Heima er bezt - 01.03.1965, Síða 20

Heima er bezt - 01.03.1965, Síða 20
WALTHER HOFER: Hálfrar aldar sasa 1914—1964 i Höfundur greinar þessarar, Walther Hofer, er prófessor í nútíma-mannkynssögu við háskólann í Bern í Sviss. Hann hefur áður gegnt prófessorsembættum í Vestur-Berlín og við Columbia-háskólann í New York. Hann hefur átt sæti á ríkis- þingi Svisslands, og starfað í mörgum alþjóðlegum nefnd- um. Þá hefur hann samið margt rita um sagnfræði og stjórn- mál, og er þó aðeins 45 ára að aldri. Vel þekktur enskur sagnfræðingur, lét þá skoð- un í ljós skömmu eftir lok síðari heims- styrjaldarinnar, að vér Evrópumenn séum eina fólkið, sem ekki höfum breytt söguskoð- un vorri frá því á dögum Vasco da Gama.1) Hvað átti hann við með þessari fullyrðingu? Það er þetta. Evrópu- menn byrjuðu að uppgötva og leggja undir sig heim- inn, þ. e. a. s. aðrar heimsálfur, nálægt 1500, en allt fram til þessa dags hafa þeir vanrækt að draga ályktanir af sögunni og pólitískri framvindu heimsins. Fram á 20. öld hafa Evrópumenn litið á mannkynssöguna frá hreinu evrópsku sjónarmiði, rétt eins og Evrópa ein héldi öllum þráðum hennar í hendi sér. Þessi enski sagnfræðingur segir enn fremur, að Evrópumenn hafi ekki enn þá látið sér skiljast, að þjóðirnar utan Evrópu, séu komnar til að hafa hlutverki að gegna, sem ráðið getur örlögum Evrópu sjálfrar. Það er í sjálfu sér eðlilegt, að litið yrði á sögu Evrópu, sem meginþátt mannkynssögunnar, á næstliðn- um öldum. Allt frá landafundunum miklu, hefur sag- an snúizt um landvinninga og stjórn framandi þjóða undir valdi Evrópumanna. Það er vert að taka þetta skýrt fram, vegna hinnar næstum sjúklegu andnýlendu- stefnu, sem er drottnandi nú á dögum. í dag ræður ekki almenn nýskipan heiminum, heldur allsherjar stjórnleysi. Spánverjar, Portúgalar, Englendingar, Hollendingar og Frakkar lögðu undir sig heil heims- veldi af nýlendum. Voldugasta nýlenduríkið var heims- veldið brezka. Fram undir lok 19. aldar er það stað- reynd, að heiminum var stjórnað frá Evrópu. Stofnun sjálfstæðs ríkis Bandaríkjanna í Norður-Ameríku, á síðasta fjórðungi 18. aldar, braut samt verulegt skarð í veldismúr Evrópu. Öldum saman voru þjóðir hinna heimsálfanna lítið annað en smápeð á skákborði heims- málanna. Allt fram á þessa öld átti það fullkomlega við um þjóðir Afríku, og að mestu um Asíuþjóðirnar. 1) Portúgalskur landkönnuður, d. 1524. Fann sjóleiðina suður um Afríku til Indlands. Af þessum sökum er með fullum rétti hægt að tala um „heimssögu“ Evrópu. Undir lok síðustu aldar tók að halla undan fæti fyrir drottinvaldi Evrópu, eitt stærsta áfallið var þegar Bandaríkin og Japan hófust í tölu stórvelda. Erfiðleik- arnir byrjuðu þó fyrir alvöru með heimsstyrjöldinni fyrri, og að lokinni síðari heimsstyrjöldinni hafði hið evrópska drottinvald farið algjörar ófarir. Af þessum sökum er tímabilið frá 1914 til 1964, sem grípur yfir báðar heimsstyrjaldirnar og afleiðingar þeirra, tímabil heimsbyltinga. Heimsstyrjaldirnar tvær marka loka- þáttinn í mikilvægu tímabili sögunnar, valdatíma Evrópu, og eru inngangurinn að nýrri öld, sem vér gætum kallað „heimsöldina“. Þessi nýja öld, en vér lif- um nú í upphafi hennar, mætti kallast öld alþjóða sam- skipta. Mikilvægir atburðir. Fyrri heimsstyrjöldin greindi sig frá öllum undan- farandi styrjöldum í Evrópu í því, að nú gátu herir Evrópulandanna ekki einir ráðið úrslitum styrjaldar- innar. Þar sem veldi Napóleons var sigrað með sam- bandi allra Evrópuríkja að kalla mátti eftir langa og grimmilega styrjöld, þá gerðist það einni öld síðar, að styrkur Bandaríkjanna varð að koma til sögunnar, svo að Bandamenn fengju sigrazt á heimsveldinu þýzka. Einnig var það svo 1815, að einungis Evrópuríki tóku þátt í hinum fræga Vínarfundi, en á friðarþinginu í Versölum 1918 voru tvö stórveldi utan Evrópu þátttak- endur, Japan og Bandaríkin. Þá þegar virtist sem engir alþjóðlegir samningar eða samskipti gætu fram farið án þess Bandaríkin væru með. Á hinn bóginn var nú eitt hinna elztu stórvelda Evrópu, Austurríki þeirra Habs- borgar-keisara úr sögunni, enda þótt það hefði um aldir verið einn valdamesti aðilinn í samskiptum Evrópuríkja. Hin Evrópu-stórveldin, England, Fraltk- land, Rússland og Prússland, sem höfðu verið í farar- broddi heimsyfirráðanna síðan á 18. öld biðu nú alvar- legan hnekki. Við þetta bættust enn atburðir, sem reyndust harðla örlagaríkir fyrir framtíðina, en engan óraði þá fyrir, en það var hið sívaxandi veldi bolsjevik- anna rússnesku. Þeir brutust til valda sama árið og Bandaríkin gengu í styrjöldina eða 1917. Ef þannig ein- hver kynni að nefna árið fyrir upphaf „heimsaldarinn- ar“, þá er það tvímælalaust 1917. 100 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.