Heima er bezt - 01.03.1965, Qupperneq 24

Heima er bezt - 01.03.1965, Qupperneq 24
ÞATTUR ÆSKUNNAR RITSTJORI HVAÐ UNGUR NEMUR Frá Breiáafjaráarbyggáum - Fögur og söguleg strancllengja - Gullfjallié r jöníblaði fyrra árs var lokið þætti með þessari sömu fyrirsögn, og gat ég þess þá, að ég myndi ef til vill síðar halda áfram með þátt á sömu leið- um. En þar féll frásagan, er komið var inn fyrir Berserkjahraun. Var þá Bjarnarhöfn og Berserkjagatan að baki, en leiðin gat þá legið áfram um hina söguríku byggð, er nefnist Helgafellssveit. En á þeirri leið blas- ir við sýn hið fagra Helgafell, sem sveitin dregur nafn sitt af. En ég mun þó ekki í þessum þætti segja frá hinu sögulega Helgafelli, af því að ég hef áður í þessum þætti sagt frá Helgafelli í októberblaði 1956. En í þeim þætti er þessi setning: ^ „Rétt utan við kirkjugarðinn er leiði Guðrúnar Ósvífursdóttur." Er þessi setning ekki frekar rökstudd þar. Vil ég nú, aður en lengra er haldið inn hina sögulegu strandlengju, færa nokkur rök fyrir sögninni um leiði Guðrúnar Ósvífursdóttur. — Fyrir hálfum öðrum áratug flutti ég útvarpsþátt, er ég nefndi: Örnefni og saga. Þar seg- ir svo um leiði Guðrúnar Ósvífursdóttur: „Fyrir norðaustan kirkjugarðinn á Helgafelli er stór þúfa eða upphlaðið leiði, sem þó er stærra um sig en venjuleg upphlaðin leiði og snýr í gagnstæðar áttir við venjuleg leiði, eða sem næst í suður og norður. Munn- mælin segja, að þetta sé leiði Guðrúnar Ósvífursdóttur. í Laxdælu segir svo: „Guðrún varð gömul kona, og er það sögn, að hún yrði sjónlaus. Guðrún andaðist á Helgafelli og þar hvílir hún.“ Um þetta hefur sagan ekki fleiri orð. Margir ferða- menn, sem heimsækja Breiðafjarðarbyggðir, leggja leið sma að Helgafelli, því að fáir sögustaðir eiga sér dul- magnaðra aðdráttarafl, en Helgafell í Þórsnesi. A meðan ég átti heima í Stykkishólmi, lá leið mín oft þangað með ferðamönnum, sem gengu á Helgafell. yar þá venjan sú, að staðnæmast við leiði Guðrúnar Ósvífursdóttur, áður en gangan var hafin. Síðan gekk hópurinn hljóður og hugsandi upp á Helgafell, eftir þeim reglum, er þar um gilda. Oft var þessi spurning lögð fyrir mig, er ferðamanna- hópurinn stóð hjá leiðinu: „Veit nú nokkur, hvort þetta er leiði Guðrúnar Ósvífursdóttur?“ Stundum svaraði ég þessari spurningu með því að spyrja aftur. „Hvers vegna ætti þessi sögn að hafa myndazt, ef hún væri ekki sönn? Hvenær ætti leiðið að hafa týnzt, þar sem ætt- menn hennar bjuggu fyrst á Helgafelli um nokkurt skeið, og jörðin hefur aldrei farið í eyði?“ Einnig sagði ég frá því, að grafið hefði verið í leiðið, og sannazt hefði, að hér væri forn legstaður. Ég vík þá aftur að spurningu ferðamannanna. Enn myndi ég gefa svipað svar, ef ég væri spurður, og er það þó í rauninni ekki svar, — heldur spurningar. Hvers vegna ætti sögnin að hafa myndazt, ef hún væri ekki sönn? Hver hefði fyrstur átt að nema hér staðar og

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.