Heima er bezt - 01.05.1965, Page 8

Heima er bezt - 01.05.1965, Page 8
var haldið sjötíu ára gamalli búvenju að eiga jafnan nóg hey. Hins vegar var byggingarefnið allt með hámarks- verði, svo og laun smiða og verkamanna um vorið og sumarið. Skuldirnar voru ægilegar í samanburði við bústærð og afurðaverð. Haraldur, bróðir Kristjáns, kvæntist árið 1921, Asdísi Baldvinsdóttur frá Hveravöllum. Búinu var skipt og íbúðarhúsinu. Það varð tvíbýlishús, eins og ætlað var í fyrstu. Faðir þeirra bræðra hafði keypt jörðina af Kirkju- jarða-sjóði og þeir tekið við henni til helminga. Land- spilda, hið næsta bænum, hafði einnig verið keypt á Hvammsheiði. Vorið 1925 flutti Haraldur brott með sína fjölskyldu, fyrst að Fléðinsvík á Tjörnesi, síðan til Húsavíkur, þar sem þau hjón búa enn. — Kristjáni varð nauðugur einn kostur að taka við allri jörðinni og allri skuldinni. Skuldabaggi, sem upphaflega var tveim ætlaður, kom allur á herðar þeirra hjóna. Þessi 18 ár viðskiptaharðinda og kreppu fæddust þeim Kristjáni og Þuríði átta börn, sem öll héldu lífi og heilsu. Það þarf ekki frá að segja, að þarna varð erfiður róð- ur. Búið var enn lítið, eins og það var þá. Kindumar voru um áttatíu, þar af um sextíu ær, og þrjár til fjórar kýr. Þá varð að sækja heyskap að. Frá því snemma á búskaparárum Jóhannesar höfðu Klambrarselsbændur Engey á leigu frá Grenjaðarstaðarprestinum. Eyjan er í Laxá undan Brekku í Hvömmum og reitt í hana að austan. Þangað var sóttur heyskapur frá Klambrarseli árlega allt fram yfir 1940. Stundum var einnig fengið engi í Múla og í Fjallsengjum. . Allt bjargaðist með nýtni, hagsýni og þrotlausu erf- iði allrar fjölskyldunnar. Gamla ráðið, sem þjóðin hafði lært af illum viðskiptum fyrr á öldum, var enn í gildi „að búa að sínu,“ nota heimafenginn til þess ítrasta og verzla sem minnst. Einn liður í þessu var að halda í frá- færurnar. í Klambrarseli var lengur fært frá en annars staðar. Þar lögðust fráfærur fyrst niður 1942. Þetta jók heimaaflann. Fjárræktin var stunduð með slíkri alúð, Kristján og Þuríður með börn og tengdabörn sín. 168 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.