl-
ina alls inn undir svo kallað Barð, en lengra varð ekki
komizt. Var þá sýnt að næsta dag mætti fara þetta á
jeppanum einum, því að þá var full þörf að kanna aðr-
ar leiðir með trukknum, til þess að koma kortagerðar-
mönnunum sem lengst og víðast um afréttinn.
Dagarnir í Mýrdalnum liðu fljótt. Veðrið var hag-
stætt og vinnudagar langir. Ég held við höfum allir
notið tilverunnar í fjalllendi Mýrdals, þó að oft væri
býsna erfitt að klifra upp og niður brekkur og gil.
Sunnudaginn 26. júlí var verkinu lokið og við héldum
til Reykjavíkur. Leiðir okkar voru. skildar í bili.
Framhald.
* T
DraumaskipiS
*
<■
3
*
I
t
*
■$■
*
■t
ö
Dökka blæju nóttin
á dagsins augu breiðir
og draumaskipin ýta úr vör.
Á hafinu bak við húmsins tjöld
siglir hvítur knör.
Silfurfextar öldur
við súð og byrðing kveða,
seglin þenur óska byr.
„Hvern flytur þessi fagra skeið?“
fölur máninn spyr.
Við hlaupum niðr’að ströndinni
með hjörtun full af gleði
og hamingjuna í svip.
Því þetta er, unga ástin mín,
okkar draumaskip.
3
■V
±
3
f
T
1
3
♦
f
*
±
3
t
i
*
±
3
*
j-
Við skæra stjörnuloga
og skin frá norðurljósum
skrifum við í sandinn
nokkur kveðjuorð.
Svo stígum við á knörrinn
og höldum út á hafið
hamingjan og þú og ég um borð.
I
i
?
Þórhildur Jakobsdóttir.
t f
Heima er bezt 95