Heima er bezt - 01.03.1965, Page 18

Heima er bezt - 01.03.1965, Page 18
GUÐBR. BENEDIKTSSON, BRODDANESI: Andrea Jónsdóttir og Franklín Póréarson Litla-Fjardarhorni essi mætu hjón, sem hér verður minnzt, voru ættuð héðan úr sveitinni og unnu hér sitt giftudrjúga ævistarf. Má því ætla að þeim hafi verið í brjóst borin hin sama kennd sem „Ekkj- unni við ána“: einungis elskað þessa litlu, sviphýru sveit, hvort heldur væri í haust-vindum, vetrar-hríð- um, vor-blíðu eða sumar-dýrð. Minningarnar eru margar. Franklín Þórðarson var fæddur 11. nóvember 1879. Foreldrar hans voru merkishjónin Sigríður Jónsdóttir og Þórður Sigurðsson í Stóra-Fjarðarhorni, Sigurðsson- ar í Felli og konu hans Guðbjargar Magnúsdóttur bónda Magnússonar í Felli og fyrri konu hans Arndís- ar Magnúsdóttur Bjarnasonar á Kolbeinsá í Hrútafirði. Foreldrar Sigríðar voru Jón bóndi Tómasson í Stóra- Fjarðarhorni og kona hans Guðný Gísladóttir Arn- finnssonar á Broddadalsá. Hafa ættir þessar verið hér fjölmennar og sett svipmót á sveitina, enda greindar- fólk og tápmikið dugnaðarfólk. Fjórar þeirra bjuggu í hreppnum um 40 ára skeið. Franklín var í bernsku tekinn í fóstur af þeim hjón- um Guðmundi Jónssyni og Helgu Jónsdóttur, er þá bjuggu á Felli. Þau voru systrabörn Helga á Felli og Þórður í Stóra-Fjarðarhorni. Franklín naut mikils ástríkis og allrar umhyggju, sem Franklín Þórðarson og Andrea Jónsdóttir. væri hann sonur þeirra Fells-hjóna. Skorti hann ekkert þess, er barn og æskumaður þarfnaðist til þroska. Bæði voru þau fósturforeldrar hans greind og vel að sér, eftir því sem alþýðufólk gerðist í þann tíma. Um skólagöngu ungmenna var vart að ræða á þeim árum, en gott lestrarfélag var starfandi í sveitinni. Var þar kostur góðra og skemmtilegra bóka, sem hrepps- búar notuðu sér rækilega, og bar það sýnilegan árang- ur í aukinni fræðslu og þekkingu. Fósturforeldrar Franklíns voru bæði bókhneigð, og sagt var um Helgu, að henni hefði verið hugðnæmari sagan og ljóðin heldur en hrífan og tóskapurinn. Auk þess var hún mjög elsk að ferskeytlunni. Franklín vandist öllum algengum sveitastörfum þessa tíma og gekk að allri vinnu. Þá voru börn þeirra hjóna farin að heiman, og þau sjálf tekin að eldast. Kom það því í hans hlut að sjá um bú þeirra hin síðustu búskap- arárin. Andrea var fædd 20. september 1881. Foreldrar henn- ar voru Jón bóndi Andrésson í Miðhúsum í Kollafirði og kona hans Guðrún Jónsdóttir frá Svertingsstöðum í Miðfirði Guðbrandssonar. Andrés faðir Jóns var sonur Jóns Hjálmarssonar prests í Tröllatungu og konu hans Sigríðar Andrés- dóttur frá Skriðnessenni Sigmundssonar. Eru ættir þær mjög fjölmennar norður hér. Jón Andrésson lézt 1882. Varð þá Guðrún að bregða búi, og börnin að fara að heiman til vandalausra. Andrea fór fyrst til frænku sinnar, en mun þar lítt hafa notið þeirrar ástsemi og umhyggju, sem barnið þarfnaðist. Frá frænku sinni fór hún fimm ára gömul að Felli í Kollafirði til Amórs prests Árnasonar og fyrri konu hans Stefaníu Stefánsdóttur. Þar var mannmargt heim- ili, og ýmsir heimilishættir, sem lítt vora kunnir hér um slóðir. Þar hafði sjálfræði hjúanna verið meira en annars staðar, og varð hver og einn að hjálpa sér sjálf- ur. Gat það orðið unglingum ærið erfitt, því fullra vinnuafkasta var krafizt. En þeim er dugmiklir voru, varð slík vinnu-aðferð góður skóli. Andrea var óvílin, kjarkmikil í framgöngu og störf- um, og urðu því þessir vinnuhættir henni til þroska. Á þessu nýja heimili mun Andrea sem fyrr hafa farið á 98 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.