Heima er bezt - 01.05.1965, Page 5

Heima er bezt - 01.05.1965, Page 5
Jóhannes Jónatansson. Kristín Eyjólfsdóttir. Klambrarselið hefur efalaust verið jafnan á sama stað í brekkurótum, skammt suðaustur frá Hólsbæjartótt- um. Það hlaut til afnota hið gamla Hólsland, vestan frá Reykjakvísl og austur að Lambafjöllum, milli landa Langavatns og Stóru-Reykja. Selin og beitarhúsin urðu löngum áfangar til byggða. Ennþá sér þess merki í bæjamöfnum. „Selin“ eru byggð á selstóttum, en „gerðin“ hafa vaxið upp úr beitarhús- unum. — Sagnir eru um hjú, sem fengu hjá bændum að hafa vetrarvist í selinu, reyta þar með hirðingu selsmal- ans heyfang á summm handa nokkram kindum, sem þau fóðruðu á vetmm. — Beitarhúsamennirnir fengu konu og búslóð í króarhom og hirtu kindur sínar með fé bóndans. Oft var byggðin stopul í „seljunum“ og „gerðunum.“ Svo var og í Klambrarselinu. Víst er, að Benedikt Jóns- son, afi Bólu-Hjálmars, bjó þar á áranum 1772—1775, og var kotið í eyði fyrir og eftir þann tíma. Ennþá var þó selið notað á sumram. Sögn er um mann, sem kom villtur af Reykjaheiði og bjargaðist inn í selið í vetrarstórhríð. — Þá er og getið um mann, sem hafði vetrarvist með fjölskyldu í selinu eftir 1830, en eftir 1840 var hætt að nota selið á sumrum, og kofamir féllu. Eftir Móðuharðindin verður ekki mannfellir af hungri eða drepsóttum. Fólkinu fjölgar hægt en öruggt. — Einhvem veginn varð fólkið að lifa. Þá varð ekki flúið til sjávarþorpa eða úr landi. Frá aldamótum til 1870, að Ameríkuferðir hófust, voru byggð í Suður-Þingeyjar- sýslu nær 50 nýbýli, flest til heiða eða afdala. Eitt af þeim var Klambrarsel. Jónatan Grímsson var óskilgetið vinnukonubarn, f. 1819 á Grýtubakka. Hann var alinn upp sem niðursetn- ingur á ýmsum bæjum inni við Eyjafjörð. Átján ára fluttist hann sem fullgildur vinnumaður með Indriða Ólafssyni, (afa Indriða á Fjalli) að Garði í Aðaldal. Jafnaldra honum var Kristín, dóttir Sveinbjamar Sveinssonar, fátæks bónda í Fagraneskoti. Þau giftust 1843. 1844 hófu þau búskap á horni af Klömbur. Jónatan og Kristín fengu síðan leyfi Grenjaðarstaðar- prests til þess að byggja upp í Klambrarseli vorið 1848. Prestur lagði til máttarviði í baðstofu, sem mátti vera tvö stafgólf (3—4 metrar á lengd) og í eldhúskofa. Auð- vitað var hvorttveggja óþiljað í fyrstu. Byggt var á gamla selstæðinu. Til suðurs er að líta Geitafellsdalinn, vatn yzt í dalnum, ána á eyram innan við vatnið, skóg og kjarrivaxnar hlíðar. í suðvestri eru ávalir hnjúkar, Geitafellshnjúkur og Þorgerðarfell, eins og þrýstin brjóst á heiðinni. Til vesturs er að líta sléttlendi Hvammsheiðar næst bæ, algrænt á sumram, svo hvergi sér mel eða flag. Það stirnir á kvíslina hér og þar, lygna og hyljótta. Hlíðarbrúnina ber ofar miðjum hlíðum vesturfjalla, sunnan frá öræfum út á Hágöng við Flat- Heima er bezt 165

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.