Heima er bezt - 01.03.1965, Blaðsíða 29
FJÓRÐI HLUTI.
— Þetta vissi ég, sagði Sonja hreykin. Skúli er fall-
egastur af strákunum, segja allir, en hann er líka lang-
verstur. Nú skaltu koma heim og sjá þá, sagði Sonja
og dró Hönnu af stað.
— Nei, ég þarf að fara heim og gefa Hörpu, sagði
Hanna ákveðin, ég vil ekki sjá strákana.
Það var sama hvernig Sonja bað, lengra fékkst Hanna
María ekki til að fara. Þær settust á sína þúfuna hvor,
og Neró á milli þeirra. Og þar sátu þær, þegar amma
kom út á hlaðið og kallaði hástöfum á Hönnu.
I sömu andránni var kallað á Sonju heiman frá bæ,
hún átti að passa Sverri.
Komdu og sæktu strákinn með mér, svo fer ég
með þér ofan í Kot og fæ að gefa Hörpu.
Hanna var treg til, en lét þó undan, því ekki er hægt
að eiga vinkonu, ef maður vill aldrei neitt fyrir hana
gera.
Heima á hlaðinu stóð faðir Sonju og hélt í hendina á
Sverri.
— Sæl, sagði hann og kyssti Sonju. — Hvar fannstu
þetta trippi?
— Þetta er hún Hanna María í Koti, og hún er ekk-
ert trippi, við erum vinkonur, og ég á Neró með
henni, sagði Sonja sármóðguð.
Jón rétti Hönnu höndina:
— Sæl, kindin mín, sagði hann og glotti ofurlítið.
Hanna stakk höndunum aftur fyrir bak og lét sem
hún heyrði ekki í Jóni.
— Hvað ertu að stríða barninu, sagði ókunnug
stúlkurödd.
Hanna sneri sér við. í dyrunum stóð ung og falleg
stúlka með glóbjart, liðað hár, eins og prinsessurnar í
ævintýrunum. Hún kom nú út á hlaðið til þeirra og
rétti Hönnu höndina:
— Sæl og blessuð, en hve það er gaman fyrir Sonju,
að þú skulir eiga heima svona nálægt, ég vildi bara, að
þú ættir stóra systur, sem gæti orðið vinkona mín. Hún
brosti og strauk gegnum úfið hárið á Hönnu, sem
roðnaði af gleði yfir hve vingjarnleg stúlkan var.
— Nei, og átt þú þennan hund, en hve hann er stór
og fallegur, sagði Ninna með aðdáun.
Neró dillaði skottinu í ákafa.
— Heilsaðu! sagði Hanna og benti á Ninnu.
Neró reis upp á afturlappirnar og rétti Ninnu hægri
framfótinn, svo bofsaði hann ósköp kurteislega þrisvar
í röð.
Ninna faðmaði Neró að sér, þvílíkan hund hafði
hún aldrei séð, jafnvel Jón gat ekki dulið aðdáun sína,
og Sverrir heimtaði að fá að koma á bak á ho, ho hundi.
Loks var allt heimilisfólkið komið út á hlað og dáð-
ist að Neró.
Hanna gaut augunum til bræðranna, sem hún hafði
ekki séð áður. Það var satt, Skúli var allra fallegastur.
Hún leit á Áka, sem brosti til hennar. Allt í einu varð
henni svo hlýtt um hjartaræturnar, hún var viss um að
Áki var vinur hennar, og þá gerði ekki nokkurn skap-
aðan hlut til, þó þau öll hin stríddu henni. Sonja og
Áki, hún leit á Ninnu, jú, hún var svo góðleg, þau
þrjú vildi Hanna eiga að vinum.
Jón bóndi tók nú að benda sonum sínum tveim, sem
ekki höfðu komið þarna áður, á hólmana og eyjamar:
— Þið verðið að fara að laga til í varpinu strax í dag,
gamli maðurinn sagði, að það mætti ekki dragast úr
þessu.
— Hvernig á að laga þar til? spurði Skúli.
Jón yppti öxlum: — Æ-i, það má skollinn vita, en
karlinn tók nú svona til orða.
— Hvaða karl?
— Hann þarna í Kotinu. Það er verst, að hann vill
ekki selja kotið strax, en ég fæ það seinna.
— Nei! kallaði Hanna María og horfði leiftrandi
augum á Jón. — Þú færð aldrei það, sem afi á, og við
eigum eyjar líka, sem þú færð ekki, ég ætla að búa,
þegar afi er hættur.
—• Sú þykir mér segja fréttir, sagði Jón, en kotræksn-
inu verð ég nú búinn að ná, áður en þú verður komin
á giftingaraldurinn.
— Ég ætla ekki að gifta mig, ég ætla að búa með afa,
svaraði Hanna reið.
Jón skellihló. — Þá læt ég bara einhvern strákanna
minna ná í þig, ég á nóga stráka, sýnist þér það
ekki?
— Ekki vil ég sjá hana, sagði ÓIi með fyrirlitningu.
— Ekki ég eiga hana, sagði Sverrir, hinir hlógu.
— Ég skal láta Neró bíta ykkur alla, sagði Hanna
með grátstafinn í kverkunum.
Heima er bezt 109