Heima er bezt - 01.04.1965, Blaðsíða 15

Heima er bezt - 01.04.1965, Blaðsíða 15
S. B. OLSON: LANDNÁMSÞÆTTIR FRIÐRIK A. FRIÐRIKSSON ÞÝDDI (Framhald) Hvarvetna ríkti landnámsáhugi. Því nær öll íbúðar- hús voru gerð úr bjálkum, rifur og holur fylltar upp með leir og hvítkalkað yfir. Hús þessi voru rúmgóð og sæmilega þægileg. En framfarir í jarðrækt voru sein- færar. Fáeinir frumbyggjanna áttu nokkuð stóra akra, en tekjurnar af miklu erfiði þeirra voru ekki uppörv- andi. I Gladstone fengust 35 sent fyrir skeppuna (60 ensk pund) af 1. flokks Rauðfífu-hveiti, en þangað var löng flutningsleið, 16—18 mílur. Járnbrautarvagn með höfrum stóð á hliðarteinum í Westbourne og mátti fá þar hafraskeppuna fyrir 15 sent. Margir byggðarbúa fóru með hveiti sitt til myllu í Gladstone og létu mala til heimilisþarfa. Fyrir mölun- ina greiddi bóndinn ákveðið gjald á skeppuna í pening- um eða myllan tók vissan hluta af hveitinu. Dagiegt mataræði var óbrotið. Kjöt sást varla á borðum. Þó tókst sumum að útvega sér reykt (eða reykunnið) kjöt til sumarneyzlu, einkum svínakjöt, en aðrir skutu akurhænsni eða villiandir, og var nóg um hvort tveggja. Furðulegt var, að frumbyggjarnir, svo félitlir sem þeir voru, notuðu sér lítt eða ekki fiski- gnóttina í vatninu. Þar mátti fá eftir vild hvítfisk, geddu og fleiri fisktegundir, með þeirri smáfyrirhöfn einni, að leggja net. Var eins og að menn hefðu enn ekki áttað sig á þessum dýrmæta matarforða, sem hefði getað aukið og bætt fæði þeirra verulega. Við feðgarnir lögðum net niður um ísinn, þegar hann var orðinn vel heldur, og veiddum meira en þörf var á til heimilisins af geddu og „tullibee“ (hvítfiskstegund?). Geddurnar voru allar vænar og góðar til átu, — hrein- asti herramannsmatur, ekki sízt fyrir fólk, sem búið hafði sjö ár í byggð, þar sem fiskur var ófáanlegur. Faðir minn hafði keypt meratvíeyki snemma um haustið og þurfti endilega að afla sér fóðurs handa þeim. Afréð hann að reyna að fá hafra í skiptum fyrir afgangsaflann. Ók ég nú með heilt sleðahlass af fros- inni geddu heim til bónda nokkurs, sem þreskt hafði góða meðaluppskeru af korni, og bauð í skiptum fyrir hafra. Bóndi athugaði vel fiskinn, hristi svo höfuðið og sagði, að það væri of mikið af heinum í honum. Hann átti 5 börn, ræfilslega útlítandi, og þóttist ég viss um, að þeim mundi hafa orðið verulega gott af því, að borða nýjan fisk, þótt ekki væri hann beinlaus. Ók ég svo áfram um nýbyggðina og kom allvíða við. Heppnin var upp og niður, en annars var heildarárang- urinn fram yfir allar vonir, því að mér söfnuðust ófáir hafrapokar. Á einu býlinu var mér boðið að borða há- degismat með heimilisfólkinu. Fram voru bornar soðn- ar, óflysjaðar kartöflur, kjöt ekkert, - stórt fat af ágætu heimabökuðu brauði, án smjörs, og afbragðste, en hvorki sykur né mjólk. Kartöflumar voru mjölmiklar og góðar, og með brauðið í ofanálag varð hver nægjan- lega mettur. En ekki gat ég gert þarna neina fiskverzl- un, og hafði þó bóndinn fengið góða kornuppskeru. Tímarnir voru örðugir, vinnulaun lág, lágt verð á búnaðarafurðum, og varð bændafólkinu ekki láð, þótt það sparaði alla skapaða hluti. Næsti bær til vörukaupa var Westbourne, 12 mílur suður, og gerðu flestir nýlendubúar verzlun sína þar. Nokkrir bændur sóttu vörur sínar til Gladstone, 18 mílur vestur. Um þessar mundir voru 2 sölubúðir með almennar þarfavörur í Westbourne, önnur rekin und- ir firmanafninu „Smalley & Chantler“, hin af „Bræðr- unum Favey“, og hafði hin síðarnefnda verið opnuð þá um sumarið. Næstu 2—3 ár fluttust margar íslenzkar fjölskyldur til byggðarinnar frá ýmsum stöðum í Manitóba og Saskatchewan. Meirihlutinn kom frá Churchbridge (Þingvallabyggð), aðrar frá Argyle, byggð suðaustur af Glenboro, A-Ianitóba, og fáeinar frá Norður-Dakóta. Teygði nýlendan sig nú næstum norður á móts við Kínósóta, þ. e. smáþorp og Hudson Bay-bækistöðvar um 55—60 mílur í norður frá Westbourne. Þessi litli bær, Westbourne, var ymjandi af annríki. Brátt hljóp þar af stokkunum ný almenningsverzlun undir nafninu „Hipwell & Chantler“. Starfsmaður við þá verzlun í mörg ár var góður vin- ur minn, Guðmundur (,,Mindy“) Christianson, sonur Björns Christianson og konu hans, sem flutzt höfðu til Westbourne frá Narrows („Njörvasundi“ — Þrengsl- um, Kreppu) við austanvert Manitóbavatn, en þar höfðu þau verið í hópi fyrstu landnema. í nágrenninu við Narrows, þar sem Mindy hafði alizt upp, hafði Heima er bezt 131

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.