Heima er bezt - 01.03.1965, Page 32
ann dýpra og gaf frá sér smá-hrotur. Alltaf var amma
viss um að afi svæfi, þegar hann hraut, svo þetta hlaut
að vera ágætt ráð. En amma reis þá upp og kom yfir
til hennar tautandi í hálfum hljóðum, að það væri auð-
heyrt að telpan væri að veikjast alvarlega, það hefði
aldrei heyrzt svona snörl í henni fyrr, hún tók á enni
telpunnar, sem var orðið rakt af öllum dúðunum. — En
hún sefur, svo það er óhætt að ég leggi mig aftur, sagði
hún við sjálfa sig og gekk yfir að rúminu sínu.
Með mestu varúð tók Hanna María að losa trefilinn
af hálsi sér, hún var alveg að kafna úr hita. Svo spark-
aði hún flöskunni eins langt til fóta og hún gat og
hnipraði sig saman í kuðung, og eftir stutta stund var
hún sofnuð.
X.
Samvizkan.
Hanna María var ekki fyrr sofnuð en Samvizkan
hoppaði upp á sængina hjá henni og kitlaði hana á nef-
broddinn með löngu priki.
— Hvað er þetta? hugsaði Hanna og glennti upp
augun, aldrei hafði hún séð neitt þessu líkt. Litla mann-
kertið sem sat á sænginni hennar, renndi sér ofan á gólf
og benti henni að koma með sér. Hanna settist upp, en
fram vildi hún ekki fara.
— Nú kemurðu með mér, kelli mín, sagði litli mað-
urinn.
— Nei, það geri ég ekki, afi og amma vakna, ef ég
fer fram úr baðstofunni.
— Ekki frekar en þau vöknuðu fyrr í nótt, þegar þú
stalst út, sagði karlinn. Og ef þú kemur ekki með góðu,
þá kann ég ráð til að láta þig hlýða, telpa mín.
— Ekki ræður þú við mig, svona lítill karl, sagði
Hanna hróðug.
Þá skellihló litli maðurinn og benti á hana með langa
prikinu íínu og sagði:
Hókus pókus, hlýddu mér,
annars sérð þú hvernig fer!
Það var sama þó Hanna reyndi að vera kyrr í rúm-
inu, prikið seiddi hana til sín, hún mátti til að elta það.
Nauðug viljug elti hún karlinn og prikið hans fram úr
baðstofunni, gegnum eldhúsið, ganginn og út á hlað.
— Hvert ætdarðu með mig? spurði Hanna og var
orðin hálf smeyk.
— Bíddu bara róleg, litli ræningi, þú færð brátt að
sjá það, anzaði litli karlinn og hélt áfram niður túnið,
— Ég vil ekki fara með þér, ég má ekki fara út á
nóttunni, amma verður hrædd, ef hún vaknar og sér
að ég er ekki í rúminu.
Fremhald.
112 Heima er b.ezt
Dægurlagaþátturinn
Framhald af bls. 108. -----------------------------
Með kitlum hann henni kemur af stað,
kyssir hana og segir: eigum við að?
Og ungfrúin svarar: ætli ekki það, —
ástin er svona á Fróni.
Tveir ef að svanna sjá,
sem báðum lízt vel á,
óðar hefst æsingur
upp dregnar pístólur,
lét margur lassarón,
líf fyrir stelpuflón.
Þannig er ástin ó,
á ítaliano.
Finnst ykkur nokkuð fyndið í því,
að fá gegnum hausinn pístólublý,
hvað gagnar stelpu ástarleik í,
örendur lassaróni.
Hnefana að brúka hentugra er,
heiðarleg slagsmál, þau líka mér,
og stelpan fær þann, sem ómeiddur er,
ástin er svona á Fróni.
Astfangin hönd í hönd
hímandi á sjávarströnd,
mæna á mánans Ijós,
mannkerti og svarteyg drós.
Gutlandi á gítara,
grátklökkva slagara,
svift allri sálarró,
sorgmædd en hástemmd þó.
Síðast þau sonnettó,
syngja í falsettó.
Þannig er ástin ó,
á ítaliano.
Svei er það þannig suðrinu í
sannlega ekki gezt mér að því,
seint mun ég láta æsa mig í
ítalska kærleiksflónsku.
Betra er á réttaböllunum hér,
brennivín hafa allir með sér,
og heyið svo mjúkt í hlöðunum er,
hollust er ást á frónsku.
/'leiri ljóð birtast ekki að sinni.
Stefán Jónsson, Skeiðarvogi 125.