Heima er bezt - 01.05.1965, Page 4

Heima er bezt - 01.05.1965, Page 4
JÓN SIGURÐSSON, YZTAFELLI: • • arsopu austan að Aðaldal í Þingeyjarsýslu eru lágar, /\ grasigrónar brekkur, en jafnlendi ofar brekku- / brúna, mest flatlendir lyngmóar austur að •*- Reykjafjalli. Þetta flatlendi nefnist Hvamms- heiði. Ekki er þó um heiði að ræða í venjulegum skiln- ingi. Hvergi nær heiðin 200 m yfir sjó og má því teljast til láglendis. — Suður frá Laxamýri gengur Reykjahverfi, grunn lægð, og grynnist suður, og er raunar komið á jafnlendi heiðarinnar suður hjá Hvera- völlum. Þar, við jarðhitann, hefur myndast byggðar- hverfi, allt byggt úr landi Stóru-Reykja, sem áður var stórbýli. Grunn dæld er suður frá Hveravöllum með Reykja- fjalli, og er heldur raklend allt suður að stöðuvatni, sem heitir Langavatn. Úr því fellur Reykjakvísl í bug vestur um Hvammsheiði og síðan ofan í Reykjahverfi norðar- Kristjdn Jóhannesson. lega. Suður frá Langavatni er snoturt dalverpi. Þar stendur bærinn Geitafell sunnan við vatnið, en bærinn Langavatn er við norð-austur homið. Byggð hefur verið nokkuð stopul vestanundir Reykjafjalli sunnanverðu. í Fornbréfasafni getur jarðarinnar Hóls í Reykja- hverfi, milli Stóru-Reykja og Langavatns. Bréf frá 1318 og 1397 sýna, að þetta var allvæn jörð. Síðan er Hóls ekki getið í skjölum, og má líklegt telja, að jörðin hafi farið í eyði um Svartadauða. Jarðabók Árna Magnús- sonar 1712 getur ekki þessa býlis, en segir að Grenjað- arstaðarprestur hafi leyft KJambrarbændum selstöðu norðan við Langavatnsland, þ. e. í hinu foma Hólslandi. Hólsbærinn stóð á fallegri hæð nokkurn kipp vestur frá fjallsrómm Reykjafjalls. Þar sást glögglega fyrir garði um stórt tún og bæjarrústum. Þar var kallað Hól- kot á síðari öldum. Þuríður Þorbergsdóttir. 164 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.