Heima er bezt - 01.05.1965, Side 6
Kristján og Þuríður á efri árum.
eyjardal. Norður hjaðnar heiðin í ósýni. Ekki sést til
bæjanna norður í Hverfinu. Að bæjarbaki er Reykja-
fjallið með brattri brekku, algróinni. Þar var niðandi
lækur við læk. Ofar lágri brún er jafnlendi Reykjaheið-
ar, afréttargeimurinn, allt austur að Jökulsá, með ein-
stökum fjöllum og fjallaþyrpingum. Nýja jörðin á land
langt austur, allt að Lambafjöllum.
Fljótlegt var að byggja, efnið við hendina, steinum
velt úr fjallinu, hnausar stungnir í kringum bæjarhúsin.
Kofa þurfti líka fyrir skepnurnar, en þær voru fáar,
engin kýrin, einn hestur, kindurnar innan við 30 að
meðtöldum sex kúgildisám, sem prestur lét fylgja, og
svo voru nokkrar geitur.
Framundan gömlu seltóttunum hafði ræktazt af sjálfu
sér. Þar fékk Jónatan sjö bagga af töðu fyrsta sumarið.
Engið voru smálágar í fjallinu og mýrarblettir við fjalls-
rætur. Ekki nægði þetta þó tií heyöflunar. Fjalldrapi
og víðir var rifinn bæði til eldiviðar og heystyrks, mest
kringum bæinn, svo að hægt væri að rækta tún. Móðir
bónda fylgdi með í selið. Hún átti eina geit og lagði
nyt hennar á borð með sér. Fóðurs handa geitinni aflaði
hún á þann veg, að hún fór út með vasahníf sinn og
skar grávíðislauf og bar heim í poka.
Aldrei voru „jarðarhús“ í Klambrarseli önnur en
þessi tvö, baðstofustafgólfin og eldhúskofinn. Allt, sem
síðar var byggt, áttu ábúendur. Afgjaldið til Grenjað-
arstaðar var tveir sauðir (tvær veturgamlar kindur í
fardögum) og fjórðungur af smjöri (5 kg.) eftir kú-
gildið.
Jónatan og Kristín komu upp níu börnum, öllum
mannvænlegum, fjórum dætrum og fimm sonum. Allir
bræðurnir urðu bændur í héraðinu. Sá, sem þetta ritar,
man þá alla, þrekvaxna, gjörvilega, flesta alskeggjaða
og virðulega öldunga.
Það þótti ganga kraftaverki næst, að þessi hjón gátu
komið upp þessum bamahóp og reist býli að nýju án
allrar hjálpar. Þau voru talin fremur veitandi en þiggj-
andi. Þarna var gestanauð á vorin af fjárrekstrarmönn-
um og gangnamönnum á haustin. Mývetningar áttu
kaupstaðarleið þama vetur og sumar, fóm oftast í stór-
um hópum og skiptu sér til gistingar á fremstu bæi í
Reykjahverfi, Klambrarsel, Langavatn og Geitafell.
Aldrei var um borgun talað, en höfðinglyndir Mývetn-
ingar færðu stundum silung heim á gististaði sína.
Jónatan og Kristín bjuggu í Klambrarseli í 36 ár, frá
1848—1884. Þá tók Jóhannes, sonur þeirra, við jörðinni
og búinu. Hann var giftur Kristínu Eyjólfsdóttur,
Brandssonar á Reykjum. Hún var af fyrra hjónabandi
Eyjólfs. Síðar giftist Eyjólfur ekkju með mörg börn og
Þorbergur Kristjánsson,
Brúnuhlið.
Guðfinna Árnadóttir,
kona Þorbergs.
Jóhannes Kristjánsson,
Klambraseli.
Sigríður Jónsdóttir,
kona Jóhannesar.
166 Heima er bezt