Heima er bezt - 01.04.1965, Blaðsíða 27
nesi, þá nær hálfsjötugur. Gékk hann að og frá vinnu-
stað á hverjum degi. Starfsþrek hans var mikið samfara
fjöri og gamansemi. Þekktastur af þeim, sem þarna unnu
og enn eru ofan foldu er Þórbergur rith. Þórðarson.
Ekki var hann talinn afkastamikill verkmaður, en hug-
dettur hans og margvíslegt skop vöktu meiri thygli því
þar kom hann víða við. v
Brúin er um 22ja metra löng á 4 m. háum stöplum.
Aðeins einu sinni hefur vatnsmagn Laxár orðið svo mik-
ið að það mun hafa náð brúarpalli, það var aðfaranótt
16. sept. 1936. Þá gerði óhemju mikið skýfall og ofviðri
með meiri fádæmum en menn hafa þekkt fyrr né síðar.
Brúin var vígð til umferðar 11. september með allri
þeirri „pomp og prakt“, sem þá var völ á. Nokkrir ungir
verkamenn æfðu söng undir stjórn séra Benedikts prests
í Bjarnanesi fyrir vígsludaginn. Ræðustóll var reistur
utan við brúna. Athöfnin hófst með því að söngflokk-
urinn söng: „Þú álfu vorrar yngsta land“. Þá steig Þör-
leifur alþingismaður í ræðustólinn og flutti langa og
skörulega ræðu. Að henni lokinni flutti Eymundur þetta
kvæði, sem hann hafði ort:
Okkar mesta mannverk hér
mönnum fyrir sjónir ber.
Það er brúin breið og há,
sem byggð er yfir þessa á,
hún er traust og harla góð,
til heiðurs hverri menntaþjóð.
Fætur eru steyptur steinn,
úr stáli gerður sérhver teinn.
Eftir feður okkar hér,
ekkert mannverk sjáum vér,
sem staðið hefur eina öld,
endurminning sú er köld.
Mannvit, orka, dugur, dáð,
drjúgum vex um Isaláð,
um það vitni ber nú bezt
brúin sem að hérna sézt.
Með brúm að tengja land við land
leggja vegi um fjöll og sand,
það er fagurt þjóðarstarf
það skulu börn vor taka í arf.
Að tengja saman hug og hönd,
hreinsa og brúa andans lönd,
er það framkvæmir þjóðin merk
það er hennar listaverk.
Að þessu loknu gengu samkomugestir í fylkingu yfir
brúna með söngflokkinn í fararbroddi og bláhvíta fán-
ann á stöng, syngjandi fánakvæði Einars Benediktsson-
ar. Var haldið í samkomuhús sveitarinnar og sezt þar að
kaffiborði. Menn skemmtu sér þar við ræðuhöld og söng.
Þar flutti Eymundur gamansama brúarrímu í reyfara-
stíl. Menn skemmtu sér hið bezta þó ekki væri dans né
Laxárbrú. Meðalfell i baksýn.
áfengi. Veður var einmuna gott. Hófið stóð til kl. 12
um nóttina.
Laxárbrúin hefur nú þjónað sínu hlutverki í 54 ár,
hún var eins og aðrar samgöngubætur á þeim tíma, gerð
fyrir hestaumferð, því er hún nit mjó og veikbyggð fyr-
ir þau vélknúnu þungatæki, sem komin eru í umferð,
má því búast við að hennar hlutverki í þeirri mynd sem
nú er verði brátt lokið, en áður en því lýkur hefi ég
reynt að varðveita sögu hennar í þessum fáu dráttum.
Meðfylgjandi mynd sýnir fallegt umhverfi Laxai
brúar, þar er áin, brúin og hin tignarlega og stílhreina
kirkja, sem flutt var frá Bjarnanesi og byggð þarna 1911,
gnæfir hún yfir alla byggð, með það einstæða og fal-
lega Meðalfell í baksýn.
Að lokum skal aðeins minnst á það, að fyrsti bíllinn
í sýsluna er keyptur í Nesjasveit 1925. Fyrsti bíllinn
sem fer um Almannaskarð úr Nesjum í Lón, fór það
1930, og 1935 fara fyrstu bílar yfir Lónsheiði héðan að
sunnan austur til Djúpavogs. Fyrsta jarðýtan kom í sýsl-
una 1949 á vegum Ræktunarsambandsins austan fljóta,
hennar fyrsta verkefni var vinna við vegagerð. Breyt-
ing sú sem þessi vélknúnu tæki valda hvað umferð og
vinnu snertir, er flestum Ijós og verður því ekki rædd
hér.
LEIÐRÉTTINGAR
í grein um frú Dagnýju Pálsdóttur: Á bls. 85, 2. 1.
að ofan, fremra dálki, stendur: „Haustið 1915“ — á að
vera: Haustið 1905. I sama dálki, 2. 1. að neðan, stend-
ur: „Hann dó 1914“, á að vera: Hann dó 1904.
Heima er bezt 143