Heima er bezt - 01.04.1965, Blaðsíða 2

Heima er bezt - 01.04.1965, Blaðsíða 2
VIÐ STARFSAFMÆLl Ég hrökk við fyrir nokkrum dögum, þegar ég las, að Hákon skógræktarstjóri ætti 30 ára starfsafmæli. Mér fannst svo undrastutt síðan við sátum að stúderingum suður í kóngsins Kaupinhöfn. Annars er það naumast í frásögur færandi, þótt einhver eigi 30 ára starfsaf- mæli, það höfum við fleiri átt, og engum þótt mikið. Það er því ekki ætlun mín að fara að skrifa afmælis- grein, en þessu afmæli er svo farið, að á þessum 30 ár- um hefur verið brotið blað í sögu íslenzkra ræktunar- mála, og má kalla að ný öld hafi byrjað í þeim efnum. Þess vegna gefur afmælið efni til nokkurra hugleiðinga um skógræktarmálið. Þegar Hákon Bjarnason tók við yfirstjórn Skógrækt- arinnar, hafði Skógrækt ríkisins starfað í fullan aldar- fjórðung, en í raun réttri hafði málunum þokað lítt áleiðis, nema unnið hafði verið merkilegt friðunarstarf, sem borgið hefur ótrúlegum verðmætum íslenzkrar náttúru. Litlar tilraunir höfðu verið gerðar um inn- flutning erlendra trjátegunda, og enn minna að því, að skapa almennan áhuga eða skilning á málinu. Jafnvel áhugamenn um skógrækt voru haldnir þeirri trú, að ís- lenzk skógrækt gæti naumast orðið annað en friðun og ræktun birkiskóga þeirra, sem fyrir væru og síðan rækt- un trjáa til prýði við hús og bæi. Alltof margir hylltu þá skoðun, að skógræktin væri að vísu skemmtilegt við- fangsefni, en gæti aldrei átt sæti við hlið annarra rækt- unaraðgerða, né haft hagnýta þýðingu, sem nokkru næmi umfram það að vera til skrauts. Nýjungarnar, sem Hákon flutti inn í skógræktina voru annars vegar að hefja innflutning erlendra trjá- tegunda, og hins vegar að kenna þjóðinni, að skógrækt- in væri margþætt hagsmunamál alþjóðar. Hún væri ekki einungis lífsnauðsyn gegn landeyðingu, heldur væri hún einnig öflugur stuðningur við aðra ræktun, og undirstaða að nýjum atvinnuvegi. í stuttu máli sagt, ræktun skóga bætti landið, og hér gætu vaxið þeir skóg- ar, sem standa mættu jafnfætis skógum í öðrum norð- lægum löndum, og ræktun skóglendis gæfi meiri arð en nokkur önnur ræktun, einkum þó af því landi, sem annars væri nytjalítið. Eftir þessum forsendum hefur Skógrækt ríkisins og skógræktarfélögin nú starfað í 30 ár, enda þótt um verulegar framkvæmdir hafa ekki verið að ræða fyrr en síðustu 10—15 árin. Og hvað hefur svo gerzt? Leitað hefur verið til fanga um erlendar trjátegundir frá þeim stöðum, sem eftir staðháttum eru líklegastir, og þegar er sýnt, að allmargar trjátegundir sýna hér líkan vöxt og í nágrannalöndum vorum. Má þar nefna sitkagreni, lerki, rauðgreni og furutegundir. Þá hefur skógræktin tekið upp samvinnu við skógræktarmenn og stofnanir víða um heim, hefur það samstarf reynzt mjög happadrjúgt, og gert oss kleift að fylgjast betur með en ella og hljóta margvíslega fyrirgreiðslu. Og nú er loks svo komið, að byrjað er að reisa fullkomna til- raunastöð, sem vænta má að skapi vísindagrundvöll starfsins í framtíðinni. Víða hefur náðzt athyglisverður árangur. Má þar nefna lerkiskóginn á Hallormsstað, einnig ræktun barr- trjáa í Þjórsárdal, Haukadalshlíðum, Borgarfirði og við Akureyri. Á þessum stöðum tala verkin svo skýru máli, að ekki verður um villst. En allt um það eru þeir menn enn of margir, sem neita þeim staðreyndum, að skógar fái þrifizt hér á landi til nokkurs gagns. Jafnvel heyrist sagt, að skógræktin geti orðið til tjóns. Og því miður hafa þeir fengið nokkurn hljómgrunn síðari árin. Stundum gæti manni dottið í hug að vöxtur og vel- gengni skógræktarmálanna, hafi knúið þessa óheilla- spáfugla til athafna. En skógurinn heldur áfram að vaxa. Hinsvegar mega menn ekki vera of óþolinmóðir, trén vaxa hægt, og eins og öll ungviði geta þau orðið fyrir óhöppum, sem seinkar vexti þeirra í bili. Vér meg- um því sízt af öllu láta það draga úr oss kjarkinn, þótt ekki leiki allt stöðugt í lyndi. Og við nánari athugun eru óhöppin miklu minni en við hefði mátt búast eins og vér urðum að renna blint í sjóinn með ýmsar at- gerðir á frumstigi skógræktarinnar. Skógræktarfélögin víða um land hafa unnið mikið og þarft verk við hlið Skógræktar ríkisins. En þeim þarf að vaxa betur fiskur um hrygg. Þeirra hlutverk er að færa skógræktina heim í hvert byggðarlag og hvern bæ. Þau eiga að skapa það viðhorf, að skógræktin sé málefni alþjóðar, og einn liður þess starfs, að gera land vort betra fyrir framtíðina. Þeir sem hug hafa á að byggðin haldist í sveitum landsins, og blómgist þar, verða að láta sér skiljast, að skógræktin mun flestum atgerðum fremur vera þess megnug að halda fólkinu kyrru í sveitunum og skapa því þar æskileg kjör. Ég get hugsað, að sumum þyki hér mælt af of mikilli bjartsýni. Því vil ég svara svo: Um meira en þrjá tugi ára, hef ég varið verulegum hluta af tíma mínum, til þess að kynna mér náttúru og einkum gróður lands vors. Því meira sem ég hef kynnt mér þá hluti, hef ég orðið sannfærðari um möguleika og gildi skógræktar- 118 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.