Heima er bezt - 01.05.1965, Side 14

Heima er bezt - 01.05.1965, Side 14
Allt og sumt, sem hægt var að gera, var að koma á ein- um dansleik á vetri einhvers staðar í heimahúsum. Vet- urinn 1895 var slík samkoma haldin á heimili Sigfúsar Bjarnasonar. Þangað voru 25 mílur (40 km) heiman frá okkur, en ráðixm var ég í því, að missa ekki af gleðinni, þrátt fyrir grimmilegt frostið. Við áttum engan sker- sleða (cutter)*) né annan léttan sleða, svo að ég tók afturhlutann undan fjórmeiðasleðanum okkar, setti á hann fjaðrasæti og fótafjöl og kom svo fyrir vagnstöng- um fyrir hliðardrátt með eineyki.**) Ég fór í þykkan loðfrakka og vafði um mig hrossaábreiðu, og að því búnu stungum við, akhestur minn og ég, nefinu Ijúf- lega upp í stinningshvassan norðanvindinn og héldum af stað. Ég var 5 klukkutíma á leiðinni, og eitthvað var ég kalbitinn á kinnum og eyrum, þegar ég náði ákvörðunarstaðnum. Þar var glatt á hjalla, enda marg- menni samankomið. Þegar kuldahrollurinn var þiðnað- ur úr okkur, skemmtum við okkur mæta vel. Veturinn eftir var samskonar mót haldið heima hjá Einari Suðfjörð. Höfðum við þá samakstur, ég og Böðvar Jónsson, sem átti heima 15 mílna veg frá okk- ur. Við settum tvístóran kassa á fjórmeiðasleðann og söfnuðum í hann á leiðinni, — vorum orðin 12 saman, er við komumst heim til Suðfirðinganna, 30 mílur (48 km) norður af okkar býli. Þá sjaldan þessi mannamót komust á, komu þangað allir glaðir og reifir, og fóru þau ávallt fram hið bezta.--- Sumarið eftir byrjaði að hækka í Manitóbavatni og náði sú hækkun hámarki um aldamótin. Vegna yfir- flæðis var meiri hluti landnemanna tilneyddur að flytj- ast burt. Settust þá sumir að á Big Point eða þar í grennd, en aðrir á landlengjunni fram með Stóru-Sef- mýri (Big Grass Marsh), 10 mílur vestan vatnsins. Flest- ir keyptu sér þar búland og bjuggu þar síðan. Vorið 1895 hélt ég mig heima og gerði lítið annað en að sinna daglegum búverkum. Dag nokkurn í maí kom vinur minn, Kjartan Ögmundsson, að norðan og gekk í bæinn hjá okkur. Hann var sonur Ögmundson- hjónanna, sem voru meðal frumbyggja Þingvallaný- lendu, en bjuggu nú fyrir norðan Indíánasvæðið. Kjart- an var einu ári eldri en ég. Var hann nú á leið suður til Portage la Prairie í leit að hvaða atvinnu, sem kostur væri á. Ákvað ég að slást í för með honum þangað. Þegar þangað kom, fengum við að halda til hjá ís- lenzkri fjölskyldu, — Páll Nordal hét húsbóndinn. Til- raunir okkar til að fá vinnu voru fyrst í stað árangurs- lausar. En svo fréttum við að tvo menn vantaði í vinnu við eina brautardeild M.- og N.-járnbrautarinnar, 100 mílur fyrir vestan Portage la Prairie. Okkur var boðin frí ferð á vinnustaðinn og dollar í dagkaup, en sjálfir *) léttur, hár sleði, með grönnum meiðum, uppbognum að framan, sem skera djúpa fönn fyrirstöðulítið. (,,kani“). *#) til þess að hesturinn, ef einn er, þurfi ekki að vaða snjóinn fyrir miðjum sleða, heldur geti fylgt troðnum meiða- förunum. yrðum við að sjá okkur fyrir fæði og húsnæði. Við spurðum, hvort við fengjum fría ferð til baka, ef við færum úr vinnunni, og var því svarað játandi, að því tilskildu, að við ynnum fullar þrjár vikur og segðum upp með viku fyrirvara. Með því að ekki var útlit fyrir neitt annað skárra, tókum við boðinu og byrjuðum að vinna 1. júní. Við brautardeild þessa unnu aðeins 3 menn, þ. e. deildarumsjónarmaðurinn og við Kjartan. Þarna var ekkert þorp, heldur aðeins eitt hús, sem sé deildarhúsið, sem umsjónarmaðurinn bjó í og fjölskylda hans. Vorum við því allsendis til þess knúðir, að semja við fólk þetta um mat og húsaskjól. Fyrir það var okk- ur gert að greiða 50 sent á dag, og höfðum við saman herbergi. Húsbóndi okkar var mesti vinnuþjarkur og ætlaðist berlega til, að við ynnum fyrir kaupinu okkar. Brautarhluti þessi var aumlega illa farinn, svo að verk- stjóra okkar stóð ótti af brautareftirlitsmanninum, og vorum við vægðarlaust reknir áfram í vinnunni. Hvorugur okkar var banginn við erfiða vinnu. Þó mátti nú ekki tæpara standa, að þreki okkar væri ekki ofboðið, og það því fremur sem fæðið var nokkuð naumt skammtað, þótt gott væri í sjálfu sér. Ef til vill hafði blessuð húsmóðirin ekki skilning á því, að rífleg- ar og saðsamar máltíðir voru nauðsynlegar til vinnu slíkrar sem þessarar. Við ákváðum að harka þetta af okkur í 3 vikur a. m. k. og skrifuðum svo hr. Waters, brautarstjóranum, og báðum um ókeypis farmiða, — reiðubúnir til að færa fram ástæður fyrir vinnuuppsögn- inni, værum við spurðir. Þegar deildarstjórinn fékk svo bréf frá Waters með fyrirspurn um, hvers vegna við vildum hætta vinnunni, varð hann okkur bálreiður fyrir að hafa „farið á bak við sig“ og skrifað Waters, og hellti yfir okkur óbótaskömmum. Kona hans lét held- ur ekki á sínu standa og sakaði okkur um að „útsvína koddana“ hennar. Nú var okkur meira en nóg boðið, og risum við til andsvara og drógum ekki af, — minnt- um frúna á, að hún léti krakka sína leika sér á rúminu á daginn, og það með skítugum skónum. Má vera, að karlinn hafi ekki átt þess von, að við mundum svara fyrir okkur. Víst er um það, að hann steinþagnaði, gerðist meira að segja hinn bezti og spurði okkur, hvað við ætluðum að segja Waters um orsök þess, að við hættum vinnu, því að svör hans og okkar þyrftu að vera samhljóða. Það varð loks að samkomulagi, að gefa það upp sem orsök, að við mundum hverfa að vinnu, sem við hefðum augastað á austur á Portage-sléttunum, og endaði svo þessi rifrildisfundur vinsamlega. Síðustu vikuna, sem við vorum hjá Dandridge-fjölskyldunni, fundum við að kjör okkar höfðu breytzt mjög til batn- aðar. Var það ósjaldan, er hitinn varð sem mestur, að Dandridge boðaði stutt vinnuhlé, og með samlokunum tveim, sem við höfðum með okkur sem hádegismat, var nú komið stykki af böku (pie), en jafnframt urðu aðrar máltíðir undirstöðubetri. Framhald. 174 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.