Heima er bezt - 01.03.1965, Page 22
germanska oki. En þessi lausn, og það er mikilsvert
atriði, varð einungis möguleg með aðstoð ríkja utan
Evrópu. Ur vestri komu Bandaríkin, sem báru þyngstu
byrðarnar, en í austri voru hin evrasíatisku Sovétríki
aðalandstæðingur Þjóðverja. Auk þessara tveggja stór-
velda og Stóra-Bretlands, sem stóð eitt uppi gegn ofur-
efli Þjóðverja 1940—1941, voru svo þjóðir samveldis-
ins brezka, Canada, Suður-Afríka, Ástralía og Nýja-
Sjáland. Af þessu má sjá, að það er fullkomlega rétt-
mætt, að segja, að allar heimsálfurnar utan Evrópu hafi
tekið þátt í frelsun hennar frá oki nazistanna, og að
framlag þeirra var verulega miklu meira en framlag
hinnar kúguðu Evrópu sjálfrar. Þegar herir Bandaríkja-
manna og Rússa mættust á Saxelfi nálægt Torgau í apríl
1945 var það tákn þess, hversu hernaðarmáttur Evrópu-
ríkjanna var gjörsamlega þrotinn.
Enginn keppinautur.
Hér hefur það verið sagt af ásettu ráði, að ekkert
stórveldi hefði verið eftir í Evrópu um þessar mundir.
Eins og sýnt hefur verið fram á eru Sovétríkin ekki
nema að nokkru leyti Evrópuveldi. Bretland er ekki
meginlandsríki, heldur sjó- og nýlendustórveldi, ef þá
er hægt að gefa því það nafn eftir 1945. Við styrjaldar-
lokin er þá málum svo komið í fyrsta sinni í sögunni,
að Rússland á engan voldugan andstæðing lengur í allri
Evrópu eða Asíu. í allri nýrri sögu Evrópu hafa stöð-
ugt verið háð stríð milli einstakra þjóðhöfðingja, sem
girntust að ná allri Evrópu á vald sitt og þeirrar stefnu,
að halda uppi jafnvægi milli voldugustu ríkjanna. Má
þar nefna Filippus II. Spánarkonung, Loðvík XIV.
Frakkakonung, Napóleon og síðast Vilhjálm II. Þýzka-
landskeisara. En nú virtist því stríði lokið. Rússlandi var
sigurinn vís, því að ekkert ríki Evrópu fékk staðið því
snúning.
Hátíðlegt loforð.
Það er engum vafa undirorpið, að ekkert nema það,
að Bandaríkjamenn áttu kjamorkusprengju í fómm
sínum, bjargaði þjóðum Vestur-Evrópu, sem rauði her-
inn hafði ekki lagt undir sig, frá því að sæta sömu
ógnaörlögum og Austur-Evrópuþjóðirnar, það er að
verða leppríki Rússa.
Það er staðreynd, að á Jalta-ráðstefnunni um framtíð
Evrópu hét Stalin bandamönnum sínum, Churchill og
Roosevelt, því hátíðlega, að hann mundi láta laus til
lýðræðislegrar stjórnar öll þau lönd utan Rússlands, sem
rauði herinn hafði hernumið. En það leið ekki á löngu
áður en ljóst varð, að Stalin var staðráðinn í að hafa
þau loforð að engu, og beita valdi sínu til hins ýtrasta,
til þess að hagnast svo mikið sem auðið væri á sigrum
þeim, sem her hans hafði unnið. Mannréttindi og al-
þjóðavenjur hafði hann að engu. Þegar litið er á slíkt
svívirðilegt brot á samningum og samþykktum hinna
„þriggja stóru“, þá er ljóst, að spenna sú, sem við höf-
um kallað kalda stríðið var óhjákvæmileg. Ofsök þessa
kalda stríðs er pólitík Rússa eftir styrjöldina og ekkert
annað.
Það hefur verið almenn skoðun og hlotið mikið fylgi,
að kalda stríðið væri afleiðing samkeppni milli hinna
voldugu stórvelda, Bandaríkjanna og Rússlands. Sam-
kvæmt þeirri kenningu ætti það að verulegu leyti að
hafa verið náttúrlegur hlutur, sem þróazt hefði af sjálfu
sér í heimsmálunum. Hversu freistandi sem það væri,
að hallast að þessari skoðun, er hún samt að voru áliti
ekki hin raunverulega orsök til þeirrar hættulegu
spennu, sem skapazt hefur milli austurs og vesturs. Or-
sökin er hin áleitna útþenslustefna í rússneskri utan-
ríkispólitík eftir 1945, og samfara henni ógnunin um að
þrúga heiminn undir ok kommúnismans. Það er alrangt,
þegar sagt er, að heimsvaldastefnu Rússa og Banda-
ríkjamanna hafi lent saman 1945. Það er hinsvegar stað-
reynd að Bandaríkin undir forystu Roosevelts sýndu,
að þau ætluðu sér ekkert annað en sigrast á Þjóðverj-
um og Japönum. Ennfremur má benda á, að Bandarík-
in afvopnuðust í stórum stíl, þegar eftir stríðið, og þau
buðu húsbóndanum í Kreml að taka saman við þá
höndum um að byggja upp alþjóðleg friðarsamtök, sem
voru hin nýstofnuðu samtök Sameinuðu þjóðanna.
Bandaríkin sýndu ekki minnstu tilhneigingu í þá átt að
vilja keppa við Rússa, þeir treystu loforðum þeirra og
samþykktum, sem gerðar höfðu verið sameiginlega. Það
er fyrst þegar Stalin sýndi öllum samningum fyrirlitn-
ingu' og rauf þá hiklaust, og hóf hina áköfu útþenslu
Sovétríkjanna, að Bandaríkin sáu sig tilneydd að standa
á móti þessari heimsveldissókn. Sú ákvörðun Banda-
ríkjamanna hefur bjargað oss öllum Vestur-Evrópu-
þjóðum frá því að lenda fyrr eða síðar austur fyrir
járntjaldið.
Kapphlaup um frelsið.
Vesaldómur Evrópu og sveiflan milli Moskvu og
Washington, sem þungamiðjanna í heimsmálunum, var
ekki lengi að hafa áhrif utan Evrópu. Sjálfstæði Ind-
lands og Pakistans 1947 var merkið til nýlenduþjóð-
anna um að hefja kapphlaup um frelsið, þetta voru
þjóðir Suðaustur-Asíu, Arabalandanna og nær allrar
Afríku. Og nú er svo komið, að einungis smá land-
skikar eru eftir undir nýlendustjórn. Nýlenduveldi
Evrópuþjóða, sem virtist hafa náð hátindi sínum við
lok fyrri heimsstyrjaldarinnar, var næstum því gjörfall-
ið í rústir aldarfjórðungi síðar.
Tvö skaut.
Heimspólitíkin síðan 1945, hefur einkennzt í fyrstu
af samstöðu, en síðar samkeppni þessara tveggja „yfir-
heimsvelda“. Þegar vér tölum um tvö skaut heimsmál-
anna, þýðir það þá staðreynd, að engar stórfelldar póli-
tískar ákvarðanir verða hér eftir gerðar, nema í
Washington og Moskvu. Kúbu-deilan 1962 staðfesti svo
greinilega sem framast verður kosið, að ákvarðanir um
stríð eða frið á heimsmælikvarða verða ekki teknar nema
í höfuðborgum Bandaríkjanna og Rússlands. í saman-
102 Heima er bezt