Heima er bezt - 01.04.1965, Blaðsíða 10
Séð yfir Reykjalund.
En tímarnir hafa breytzt, og forráðamenn Reykja-
lundar hafa verið sívökulir um að finna ny verkefni.
Nú um alllangt skeið hefur hverskonar plastiðnaður
verið meginuppistaða iðnaðarins í Reykjalundi, og verð-
ur hann sífellt fjölþættari. Þar eru gerð allskonar leik-
föng og stöðugt bætist við nýtt, búsáhöld af ýmsu
tagi, vatnsleiðslupípur og einangrunarvír, svo að eitt-
hvað sé nefnt. Hefur plastiðjan marga þá kosti til að
bera, sem hæfa vinnu á slíkum stað. Hún er hreinleg
og fremur létt, krefst meira nákvæmni og hugsunar en
átaka eða kunnáttu. Vörur Reykjalundar eru löngu
landskunnar og eftirsóttar, þau munu ekki vera ýkja-
mörg heimilin hér á landi, svo að þar sé ekki eitthvert
búsáhald, leikfang, garðslanga, vatnspípa eða handrið
úr Reykjalundarplasti. Eru allar vörur þaðan unnar af
smekkvísi, og því eftirsóttar.
Það varð brátt ljóst, að í sambandi við hinn marg-
þætta iðnað væri vistmönnum nauðsyn og næsta hag-
kvæmt að fá notið nokkurrar iðnmenntunar. Því var
stofnsettur þar iðnskóli, sem rekinn hefur verið nú um
mörg ár með ágætum árangri.
Auk þess að vinna á verkstæðunum, annast vistmenn
fjöldamörg störf í þágu heimilisrekstrarins, svo sem
þvotta, hreingerningar, skrifstofustörf og þess háttar,
því að margs þarf búið við.
Ég vil ekki þreyta lesendur á tölum, en geta þess
eins, að árið 1963 nam vörusala Reykjalundar nær 19
milljónum króna, og vinnustundafjöldi á hælinu var
það ár alls 127.636. Gefur þetta nokkra hugmynd um,
hversu víðtæk starfsemin er, en hvílíkt gildi þetta hef-
ur má meta eftir því, að mikill hluti þessara vinnustunda
er vinna fólks, sem annars hefði setið auðum höndum.
Má af því ráða, hvílíkum verðmætum hælið bjargar fyr-
ir þjóðarbúið.
En þótt mikils sé vert um hinn beina fjárhagslega
hagnað fyrir þjóðfélagið, er hitt þó miklu meira vert,
sem aldrei verður með tölum talið, hversu mörgum
manni hælið hefur bjargað og gert þá starfhæfa á ný í
þjóðfélaginu utan hælisveggjanna. Það hefur skapað
þeim nýja von, starfsgleði og starfsorku. Þótt vinnu-
stundirnar séu margar, eru sólskinsstundirnar í lífi ein-
staklinganna, sem hælið hefur skapað þeim, langt um
fleiri.
Myndirnar, sem grein þessari fylgja, gefa nokkra
126 Heima er bezt