Heima er bezt - 01.03.1965, Qupperneq 28

Heima er bezt - 01.03.1965, Qupperneq 28
Víg þig hér að verki vorri gróðrar-mold. Hef þú hennar merki hátt á móðurfold. Hér er helgur staður hér, sem lífið grær. íslands æskumaður! Islands frjálsa mær! í janúar-blaði þessa árs birtist ljóð, sem nefndist: Söngur fangans eða Fangasöngurinn. Var kvæðið skráð eftir minni Jenna Jónssonar, sem er vel þekktur höf- undur dægurljóða. En nú hef ég fengið bréf frá Kristínu Jónsdóttur Sellátrum í Helgustaðahreppi við Reyðar- fjörð og Helga Þorlákssyni og frú hans í Reykjavík og kunna þau öll í sameiningu fjórum erindum fleira, en birt var í þættinum í janúarblaðinu. Þessi erindi eru þannig: í kvöld áttu alein að koma í kyrrlátri mánaskins dýrð, því ég ætla að segja þér sögu, þá sögu, sem engum var skýrð. Til fangelsis feta ég hljóður fast hendur járn binda stinn. — Burt hrifinn frá heimili og móður með hrynjandi tárin á kinn. Mín móðir, hún syrgir svo sáran, en setur á guð alla von. Hvar, sem að blæðir ein báran, þá blæðir hún fyrir einn son. Að hrasa, það hendir oss alla, því heimurinn blekkir hvern mann. Hverjum unglingi er auðvelt að falla, ef aldrei til guðs biður hann. Þegar ég var að skrifa þennan þátt barst mér bréf frá frú Sigríði Einarsdóttur Norðfirði. Hún kannast vel við ljóðið í janúarblaðinu, sem nefnt var Fangasöngur- inn, en hún kann auk þess fjögur erindi, sem hún held- ur að séu úr sama kvæði. Hún segist hafa lært þessi er- indi af hljómplötu um 1930. — Er svo að sjá, sem þetta angurblíða ljóð hafi stöðugt bætt við sig nýjum erind- um. — Hér koma því enn fjögur erindi til viðbótar: Margoft gengum við götuna leyndu í góðviðri um miðnætur stund. Tókum undir með líðandi lindum er liðast um döggvota grund. Þegar rökkvar við finnumst sem forðum og fylgjumst um kunnugan stig. Þar sem ástir og ævintýr hjala en aðeins um þig og um mig. Guðlaugur, Gísli, Þorbergur og Þorsteinn á Bólstað biðja um einhver ljóð eftir Ómar Ragnarsson, en segj- ast ekki muna nöfnin á þessum ljóðum. — Hér birtist eitt nýtt ljóð eftir Ómar. Það heitir: Því ekki? Stefán Jónsson og Ludo-sextettinn hafa leikið þetta og sung- ið á hljómplötu. Því ekki að taka lífið létt, og taka léttan gleðisprett, og reyna að benda á þá björtu hlið, sem blasir ekki við. Hvers vegna að vera að þrasa þreytt, um það, sem enginn getur breytt, því ekki að una glöð í öllu því, sem ekki er voru valdi í. Af áhyggjum er víst nóg, án vinnu fæst ei gleði þó. Við skulum láta h'f og fjör létta okkar sálarkjör. Þótt gleðin komin sé í hvarf, má veita kæti í líf og starf. Svona nú, ertu lifandi eða hvað? Því ekki að geysast af stað. Þá kemur hér að lokum ljóð, sem margir hafa beðið um. Það heitir: LAND VEIT ÉG - Dr. Sigurður Þórarinsson hefur þýtt ljóðið úr sænsku. Land veit ég langt og mjótt, lifir þar kynleg drótt, er nefnast ítalir, eru þeir kvensamir. Ástfangnir einskis svíf- ast þeir og beita hníf, þannig er ástin ó, á Italiano. Yfir höfin vill hugur minn sveima og heim til þín ljúfasta mær. Það er sárast að sjá þig ei lengur af söknuði hjarta mitt slær. Þó að hafdjúpin meini’ okkur munað þá mundu samt elskandi vin. Þú veizt að hann vendir heim aftur er vorblærinn andar á hlyn. Hnífa að brúka agalegt er, annar er stæll á gæjunum hér, sá, sem af stelpu ástfanginn er, ei kemur fram sem róni. Framhald á bls. 112. 108 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.