Heima er bezt - 01.03.1965, Qupperneq 21
En þessum tveimur atburðum var fylgt eftir af nýj-
um stefnuskrám, mörkuðum af pólitík og hugsjónum.
Þær kröfðust nýskipanar heimsins, og létu í ljósi á
augljósan hátt hvert stefnt yrði. Ameríka fór í stríðið,
til þess að tryggja lýðræðinu sigur yfir einræðinu, eða
eins og Wilson forseti orðaði það, tryggja heiminum
lýðræði. Bylting bolsjevika í Rússlandi var ætluð sem
upphaf heimsbyltingar, sem samkvæmt söguskilningi
þeirra, skyldi leggja allan heiminn undir vald komm-
únismans. Að baki þessara stefnuskráa, og ef svo mætti
segja andi þeirra, voru tveir menn, Wilson, forseti
Bandaríkjanna og Lenin, leiðtogi bolsjevikabyltingar-
innar í Rússlandi. Báðir hugsuðu þeir á heimsmæli-
kvarða. Aftur á móti sáu stjórnmálamenn Evrópu, sem
saman voru komnir í Versölum, ekkert út fyrir sín eig-
in landamæri og einkahagsmuni þeirra þjóða, sem þeir
voru fulltrúar fyrir, svo háðir voru þeir þeirri sögu-
skoðun, sem enn leit á Evrópu sem þungamiðju heims-
valdsins. Lenin kom ekki til Versala. Og Wilson auðn-
aðist aðeins að benda á skoðanir sínar en ekki fylgja
þeim fram til hlítar. Afleiðingin varð sú, að friðarsamn-
ingarnir voru einungis miðaðir við skipulag Evrópu á
þeim tíma, þegar drottinvald hennar var að gliðna í
sundur. Bæði Wilson og Lenin — hvor á sinn hátt að
vísu — höfðu miklu víðari yfirsýn og skildu betur mikil-
vægi styrjaldarinnar og sögulegar afleiðingar hennar en
hinir sjálfskipuðu forsjármenn Evrópu í Versölum.
Sýndarvald.
Þegar Bandaríkin og Rússaveldi koma til sögunnar
hefst upphaf „heimsaldar“ vorrar. En eftir 1919 dró úr
áhrifum þessara ríkja um skeið. Bæði Bandaríkin og
Sovét-rússland voru haldin af innilokunarstefnu.
Hvorki kommúnistaleiðtogarnir í Kreml reyndu að
beita alþjóðakommúnismanum, né ráðamenn Banda-
ríkjanna fjármagni sínu á sviði alþjóðlegra áhrifa.
Tímabilið milli heimstyrjaldanna einkennist af sýndar-
valdi Evrópu. En drottnarar framtíðarinnar höfðu að-
eins dregið sig í hlé um stundarsakir. Síðari heimsstyrj-
öldin, sem Hitler hratt af stað, vakti þau af dvalanum.
En afleiðingar styrjaldarinnar þekkjum vér vel og finn-
um enn til þeirra.
Við lok fyrri heimsstyrjaldarinnar var ekki alveg
augljóst í fyrstu að hrun nýlenduveldis Evrópu væri
hafið. En nú sjáum vér greinilega, að svo var. Þótt
Evrópuríkin virtust þá enn ráða nýlendum sínum á ytra
borðinu, skorti þau hinn nauðsynlega innri mátt, til
þess að drottna yfir þeim, og jafnvel viljinn til yfir-
drottnunar var tekinn að veikjast. Frelsishreyfing
Afríku- og Asíuþjóða, sem líta má á sem annan þátt
hinna mikilvægu atburða vorra tíma, hófst með fyrri
heimsstyrjöldinni, ef hún stóð þá ekki enn dýpri rótum
í fortíðinni, og að minnsta kosti flýtti styrjöldin stór-
lega fyrir þeirri hreyfingu. Ár frá ári, áratug eftir ára-
tug óx þungi hreyfingarinnar, og náði hún hámarki
sínu með síðari heimsstyrjöldinni, sem byrjaði með
Evrópustríði eins og sú fyrri.
Sjálfseyðingar styrjöld.
Orsakir þær, sem liggja til þeirrar þróunar, sem mál-
in hafa tekið nú á dögum, eru þessar helztar: Efnahags-
örðugleikar þeir, sem Evrópa skapaði sér í sjálfsmorðs
styrjöld sinni voru túlkaðir sem veikleikamerki af öðr-
um þjóðum, einkum með tilliti til nýlenduvaldsins, og
sá veikleiki leiddi óhjákvæmilega til þeirrar þróunar,
sem einkennir hina síðustu áratugi. Fyrst í þessari þróun
verður að telja efling og uppkomu stórvelda utan
Evrópu, svo sem Japans og Bandaríkjanna og síðar
Sovét-Rússlands. Hér skal því skotið inn, að vissulega
eru Sovétríkin einungis að nokkru leyti evrópiskt ríki,
landnám og nýlendur Rússa og síðan iðnvæðing þeirra
landa, hefur gert ríkið ekki síður asíatiskt, og væri það
því réttast nefnt Evrasíuríki, en Evrasía, er gamalt sam-
nafn á norðurhluta Asíu og Evrópu. Þessi afstaða
Sovétríkjanna markar mjög afstöðu þeirra og áhugamál
á alþjóða-vettvangi. I öðru lagi eru síðan frelsishreyf-
ingar nýlenduþjóðanna. Sjálfstæðishreyfing lituðu þjóð-
anna hefur gert þær fremur að viðfangsefnum en aðil-
um að alþjóðapólitíkinni, enda þótt sumir leiðtogar
þeirra hafi haft háar hugmyndir um pólitískt hlutverk
þeirra á þeim vettvangi. Þessi sjálfstæðisbarátta, sem
farið hefur fram með byltingarsvip, hefur haft að bak-
hjarli kenninguna um sjálfsákvörðunarrétt þjóðanna og
rétt allra manna til að ráða málum sínum sjálfir. Af
þessu má ljóst vera að uppkoma heimsveldanna tveggja
í austri og vestri er nátengd frelsishreyfingu Asíu- og
Afríkuþjóða. Þetta verður ljósast, þegar litið er til yfir-
lýsinga þeirra Lenins og Wilsons ffá 1917, sem gáfu
hinum undirokuðu þjóðum glæsileg loforð um að
sjálfsákvörðunarréttur þeirra yrði virtur. Forsendur
þeirra voru þó harðla ólíkar, þar eð forseti Bandaríkj-
anna hugsaði sér frelsi nýlendnanna sem hornstein
frelsis, lýðræðis og samvinnu þjóðanna, en að Lenin
hvarflaði aldrei annað en að láta frelsishreyfingar þess-
ar verða stökkpall fyrir byltingu alþjóða kommúnism-
ans.
Það varð sérstaklega örlagaríkt fyrir frelsishreyfing-
ar nýlenduþjóðanna, að í þeirra augum voru yfirlýsing-
ar Wilsons og Lenins engan veginn andstæður, heldur
miklu fremur virtust fylla hvor aðra upp. Menntamenn
þessara þjóða, sem stundað höfðu nám í Evrópu,
byggðu upp stefnu sína og baráttuyfirlýsingar jöfnum
höndum á orðum Wilsons og Lenins. Hugtakarugling-
ur sá, sem er svo algengur meðal menntamanna þessara
þjóða, er ekki sprottinn af nútíma áróðri Sovétmanna,
heldur má rekja hann allt til ársins 1917.
Heimsstyrjöldin síðari hraðaði mjög þeirri þróun,
sem einkennir síðustu árin. Styrjöldin, sem Hitler
hleypti af stað, og varð blóðugasti hildarleikur mann-
kynssögunnar, kollvarpaði jafnvægi Evrópu, og sam-
tímis hnekkti hún áhrifum hennar í heiminum. Frakk-
land féll í rústir fyrir nazistaveldinu 1940, og hefur
ekki náð stórveldisstöðu sinni síðan. Ítalía var gjörsigr-
uð 1943, og sömu örlög biðu Þýzkalands 1945. Síðasti
þáttur styrjaldarinnar var frelsun Evrópu undan hinu
Heima er bezt 101