Heima er bezt - 01.04.1965, Blaðsíða 8
Aðalbygging Reykjalundar.
Anddyri neðar.
Að fylgjast nákvæmlega með heilsu og vinnuþoli
sjúklingsins og auka vinnutíma og afköst eftir því sem
heilsan batnar.
Að hafa vekjandi áhrif á hann og gera hann sér þess
meðvitandi, að hann er ekki lengur ómagi þjóðfélagsins.
Að tryggja þjóðfélagið gegn smithættu af sjúklingn-
um hættulegasta tímann.“
Þessi orð hafa markað stefnu og störf Reykjalundar
til þessa dags.
í júnímánuði 1944 hófust framkvæmdir. Keypt hafði
verið land að Syðri-Reykjum í Mosfellssveit, og fylgdu
því miklir hermannaskálar. Aðstaða til hitaveitu fékkst
frá Reykjavíkurbæ. Svo vel var að unnið, að 1. febrúar
1945 var lokið að reisa fyrstu húsin, og fyrstu vistmenn-
irnir, 20 að tölu, fluttu þangað inn. Var hælið þá vígt,
og því gefið nafnið, að tillögu síra Hálfdáns Helga-
sonar. Oddur Ólafsson var þá ráðinn yfirlæknir og
framkvæmdastjóri hælisins en fröken Valgerður Helga-
dóttir yfirhjúkrunarkona. Nokkrum árum seinna tók
Árni Einarsson við framkvæmdastjórn. Hafa þeir tveir
starfað þar síðan en fröken Valgerður lét af störf-
um þar 1961. En þau þrjú mörkuðu þegar í upphafi
starfshætti og rekstur hælisins, og hefur búið að þeirri
gerð síðan, 'og mun svo lengi verða.
Ekki var hátt risið á Reykjalundi, þegar ýtt var úr
vör. Þótt nokkur hús hefðu verið reist, skorti flest um
búnað þeirra, og umhverfis þau var illfært fyrir grjót-
hrúgum, rústum og rusli. Vinnuskálar, matseld og
skrifstofur voru í gömlum hermannaskálum, sem ent-
ust furðulengi. En allir gengu vonglaðir til starfa, og
fyrstu sjúklingunum vegnaði vel, og ekki liðu margir
mánuðir þegar sýnt var að rétt væri stefnt, og hælið
næði tilgangi sínum, „að styðja sjúka til sjálfsbjargar“,
sem er einkunnarorð S.I.B.S. Var því ótrauðlega unn-
ið að nýjum framkvæmdum.
Þegar starfið hófst var nokkrum vandkvæðum bund-
ið að finna hæfilegt verkefni. Bæði varð að gæta þess,
að framleiða þá hluti, sem seljanlegir væru og sam-
keppnisfærir á opinberum markaði, og ekki síður hitt,
að vinnan væri við hæfi sjúklinganna, en ofbyði ekki
takmörkuðu þoli þeirra.
í fyrstu voru þar sett upp trésmíða-, járnsmíða- og
saumaverkstæði, einnig prjónastofa, húsgagnabólstrun
og veiðarfæragerð. Mikið var þegar unnið að smíði
leikfanga, sem urðu mjög vinsæl, og hafa verið það ætíð
síðan, og furðufljótt urðu skólahúsgögn mikilvægur
þáttur í framleiðslunni.
Ofar: Setustofa.
Neðar: Vistmenn tefla skák.
124 Heima er bezt