Heima er bezt - 01.03.1965, Qupperneq 23

Heima er bezt - 01.03.1965, Qupperneq 23
burði við hin tvö „yfir-heimsveldi“ hafa hin fornu stór- veldi eða heimsveldi hrapað niður í annað eða þriðja sæti. Af þessum sökum stöndum vér nú andspænis al- gerlega nýrri taflstöðu á skákborði heimsstjórnmálanna. Hversu „yfir-heimsveldin“ tvö eru geysivoldugri en nokkurt Evrópuríki sést á nær öllum sviðum, víðáttu þeirra, fólksfjölda og framleiðslumagni. Þó eru yfirburðir þeirra miklu mestir á sviði hem- aðar og vopnabúnaðar. Þau hafa næstum því einokun á kjarnorkuvopnum, sérstaldega þó langdrægum eld- flaugum. Þau ein stunda geimfarir. Á öllum sviðum hernaðar standa hin ríkin þeim langt að baki, jafnvel þótt vígbúnaður þeirra allra væri samanlagður. Óhjá- kvæmileg afleiðing þessara staðreynda er, að vér Evrópumenn getum aðeins notið hernaðarlegs öryggis með því að standa undir vernd annars hvors þessara stórvelda, að svo miklu leyti sem hægt er að tala um öryggi á þessum tímum. Þegar vér höfum gert oss þessa staðreynd Ijósa, er víst, að vér eigum ekki í ann- að hús að venda um hernaðarlega vernd en til Ameríku. Það er staðreynd, sem margsinnis hefur verið auglýst; að Sovétríkin keppa að því að þrúga allan heiminn und- ir yfirráð kommúnismans, og um leið ræna allar þjóðir frelsi, bæði þjóðlegum sjálfsákvörðunarrétti og frelsi einstaklingsins. Þegar frjálsar þjóðir báðum megin Atlantshafsins undir forystu Bandaríkjanna sameinuðust 1949, til þess að verjast hættunni af framrás kommúnismans, var það rökrétt afleiðing sögulegra atburða. Bandaríkin ákváðu að vernda grundvallar reglu, sem 173 árum áður, eða 1776, hafði verið lýst í fyrsta sinn í heiminum í Ameríku, en það var mannréttindayfirlýsingin um frjálst samfélag frjálsra manna. Til þess að varnir hinna frjálsu ríkja hefðu nokkurn möguleika á að standast árásir kommúnistatröllsins rússneska, þurfti 173 ára þróun, eða með öðrum orðum vöxt og viðgang Banda- ríkjanna frá fátækri smáþjóð landnema til þess að verða mesta stórveldi samtíðar vorrar. Það snertir viðkvæma strengi, er vér hugsum til þess, að á 20. öldinni hafa Bandaríkin haldið verndarhendi yfir þeim ávexti, sem spratt upp af sæði því er sáð var fyrir 173 árum af hinu veika sambandi enskra nvlendna, sem brotizt höfðu til sjálfstæðis. Björgun vora 1945 eigum vér algerlega að þakka Bandaríkjamönnum og þeirri ákvörðun þeirra að verja með vopnavaldi þær grundvallarhugsjónir Evrópu- og Ameríkuþjóða, sem fram höfðu verið settar undir hin- um sérstöku kringumstæðum 1776. Ameríka er eina veldið, sem jafnt gegn kommúnismanum sem gegn naz- ismanum hefur bjargað oss og í framtíðinni getur bjarg- að oss frá því að þola hin ömurlegu örlög að verða knosaðir undir járnhæl einræðisríkjanna. St. Std. þýddi. Andrea Jónsdóttir . . . Framhald af bls. 99. ----------------------------- félags-þegnum. Og þaðan fylgdi hún einnig manni sín- um eftir til hinztu hvíldar í grafreitinn á Kollafjarðar- nesi. (Franklín andaðist eftir 35 ára sambúð þeirra hjóna 20. júlí 1940.) Þau hjón eignuðust 13 börn, sem öll komust til full- orðinsára, og eru þau talin hér eftir aldri: 1. Þórður, bóndi í Litla-Fjarðarhorni, kv. Ingibjörgu Bjarnadóttur Guðlaugssonar. Börn þeirra: Jóna, húsfreyja á Felli í Kollafirði, Ingunn, hjúkrunar- kona, Franklín, heima, Lára, gift, búsett í Reykja- vík. 2. Sigurður, tvíburi Þ., bóndi í Litla-Fjarðarhorni. Bústýra: Signý Sigmundsdóttir frá Einfætlingsgili, sonur þeirra: Sigmundur Jóhann. 3. Hermína, g. Ingólfi Guðmundssyni, verkstjóra. Bú- sett í Reykjavík. 4. Eggþór, í Litla-Fjarðarhorni. 5. Anna Margrét, á Þóroddsstöðum í Hrútafirði. Son- ur: Magnús Þorbergsson. 6. Guðbjörg, g. Guðmundi Einarssyni, vélstjóra, bú- sett á Siglufirði. Börn: Einar, vélfræðingur, Helga, Maron, Benedikt, Guðrún, Sigurður og Inga. 7. Aðalheiður, g. Benedikt frænda sínum Þorbjarnar- syni í Steinadal, d. 1948. Börn: Þorbjörn, Hallfríð- ur, Jón, Franklín, Gunnar og Stefán. Aðalheiður er búsett á Akranesi. 8. Guðmundur Helgi, búsettur í Reykjavík, kv. Elísa- betu Kristjánsdóttur. Barn: Ragnar. 9. Hallfríður Nanna, g. Baldvin Guðjónssyni. 10. Benedikt Kristinn, kv. Regínu Guðmundsdóttur. Börn: Jónína, Ásdís, Andra og Guðmundur, tví- burar. — Búsettur á Selfossi. 11. Jón Líndal, kv. Sveinbjörgu Jónsdóttur. Börn: Helga, Ásrún, Andrea. Búsett á Selfossi. 12. Margrét, g. Halldóri Bjarnasyni, frænda sínum, frá Ljúfustöðum. Böm: Gunnhildur, — dánir Bjami og Benedikt. Búsett á Siglufirði. 13. Guðborg, g. Albert Sigurðssyni. Börn: Sigurmar, Guðmundur og Óskar, (Andrea látin). Búsett á Siglufirði. Fjölskyldu-myndin var tekin fyrir nokkrum árum. Höfðu þau þá mælt sér mót í Fornahvammi. Sýnir það ljúfar og traustar minningar við bernsku sína og æsku- heimili, og hve römm er sú taug, er tengir vel uppalin systkin traust við föður og móður. Þá er það og kveðja til eftirkomendanna, bæði í svip og sjón, og það sem innar og dýpra liggur: — Ræktar- seminni innan fjölskyldunnar. Heima er bezt 103

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.